Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 88
L jósmyndatæknin kom fram í Frakklandi á þriðja áratug nítjándu aldar og fyrstu áratug-ina voru Frakkar í farar-broddi í þróun hennar. Áhugi almennings á ljósmyndum var mikill og gátu slyngustu ljós- myndarar öðlast mikla frægð. Fáir urðu þó jafn þekktir og Parísar- búinn Nadar. Nadar hét réttu nafni Gaspard- Félix Tournachon og var vinsæll skopmyndateiknari og rithöfundur áður en hin nýja tækni vakti athygli hans. Hann var vel tengdur í menn- ingar- og næturlífi Parísarborgar, þekkti frægðarfólk og gat fyrir vikið tekið myndir af fjölda heimskunnra stjórnmálamanna, rithöfunda og listafólks sem vandi komur sínar til stórborgarinnar. Fyrir vikið er erf- itt að blaða í yfirlitsritum um sögu nítjándu aldar án þess að rekast á myndir úr smiðju Nadars. En auk þess að vera slyngur myndasmiður hafði Nadar ástríðu fyrir flugi. Hann iðkaði loftbelgja- flug af kappi, tók fyrstu loftmyndir sögunnar og lét árið 1863 útbúa risaloftbelg, sextíu metra háan. Þegar nýja loftbelgnum hlekktist illa á í öðru flugi sínu komst Nadar á þá skoðun að framtíð flugsins fælist í smíði farartækja sem væru þyngri en andrúmsloftið. Þannig varð hann einn allra fyrsti hvata- maður þess að þróa flugvélar. Loftbelgjaævintýri Nadars varð ungum landa hans og upprennandi rithöfundi innblástur. Fyrsta skáld- saga Jules Verne nefndist „Fimm vikur í loftbelg“, kom út árið 1863 og fjallaði um ævintýralega ferð í risaloftbelg um lítt þekkt héruð í Afríku. Sagan sló í gegn og markaði upphafið á glæstum höfundarferli. Áður hefur verið fjallað um Jules Verne í þessum pistlum og þá sér- staklega sögu hans um Leyndar- dóma Snæfellsjökuls. Líkt og í flestum bóka höfundarins er þar fléttað saman spennandi ævintýri og vísindaskáldskap, sem innifelur bæði nýlegar vísindauppgötvanir og -kenningar og vangaveltur um mögulega tækni framtíðarinnar. Furðu oft hefur Verne reynst sann- spár á tækni- og vísindasviðinu og í öðrum tilvikum hafa sögur hans orðið vísindamönnum innblástur og kveikja hugmynda. Heimsins stærsta byssa Skemmtileg dæmi um þetta má finna í þríleik Vernes um Balti- more-byssuklúbbinn sem út kom á árunum 1865-89. Tvær fyrri bæk- urnar í sagnaflokknum ættu flestir lesendur að þekkja sem „Ferðina til Tunglsins“ en fáir hafa heyrt þeirrar þriðju getið. Hún hefur þó öðlast nýtt líf á liðnum árum í tengslum við umræðuna um hlýnun Jarðar. Fyrsta bókin í þríleiknum kom út sama ár og bandaríska borg- arastríðinu lauk og segir frá hópi byssuáhugamanna í Baltimore sem þegar eru farnir að leita sér að nýjum viðfangsefnum. Byssur eru þeirra líf og yndi og fær einn í hópnum þá flugu í höfuðið að útbúa heimsins stærsta byssuhlaup og skjóta risavaxinni byssukúlu til Tunglsins. Klúbbfélagar ákveða að láta slag standa og grafa nærri 300 metra djúpa og átján metra breiða holu á Flórídaskaga til að koma byssu- hlaupinu fyrir í. Fer svo drjúgur hluti bókarinnar í að lýsa verk- fræðilegri tilhögun byssugerðar- innar, ræða fjármögnun verkefnis- Skotist til Tunglsins og jöklarnir bræddir Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um vísindaskáldskap ins og svara því hversu hratt yrði að