Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 87

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 87
Frá Mið- og Suður Ameríku Arial reg. 8 pt Línubil 10Ylur og krydd frá Gvatemala. Jólailmur, hlátrasköll og gott kaffi. Hátíðakaffi kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Draumrof Ef ég hefði. Ef ég hefði ekki. Það væri hægt að fabúlera um þetta ef út í hið óendanlega. Það kunnum við báðir. En svona var það. Þannig hófst það sem var sturlun; ofsafengið kynlífskast. Sambandið fór leynt, það við töldum, og stóð í meira en ár áður en því lauk með óvæntum hætti. Þegar það gerðist vorum við móð og nakin, heit og sveitt í rúminu hennar, hjóna- rúminu. Þá sló hún því fram, stakk ekki upp á því, bað ekki um það; hún krafðist þess að við tækjum saman. Ég vildi það ekki og það fór um mig við tilhugsunina. Í eyrunum lék reynslusaga sem þú sagðir mér þegar við hittumst í Alfaz del Pi. Þú varst á milli kvenna og hélst við gifta komu. Það var eldheitt samband, sagðirðu, og fullt af skemmtilegum uppátækjum. Fjörugt. Svo gerðist það einn morgun að þú vaknaðir ör- þunnur á köldum vetrarmorgni við það að hún dró heitt læri mjúklega yfir mjaðmirnar á þér og fékk þig til þess að samþykkja að hefja sambúð með sér. Með það fór hún og kom aftur fráskilin áður en þú hafðir náð fullri heilsu. Síðan liðu ekki nema tvær eða þrjár vikur áður en öryggi vanans hafði eyðilagt stemninguna. Draumrof, bls. 32-37 að þrír menn reru austur yfir fjörð í sólarlogni. Himinninn var undir og yfir og sjófuglar görg- uðu af hrifningu yfir spegilmynd sinni. Ferðin gekk áfallalaust. Þegar þeir lögðu að stóðu fjórir menn upp undan árum. Enginn þeirra kunni skýringu á þessu og aldrei vissu þeir hver þeirra var fjórði maðurinn. „Og hver er hann, fjórði mað- urinn?“ spurði lögreglukonan. „Þetta er orðatiltæki,“ svaraði ég. „Notað þegar sá sem segir frá hefur ekki lyst á að nafngreina þann sem um er rætt, veit ekki hver hann er eða vill ekki vita það.“ Draumrof, bls. 55-56 Gleymskan hræðir En er þá ákveðin hagræðing fólgin í því að skrifa? „Já þetta er svona til- tekt.“ Í Draumrofi er Alzheimer-sjúk- dómurinn nokkuð fyrirferðarmikil og það vekur upp spurningar um það hvort það sé skyldleiki á milli þessara hugmynda og hvort skrifin séu byggð á óttanum við að gleyma? „Já, eru ekki andskoti margir einmitt hræddir við að gleyma. Það kemur yfir fólk, sérstaklega þegar það er orðið eldra og hefur átt einhverja nána sér sem sjúkdómurinn hefur gleypt, að í hvert skipti sem maður man ekki nafn á manni eða eitthvað álíka þá kemur þessi ótti og það er skiljanlegt. Ég var staddur í bókabúð í síðustu viku og þar sat fyrir utan kunningi minn. Þegar ég gekk fram hjá þá sá ég að hann áttaði sig ekkert á þig hver ég var. Ég fór til hans, heilsaði honum og kynnti mig svona til öryggis. Þá ljómaði hann upp í smá stund. Síðan fór ég inn í búðina og hálfri mínútu síðar kom hann inn og sagði: „Ég er týndur, ég er týndur!“ Nei, nei, sagði búðarkonan og sagði honum hvar hann væri. Það hafði ekkert að segja. Hann vissi ekkert hvar hann var, hvar hann átti heima eða hver hann var. Hann svo sannarlega týndur. Þetta er maður sem var allt í lagi með þegar ég hitti hann hálfu ári fyrr. Fyrir tveimur árum var þessi maður virkandi í samfélaginu. Svo auðvitað eru fjandi margir smeykir við gleymskuna.