Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 12
Ert þú að rannsaka
orku og umhverfi?
Náttúrulegir orkugjafar, ný nálgun og
hugvitsamlegar lausnir móta orkuvinnslu
framtíðarinnar. Við óskum eftir umsókn um
til Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar sem
veitir styrki til náms og rannsókna á sviði
umhverfis- og orkumála.
Til úthlutunar úr sjóðnum árið 2017
eru 58 milljónir króna.
Kynntu þér málið á landsvirkjun.is.
Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017.
dómsmál „Ég gat ekki séð að þetta
færi öðruvísi,“ segir Baldur Björns-
son, framkvæmdastjóri Múrbúðar-
innar, um dóm Hæstaréttar sem
sakfelldi átta starfsmenn BYKO og
Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð
og samkeppnislagabrot.
Upphafið má rekja til þess að
starfsmaður Baldurs, sem sá um gróf-
vörudeildina, fékk símtal frá keppi-
nautunum sem báðu hann um að
skiptast á verðupplýsingum. Hann
neitaði og hringdi í Baldur sem kom
og hlustaði næst þegar símtal barst.
„Ég er varla kominn inn til hans
þegar síminn hringir frá Húsasmiðj-
unni sem hann leyfði mér að hlusta
á. Þetta símtal var borðleggjandi um
hvað var í gangi og ég keyrði strax
niður til Samkeppniseftirlits og sagði
frá.“
Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur
Birkir Björnsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO,
fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða
fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna.
Stefán Árni Einarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri vörustýringar-
sviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór
Sigurþórsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri vörustýringarsviðs
Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða
skilorðsbundið fangelsi.
Verðsamráðið sem dæmt var fyrir
stóð yfir í sex mánuði, frá september
2010 til mars 2011.
„Sektin og málaferlin taka bara til
þessara sex mánaða. Hvað var þetta
búið að vera í gangi lengi á einn eða
annan hátt?“ spyr Baldur.
Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO
um 650 milljónir króna vegna brota
gegn samkeppnislögum og EES-
samningnum vegna samráðsins við
Húsasmiðjuna í fyrra.
Málið hófst 2010 er Múrbúðin
ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Sam-
keppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna
skýrslu um málið árið 2013. Baldur
segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu
hafi honum runnið kalt vatn milli
skinns og hörunds.
„Þetta var eins og í lygasögu.
Ásetningurinn var svo mikill. Og
þegar héraðsdómur dæmdi þá svo
saklausa og taldi þetta venjuleg
viðskipti, veistu … Það eru bara fífl í
þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð
að þetta færi neitt öðruvísi.“
Baldri gremst að stjórnendur og
aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir
og beinir frá þessu máli . Hann finnur
ekki fyrir gleði yfir að áttmenning-
arnir hafi fengið dóm. Dapurlegt sé
hversu málið hafi tekið langan tíma
fyrir sakborningana.
„En stjórnendur og efstu lögin
í fyrirtækjunum eru að labba frá
þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera
rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var
lækkuð fór alls konar fólk að skíta út
mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru
öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti
dómstóll landsins búinn að segja sitt
síðasta orð.“ benediktboas@365.is
Eitt lítið símtal felldi byggingarisana tvo
Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segist ekki fagna því að menn fái dóma en fagnar niðurstöðu Hæstaréttar Íslands
í verðsamráðsmáli BYKO og Húsasmiðjunnar. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Baldur segir að það séu bara fífl í héraðsdómi.
Símtöl og póstar úr verðsamráðsmálinu
Meðal gagna í málinu voru tölvu
póstsamskipti milli starfsmanna
BYKO og Húsasmiðjunnar árið 2010
og fyrstu þrjá mánuði ársins 2011.
Þar kennir ýmissa grasa.
„Hvert er verðið á steinullinni frá
Múrbúðinni?“
„Þeir gefa mér ekki upp verð. Ég er
að fá verktaka til að fá verð í þetta
fyrir mig.“
„Guðmundur L er að gera verð
kannanir fyrir ykkur
þar sem miðast er
við að þið fáið þær
mánaðarlega … Allur
mismunur sem er
á milli vörunúmera í
samanburði við BYKO
skal jafna (ef undan
tekningar eiga sér stað
látið mig þá vita).“
„Samkvæmt verðkönnun
Ragnars þá erum við aðeins hærri í
4 teg. spónaplatna. Eigum við ekki
að lækka okkur undir þá?“
Einnig voru lagðar fram hljóð
upptökur. Þar er eftirfarandi samtal
Steingríms og Júlíusar Þórs:
„Veistu, ég hringdi. Ég hef nú aldrei
gert þetta áður en ég held að ... og
ég er núna ... ég stjórna tilboðsmál
unum hjá okkur, allavega varðandi
grófu vöruna ... Og þetta er komið
bara í algjört bull ... Þetta eru orðin
hjaðningavíg ef þetta heldur svona
áfram.“ Júlíus Þór: „Já. Þetta verður
bara hjaðningavíg.“ Steingrímur
Birkir: „Ég skal bara segja þér það og
ég er búinn að tala við BF hjá mér ...
og ég mun núna, í allri tilboðsgerð,
frá og með bara sko morgundeg
inum ... Þá mun ég ýta öllu upp.
Öllu. Alveg sama hvað það er og
það verður ... Ég mun handstýra allri
tilboðsgerð núna í heilan mánuð.“
Júlíus Þór: „Þetta eru
hjaðningavíg ... við
erum að blæða
báðir tveir.“ Stein
grímur Birkir: „Algjör
... ég veit nú að við erum báðir
jafn ósáttir við það.“ Júlíus Þór:
„Við erum bara að drepa hvern
annan.“ Steingrímur Birkir:
„En við viljum hafa fagleg
vinnubrögð og allt það og ... ekkert
eitthvað húmbúkk, en þetta gengur
ekki.“ Júlíus Þór: „Nei, veistu það,
við erum bara að drepa hvern
annan. Menn leka tilboðunum
á milli okkar.“ Steingrímur Birkir:
„Alveg miskunnarlaust.“ Rétt á eftir
sagði Júlíus Þór: „Við lifum þetta
ekki af ef við ætlum að halda þessu
áfram.“ Steingrímur Birkir: „Nei, ég
ætla mér sem sagt að hækka núna,
bara handvirkt, tilboð. Alveg sama
hvað er …“
Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. FréttaBlaðið/Valli
3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l A U G A r d A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
3
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:0
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
8
B
-7
7
E
C
1
B
8
B
-7
6
B
0
1
B
8
B
-7
5
7
4
1
B
8
B
-7
4
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K