skjóta kúlunni til að hún næði að losna undan aðdráttarafli Jarðar. Franskur fullhugi, sem augljós- lega var byggður á fyrrnefndum Nadar, kemur að máli við skipu- leggjendur og sannfærir þá um að hafa geimskotið mannað. Byssu- kúlunni er breytt í geimfar og sá franski sest um borð ásamt tveimur erkióvinum úr byssuklúbbnum. Sögunni um ferðina til Tunglsins lýkur þegar búið er að hleypa af og byssukúlan/geimfarið hendist í átt að mánanum. Fimm ár liðu uns forvitnir les- endur fengu að fregna um afdrif þremenninganna í bókinni „Umhverfis Tunglið“. Þar rekur höfundurinn samviskusamlega gang geimferðarinnar. Synd væri að segja að það sé allt skemmtilesning, því í stað þess að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn og skapa furðuveröld með geimverum á mánanum, þylur Verne samvisku- samlega helstu kenningar þess tíma um hvernig þar væri um að litast. Ævintýramennirnir þrír höfðu búist við að lenda á Tunglinu í hálf- gerðri sjálfsmorðsför, en áætluð braut geimfarsins sveigist til eftir að hafa óvænt farið nærri torkennileg- um smáhnetti. Fyrir vikið svífa þeir hring umhverfis Tunglið og falla því næst aftur til Jarðar, þar sem bandarískt herskip kemur þeim til bjargar. Jafnvel þetta litla atriði, smáhnötturinn milli Jarðar og Tungls, byggðist á nýjum vísindatil- gátum því nokkrum árum fyrr hafði franskur stjörnufræðingur, Frédéric Petit, sagst hafa uppgötvað fylgi- tungl sem gengi umhverfis Jörðina eftir sporöskjulaga braut. Í dag líta flestir á þessar tvær bækur sem eina samhangandi sögu. Öðru máli gegnir um þriðju bók rit- raðarinnar, sem kom út aldarfjórð- ungi síðar og var í talsvert öðrum dúr. „Kaupin á Norðurpólnum“ segir að nokkru leyti frá sömu per- sónum og stórvirkar byssur koma við sögu, en þar lýkur samanburð- inum. Bókin var samin árið 1889 og látin gerast í nálægri framtíð. Alþjóðasamfélagið ákveður að efna til uppboðs á norður- pólnum. Norðurlandabúar, Rússar og Hollendingar bjóða í svæðið en að lokum stendur slagurinn á milli bresku ríkisstjórnarinnar og dularfulls bandarísks huldufélags. Bandaríkjamennirnir bjóða hæst og greiða svimandi fjárhæð fyrir ógnarstórt landsvæði á heimskauts- svæðinu. Kaupin vekja furðu margra, enda óljóst eftir hverju sé að slægjast á þessum slóðum öðru en snjó og ís. Jarðvísindamenn benda á að líklega sé mikið af kolum að finna í jörðu undir Norðurpólnum (á ritunartíma sögunnar var talið lík- legt að fast land væri undir stórum hluta ísbreiðunnar) en vandséð var hvernig þær mætti nýta, enda nær vonlaust að komast á svæðið, hvað þá að grafa sig í gegnum þykkan jökulinn. Árstíðunum útrýmt Í ljós kemur að hinir leynilegu kaupendur eru félagarnir úr Balti- more-byssuklúbbnum. Að þessu sinni hafa þeir í huga enn stórfeng- legri byssusmíði en fyrr – í stað þess að skjóta geimfari í átt frá Jörðu, hyggjast þeir snúa byssuhlaupinu í hina áttina, að iðrum Jarðar. Hug- myndin er sú að framkalla slíkan hvell að hann dugi til að rétta af möndulhalla Jarðar, sem fyrir vikið yrði með hornréttan möndulsnún- ing líkt og reikistjarnan Júpíter. Að mati hinna byssuglöðu Bandaríkjamanna hafði þessi rót- tæka hugmynd gríðarlega kosti í för með sér fyrir mannkynið. Með