“ En skyldi Úlfar óttast gleymskuna? „Nei, ekki svo. Ég var blaðamaður á Þjóðviljanum í mörg ár og þegar ég hætti því þá kunni ég orðið utanbók- ar eitt þúsund símanúmer eða svo. En þegar ég hætti að nota þau þá týndi ég þeim og þá áttaði ég mig á því að gleymskan kemur að hluta til, þegar maður er ekki að tala um sjúkdóma eins og Alzheimer, vegna vanrækslu eða af því að maður æfir sig ekki. En ég hef ekki verið mjög hræddur við gleymskuna sjálfur.“ Á milli draums og veruleika Aðspurður hvort það séu skrifin sem halda huganum við í hans tilfelli þá segir Úlfar að eflaust sé það nú að einhverju leyti. „En þetta er líka … ég segi ekki áþján. En þetta er eitt- hvað sem þú losar þig endilega við eða hættir. Þegar blaðamenn hætta að skrifa í blað þá þurfa þeir samt að halda áfram að skrifa, þetta er komið inn í þá og það er ekkert hægt að losna frá þessu. Það er þarna krafa, sem þú veist ekkert endilega hvaðan kemur eða af hverju hún beinist að þér, en þú verður fyrir henni og kemst ekki undan henni.“ Titill skáldsögunnar Draum- rof er sóttur í þjóðsagnalegt fyrir- bæri. Fyrirbæri sem kannar hvað er mögulegt á mörkum svefns og vöku, draums og veruleika. Úlfar segir að það sé til aðeins ein íslensk þjóðsaga um þetta fyrirbæri og hún kemur við sögu í bókinni. „Þetta er sem sagt raunveruleg þjóðsaga,“ segir Úlfar og hlær. „Þessi hugmynd er unnin út frá þessari sögu og kannski líka einhverri leyndri ósk að við kíkjum á og rannsökum betur hluti sem við höfum hent frá okkur hingað til og afskrifað sem bábilju. En hvers vegna ekki að skoða þessa hluti betur og vita hvort okkur opnast einhverjar nýjar víddir til þess að njóta lífsins í?“ En skyldi það vera þjóðsagan eða tilhugsunin um hið mögulega sem hafi dregið Úlfar að þessu forvitni- lega efni? „Ég er nú enn þá þeirrar gæfu aðnjótandi að sofna á hverjum sólarhring og vakna aftur enn þá. Og oftar en ekki þá eru það nú dáldið magnaðar stundir á meðan maður er að sofna og meðan maður er að vakna. Þegar meðvitundin er í fyrra tilfellinu að skríða frá manni og í hinu tilvikinu að koma að manni. Ef maður nær einhverri örlítilli einbeit- ingu á þessum stundum þá er þetta alveg magnaður tími. Maður er svo gríðarlega opinn fyrir hverju sem er.“ Þegar Úlfar er spurður um það hvort hann ætli að halda ótrauður áfram að skrifa nú í framhaldi af hálfrar aldrar höfundarafmælinu þá segist hann einfaldlega ekki komast undan slíku. „Já, ég hef svo sem ætlað að hætta. En hvenær verður maður tréhestur? Fyrir bæði sjálfum sér og öðrum. Þegar að því kemur þá hefur maður auðvitað ekki vit til þess að skynja það og það eru hryllileg örlög. Þannig að ég held bara áfram en vona að ég hætti í tíma.“ EN HVERS VEGNA EKKI AÐ SKOÐA ÞESSA HLUTI BETUR OG VITA HVORT AÐ OKKUR OPNAST EINHVERJAR NÝJAR VÍDDIR TIL ÞESS AÐ NJÓTA LÍFSINS Í? H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -A 4 5 C 1 B 8 B -A 3 2 0 1 B 8 B -A 1 E 4 1 B 8 B -A 0 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.