Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 88

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 88
fram mikinn flaum orða. Augnaráð hennar straukst við öxlina á mér og hvarf inn í skýin fyrir utan gluggann. Hún var eins og vél sem hafði verið stillt á linnulaust tal. Hún talaði um hve miklum pening- um hún þyrfti að eyða í málningu og strekkjara, um léttleikann, bjart- sýnina og kvenleikann í verkum sínum, um hvað hún ætlaði að mála næst, um hve miklu harðari og grimmari myndirnar hennar yrðu að vera til að fanga athygli gagnrýnenda, um hvað karlarnir í greininni væru að gera, um að hún yrði að komast að því áður en hún tæki til við að mála að nýju. „Veistu hvað," sagði ég. „Þú þarft ekki að velta vöngum yfir slík- um hlutum. Myndirnar þínar eru frábærar." „Myndirnar mínar eru frábærar," sagði vinkona mín hástrengd, „en ekki ég." Hakan á henni seig og munnurinn opnaðist. Hún fór að vola. „Eg er fertug," sagði vinkona mín, „og á ekki bót fyrir rassinn á mér." Ég lék hljómana G, A og C. „Ég er einmana," sagði vinkona mín. Tárin runnu niður kinnarnar. Munnurinn á henni var of neðarlega í andlitinu. „Ég vil eignast mann." „Þú getur eignast mann." „Ég vil ekki bara einhvern mann," sagði vinkona mín. „Og ég vil ekki dreng. Ég vil eignast mann sem finnst hugmyndir mínar ekki fáránlegar. Ég vil mann sem sér þann hluta af mér sem enginn sér. Ég vil mann sem lítur eftir mér og elskar mig. Ég vil fullorðinn mann." Ég hugsaði: Ef ég væri flinkari á gítarinn gæti ég breytt orðum hennar í lag. „Konur eins og við," sagði ég við vinkonu mína, „eignast ekki þesskonar menn. Af hverju ættir pú að búast við að finna þesskonar mann?" „Af hverju ekki?" sagði vinkona mín. „Vegna þess að karlmenn gera ekki svona hluti fyrir konur eins og okkur. Við höfum gert eitthvað við sjálfar okkur sem veldur því að karlmenn gera það ekki. Ja - það eru til menn sem mundu gera það. En við fyrirlítum þá." Vinkona mín hætti að gráta. Ég spilaði á havæska gítarinn. Vinkona mín fékk sér sopa úr boll- anum. 86

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.