því móti yrðu dagur og nótt nákvæm- lega jafn löng allan ársins hring. Þar með myndu árstíðir hverfa úr sögunni og veðráttan yrði ætíð sú sama. Hver maður gæti því valið sér það loftslag sem honum hentaði best og flutt á þá breiddargráðu. Kvefpestir myndu heyra sögunni til. Landbúnaðarframleiðsla hlyti að margfaldast þar sem rækta mætti óháð árstímum og svo mætti lengi telja. Aðstandendurnir myndu svo hagnast gríðarlega, því eftir umskiptin myndi ísinn á Norður- pólnum hverfa á fáeinum árum og hinar auðugu kolanámur verða auðvinnanlegar. Ekki leið þó á löngu uns tvær grímur fóru að renna á ýmsa vegna möndulhallabreytingarinnar. Ljóst væri að sprengingin mikla hefði veruleg áhrif um heim allan. Heilu landsvæðin gætu sokkið í sæ en önnur myndu rísa úr hafi. Stór- borgir á borð við Lundúnir yrðu ef til vill á fjallstindum og hafnarborg- ir inni í miðju landi. Byssuklúbbs- menn létu þó slíkar úrtöluraddir sem vind um eyru þjóta. Á laun tókst þeim að útbúa ógnarstóra byssu á Kilimanjaro-fjalli í Afríku og sönkuðu að sér óhemjumagni af sprengiefni. Stóri dagurinn rann upp og fjár- festarnir ábyrgðarlausu létu til skarar skríða. Sprengingin varð geigvænleg og eyðileggingin í námunda við sprengjustæðið mikil, en Jörðin bifaðist ekki eitt hænufet. Talnameistari verkefnisins lagðist á ný yfir útreikninga sína og upp- götvaði skelfilega villu. Snemma í ferlinu hafði hann í ógáti máð þrjú núll aftan af tölu, sem aftur vatt upp á sig. Eðlisfræðin á bak við til- raunina var kórrétt, en allar tölur hefðu þurft að vera trilljón sinnum stærri til að ná tilætluðum árangri. Stærðfræðingurinn verður að athlægi, þótt alþýða manna fagni raunar reikniskekkju hans eftir að fólki verður betur ljóst hversu alvar- legar afleiðingar verkefnið hefði haft í för með sér. Sá tölvísi getur þó huggað sig við að þótt orðstír- inn sé farinn, tekst honum að finna ástina – í vellríku ekkjunni sem fjár- magnað hafði verkefnið að mestu. Kaupin á Norðurpólnum er óhefðbundin vísindaskáldsaga og að sumu leyti frekar hugartilraun en eiginlegur vísindaskáldskapur – því í bókarlok er lesandanum kippt niður á jörðina með því að útskýra að öll áformin hafi í raun verið loftkastalar. Jafnframt felur verkið í sér beinskeytta gagnrýni á framferði ófyrirleitinna kaupsýslu- manna sem hika ekki við að stofna afkomu milljóna manna í hættu til að tryggja eigin hag. Þótt sagan sé um margt frumleg verður hún seint talin til öndvegis- verka Jules Verne og er það sér- viskuleg að henni er nánast alltaf sleppt þegar tunglferðarsögurnar eru endurútgefnar. Á síðustu árum hefur hún þó vakið áhuga á nýjan leik enda auðvelt að finna sam- svaranir við samtímann í bók sem fjallar um menn sem hika ekki við að bræða ís heimskautanna til að komast í meira kolefnaeldsneyti og finnst lítið mál að breyta lofts- lagi Jarðar með varanlegum hætti. Alltaf skal Jules Verne takast að spá rétt um framtíðina. ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ ÁKVEÐUR AÐ EFNA TIL UPPBOÐS Á NORÐUR- PÓLNUM. 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 B -9 F 6 C 1 B 8 B -9 E 3 0 1 B 8 B -9 C F 4 1 B 8 B -9 B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.