Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 110

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 110
 svo er þetta bara afsökun fyrir okkur Jón Pál að hanga smá saman – þegar maður verður eldri þá verður svolítið erfiðara að eiga tíma fyrir vinina og þá er fínt gera eitthvert svona föndur saman. Fyrsta bókin í Vargaldar-seríunni kom út nú á dögunum og inniheldur fyrstu tvo kaflana. Sagan fjallar um Vikar sem á myrka fortíð en verður ástfanginn, á von á barni áður en goðin ákveða að skerast í leikinn og Vikar leiðist aftur út á braut átaka og ofbeldis. Þeir eru nú í óðaönn að vinna að framhaldinu og stefna á að serían verði einar fimm eða sex bækur. „Hugmyndin að þessu verkefni varð til fyrir einhverjum tíu árum, þá vorum við aðallega að velta þessu fyrir okkur en síðan koma börn og menn flytja til útlanda og hingað og þangað – þannig að það eru svona fjögur ár síðan við byrjuðum að tala saman fyrir alvöru og svona tvö ár síðan við fórum að vinna bókina á fullu,“ segir Þórhallur. „Það er búinn að fara alveg rosa- legur tími í þetta verkefni. Í næstum tvö ár erum við búnir að l i g g j a þétt í þessu. Af því að þetta er fyrsta bók erum við búnir að rekast á ýmislegt og þurfa að fara til baka og breyta og annað,“ bætir Jón Páll við. Hvernig fer vinnan fram hjá ykkur? „Ég skrifaði þetta og ég letraði og Jón er teiknarinn, en við vinnum þetta í mikilli sameiningu. Ég skrifa söguna eða grindina og svo rýnir Jón hana til gagns – út úr því þéttist allt og verður að lokaniðurstöðunni. Ég kem með tillögur að uppbyggingu í römmum og hann vinnur út frá því og kemur með sína pælingu. Við vinnum mjög vel saman enda höfum við verið mjög góðir vinir í mörg ár og það er mjög eðlilegt fyrir okkur að vera í miklu sambandi. Ég get ekki teiknað til að bjarga lífi mínu en ég get gagnrýnt og komið þessu áfram þannig,“ svarar Þórhallur. „Við höfum legið yfir minnstu smáatriðum. Við höfum stúd- erað byggingar, klæðnað, vopn og umhverfi – þetta er allt byggt á heimildum, við erum ekki að skálda mikið. Við viljum hafa þetta sögulega rétt miðað við tímabilið, það skiptir máli. Við höfum líka verið að spá mikið í til dæmis lýsinguna í bókinni – ef þú spáir í tímann sem er að líða þá þarf það allt að ganga upp. Það er kannski fimm tíma dagur og þá er húm um miðjan dag, síðan dimmir og svo er komin nótt. Ég er einn dag að gera blýant – það er fyrsta teikningin. Ég er annan dag að mála blekið, það geri ég með penslum og fjaðurpenna. Síðan tekur liturinn alveg dag. Þannig að þetta eru minnst þrír dagar sem fara í eina síðu. Þetta er mikil þolin- mæðisvinna. Svo er það hann Andri sem er ástæðan fyrir því að þetta verkefni varð að því sem það er í dag. Fyrir þremur árum vorum við að vinna að kynningu á verkefninu sem hann sér í gegnum þriðja aðila og kemur sér í samband við okkur. Hann hafði mikinn áhuga á verkefninu og gerði okkur kleift að vinna að því af fullum krafti. Hann hjálpaði okkur við alls konar hluti í pródúksjóninni og hélt utan um vinnsluna – hann er písk- urinn á bak við tjöldin,“ segir Jón Páll. Hvaðan kemur sagan? „Sagan sprettur raunverulega upp úr því að okkur l a n g a r m j ö g mikið til að gera þ e ssu m h l u t a s a g n a a r f s i n s góð skil. Okkur hefur fundist vanta bók þar sem reynt er að vinna eftir frum- heimildum og reynt að gera þessu skil með fullorðinslegum hætti – ekki barnalegt grín, heldur erum við að reyna að gera þetta alvörugefið. Við erum að reyna að segja í einu h e i l d s t æ ð u a ð g e n g i - legu riti eins m i k i ð a f goðafræðinni og hægt er – bókin byrjar á sköpun heimsins og endar á ragnarökum. Goðafræðin er margar sögur, dæmisögur og annað, sem er ekki endilega heildstæð mynd. Mikið af efninu kemur héðan og þaðan. Þessi bók er í raun og veru byggð á Sörlaþætti eða Héðins sögu og Högna – sú saga er raunverulega inntakið í Vargöld.“ Þeir nýta sér einnig fleira úr goða- fræðinni við að koma sögunni á framfæri, til dæmis forna  bragar- hætti. „Við erum að leitast við að nýta okkur þessa hluti til að segja sög- una. Til dæmis er í bókinni völva sem segir frá sköpun heimsins, hún dettur í trans og talar í bundnu máli – þetta er svona „light“ útgáfa af fornyrðislagi og ljóðahætti, gert að aðgengilegu lesefni. Þannig að hug- myndin er í fyrsta lagi að gera efni goðafræðinnar aðgengilegt og í öðru lagi að koma með spennandi heil- steypta sögu sem keyrir í gegnum goðafræðina og dregur hana saman – náttúrulega með okkar túlkun á atburðum en maður reynir að halda trúnaði við upphaflegu textana. Og svo er þetta bara afsökun fyrir okkur Jón Pál að hanga smá saman – þegar maður verður eldri þá verður svo- lítið erfiðara að eiga tíma fyrir vin- ina og þá er fínt gera eitthvert svona föndur saman.“stefan@frettabladid.is afsökun til að hanga meira saman Vinirnir Jón Páll halldórsson og þórhallur arnórsson ásamt Andra Sveinssyni gáfu nú á dögunum út myndasögubókina Varg- öld sem er byggð á norrænni goðafræði. Markmið þeirra er að miðla þessum hluta sagnaarfsins til fólks á aðgengilegan hátt. 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r66 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð Lífið 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 B -7 C D C 1 B 8 B -7 B A 0 1 B 8 B -7 A 6 4 1 B 8 B -7 9 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.