Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015
Ég skal játa að ég verð alltaf hálfbanginn þeg-ar farið er að tala um græna orku. Þettakann að hljóma undarlega frá þingmanni
„græns framboðs“. Þess vegna er líka skýringar
þörf.
Ég er því fylgjandi að virkja orkulindir sem eru
ekki mengandi og sem ekki eru eyðileggjandi fyrir
umhverfið. En iðulega er síðara skilyrðinu sleppt
og aðeins horft til mengunar. Samkvæmt þessari
skilgreiningu er nánast öll innlend orkuframleiðsla
græn.
Og grænastur af öllum væri virkjaður Gullfoss
eða Dettifoss. Goðafoss væri einnig álitlegur eða
háhitasvæðið við Landmannalaugar. Þarna mætti
fá mikla „græna“ orku.
Íslendingar sýna gjarnan útlendingum stoltir
orkuverin sín. Sjáið hve umhverfisvæn og græn við
erum, þið getið lært af okkur!
Vandinn er sá að Gullfoss og Dettifoss eru ekki á
hverju strái. Ekki heldur Landmannalaugar.
Hvorki sem orkulindir né sem náttúruperlur.
Með vaxandi ferðamannastraum eru Íslendingar
að átta sig á efnahagslegu mikilvægi náttúrudjásna
og þar með óspilltrar náttúru, óbeislaðra náttúruafla.
Ég hlustaði á ágætt viðtal við forstjóra Lands-
virkjunar í útvarpi í vikunni. Hann var upprifinn yf-
ir heimsókn Camerons, forsætisráðherra Breta,
sem hafði lýst áhuga á sæstreng til að flytja raforku
frá Íslandi til Bretlands. Aldrei hafði það gerst, svo
forstjórinn vissi, að forsætisráðherra stórþjóðar
hefði sýnt tiltekinni vöru svona mikinn áhuga.
„Varan“ var rafmagnið en kennitalan óljós. Við
vitum nefnilega ekki hvaðan ætlunin er að sækja
„vöruna“. Án efa í einhvern mjög grænan valkost.
Ég hefði áhyggjur héti ég Goðafoss.
Sæstrengur gæti nýtt betur umframorku innan-
lands, var okkur sagt. Slík umframorka gæti numið
30% af heildarsölunni. En 70% sem eftir stæðu? Við
þyrftum að virkja fyrir þeim, upplýsti forstjóri
Landsvirkjunar.
Hann upplýsti jafnframt að nú hefðum við
rammaáætlun. Hún gerði kleift að taka ákvörðun
um virkjanir á „faglegum“ forsendum.
Hugsunin með rammaáætlun um raforkufram-
leiðslu er vissulega góð. Það er bara einn hængur á.
Hann er sá að tilgangur framleiðslunnar er aldrei
skilgreindur. Guðfaðir rammaáætlunar, Hjörleifur
Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi
þingmaður, hefur bent á takmörk þessa afkvæmis
síns. Segir það til lítils nýtt, láti menn undir höfuð
leggjast að spyrja til hvers eigi að virkja og hversu
mikið.
Og skal þá vikið aftur að verslunaráhuga Came-
rons, forsætisráðherrans breska. Vilji hann kaupa
„vöruna“ á góðum prís, jafnvel í miklu magni, vær-
um við þá til í að grípa til grænu kostanna sem við
eigum svo mikið af? Allt til að svara eftirspurn eftir
vöru?
Áhugaverð vara?
*Með vaxandi ferða-mannastraum eru Íslendingar að átta sig á
efnahagslegu mikilvægi
náttúrudjásna og þar með
óspilltrar náttúru,
óbeislaðra náttúruafla.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Fjölmiðlamaðurinn Gísli Mar-
teinn Baldursson vakti nokkra
reiði úti á landsbyggðinni þegar
hann tísti vegna fréttar í Mogganum
um áætlaðan
kostnað við snjó-
flóðavarnargarða
og skildu margir
orð hans sem
hann vildi frekar
að fólk flytti í bæinn en að pen-
ingum væri eytt í þetta. Gísli Mar-
teinn baðst afsökunar á þessum
ummælum og skrifaði svo á Twitter
síðar í vikunni: „Ætla að taka
myndband af íbúðinni minni til að
sýna fólki að hér er ekkert lands-
byggðarhatur.
Bara ást eins og
hjá konunum á
Seltjarnarnesi.“
Og Stefán
Máni Sigþórs-
son rithöfundur kom með tillögu
um hvernig hægt væri að laga þetta
enn betur: „Sáttartillaga dauðans:
Gísli Marteinn flytur til Eyja og Ell-
iði Vignis flytur í Vesturbæinn.“
Og Nanna Rögnvaldardóttir
matargúrú deildi skemmtilegri
sögu á Facebook: „Þegar ég var að
horfa á fréttina um aldraða rak-
arann á Akranesi áðan datt mér
hann Alan heitinn vinur minn í hug.
Einhvern tíma þegar ég var gestur
þeirra hjóna í London fór hann til
rakara og það barst í tal að það
gerði hann alltaf hálfsmánaðarlega
(sem var ekki augljóst þegar maður
sá hárið á honum) og hefði gert frá
því hann var að vinna í breska utan-
ríkisráðuneytinu skömmu eftir
stríð; alltaf á sömu stofuna, til sama
karlsins – alltaf nema þegar hann
var að störfum erlendis, sendi-
herra í Laos og svoleiðis. Rakarinn
var reyndar hættur störfum en
kom enn sérstaklega á stofuna
hálfsmánaðarlega bara til að klippa
Alan. Hann var með einn annan
fastan viðskiptavin sem hann hafði
klippt álíka lengi en sá kom aldrei á
stofuna, rakarinn fór ævinlega heim
til hans og gerði enn þegar þetta
var; það var Filippus prins.“
AF NETINU
Gramsað í gömlu á Boston
Hægt er að fata sig upp á umhverf-
isvænan hátt á Boston í dag.
Morgunblaðið/Kristinn
Ungir umhverfissinnar halda sinn fyrsta fata-
markað á Boston um helgina, laugardaginn
14. nóvember, en markaðurinn hefst klukkan
12 og stendur til kl. 17. Ungir umhverfissinnar
eru samtök sem voru stofnuð í hittifyrra og
eitt af þeirra helstu markmiðum er endurnýt-
ing svo að fatamarkaðurinn rímar þar vel við
félagsskapinn þar sem fötin eru öll notuð.
Þess má geta að félagsskapurinn er þver-
pólitískur og er öllu ungu umhverfis-
áhugafólki opinn, frá aldrinum 15-35 ára, og
til að skrá sig er hægt að senda póst á um-
hverfissinnar@gmail.com. Plötusnúðurinn
Þorsteinn Eyfjörð mun þar að auki spila tón-
list meðan fólk gramsar í gömlu dóti, eða frá
klukkan þrjú.
Vettvangur
Tímaritið Wallpaper fer lof-
samlegum orðum um Loks-
ins bar í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar á ferðasíðum
sínum og segir að þótt tími
glæstra ferðalaga og flug-
stöðva sé að mestu liðinn
finnist enn staðir eins og
Loksins bar.
Einkum er þar fjallað um
rýmið sjálft og andrúms-
loftið en það eru þau Karítas
Sveinsdóttir og Hafsteinn
Júlíusson sem eiga heiðurinn
af hönnun Loksins og er
sagt frá því hvernig þau hafi
horft til íslenskra timb-
urhúsa við hönnun staðarins. Þar að auki er farið ítarlega yfir húsgögnin sem eru öll ann-
aðhvort hönnuð eða framleidd á Íslandi og eru úr náttúrulegum efnum, meðal annars úr
eik, tekki og leðri.
Í greininni er þess getið að umhverfið minni alls ekki á sterílt umhverfi flugstöðva og
ferðamenn geti auðveldlega gleymt því hvaðan þeir eru að koma og hvert þeir eru að fara.
Blaðamaður tímaritsins Wallpaper segir Loksins bar frábærlega
heppnaðan stað og minna lítt á annars einsleitt umhverfi flugstöðva.
Wallpaper lofar Loksins bar