Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Side 11
nokkra launalækkun til að koma
hingað en þau miklu lífsgæði sem
felast í því að búa í samfélagi eins
og hérna er ekki hægt að mæla í
peningum.“
Sigurður er 42 ára. „Margir jafn-
aldrar mínir hér eru orðnir afar en
ég á bara eina eins árs dóttur! Er
því orðinn dálítið langt á eftir með
það allt saman.“
Dóttir hans og Gretu heitir Elín
Rannveig Líndal, í höfuðið á móður
Sigurðar.
Hann flutti á borgarhornið 16
ára, 1989, og settist á framhalds-
skólabekk. „Eftir það var ég meira
og minna fyrir sunnan þar til ég
fór í leiklistarnám til London 1995
og ílentist þar. Þaðan kem ég svo
heim núna, 20 árum seinna.“
Eftir leiklistarnám lék hann víða
ytra en sást þó á sviði hér heima
líka. Tók þátt í uppfærslu Leik-
félags Akureyrar á Hamlet árið
2002. „Ég byrjaði snemma að leik-
stýra úti, bæði atvinnuhópum og í
leiklistarskólum og kenndi í viður-
kenndum skólum í 12 ár. Ég var
svo aðstoðarleikhússtjóri í þrjú og
hálft ár í litlu leikhúsi sem var
mikill vettvangur fyrir ungt lista-
fólk til að prófa ýmislegt.“
Stjórnun og klósettþrif
„Það var mjög skemmtilegt að
taka þátt í því. Leikhússtjórnin
ákveður til dæmis hvað á að sýna
en svo ég sé ekki að fegra þetta
neitt þá þurftum við líka að þrífa
klósettin! Þetta var þannig rekstur
að enginn annar var til þess.“
Sigurður er alsæll að vera fluttur
heim í Húnaþing. „Já, ekkert smá
ánægður og konan mín líka. Við
fórum alla leið strax og keyptum
okkur hús á Hvammstanga. Greta
er reyndar að vinna í London núna,
hún hefur svo mikið að gera í
augnablikinu að ekki er víst hvað
hún getur verið mikið hér.“
Selasetur Íslands er í gömlu hús-
næði í eigu Kaupfélags Vestur-
Húnvetninga. „Þegar ég var strák-
ur voru hér í þessu rými, þar sem
skrifstofan mín er, háir staflar af
söltuðum gærum,“ segir Sigurður
og bætir við hlæjandi: „Fyrir 20 ár-
um fór ég til útlanda í leit að frægð
og frama en enda svo í kompu hér í
gærukjallaranum!“
Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, landselur og útselur. Fjórar tegundir í viðbót eru þekktar hér við land sem flækingar,
en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Það eru vöðuselur, kampselur – sem er á myndinni – blöðruselur og hringanóri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Hjónin Árný Birna Vatnsdal og Gísli
Arnar Gíslason keyptu á dögunum
húseignina Hafnarbyggð 17 á Vopna-
firði, þar sem þau hafa rekið Hótel
Tanga síðustu misseri. Húsið hafði
lengi verið í eigu sveitarfélagsins.
„Við ákváðum að nýta okkur kaup-
réttinn, sem var hugmyndin strax í
upphafi þegar við hófum reksturinn. Í
því ferli höfum við átt indælis sam-
skipti við hreppinn,“ sagði Gísli Arn-
ar við blaðamann.
Hótelið var opnað á nýjan leik í
sumarbyrjun 2014, eftir að það hafði
verið lokað um tíma, og segir Gísli að
reksturinn hafi verið skv. væntingum,
jafnvel ívið betri ef eitthvað er.
Húsið er 530 fermetrar. Á hótelinu
eru 17 herbergi með 33 rúmum. Að
auki er í húsinu veitingasalur og bar.
„Sumarið í ár var miklu betra en í
fyrra, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki
verið gott. Hingað kom mjög mikið af
útlendingum en sáralítið af Íslend-
ingum; þeir elta veðrið.“
Þrjú ár eru síðan hjónin ákváðu „að
fara út fyrir þægindahringinn,“ eins
og Gísli orðar það; hættu í fyrri störf-
um og keyptu sjoppuna í bænum. Í
framhaldi af því tóku þau að sér að
reka hótelið. Segja má að kaupin á
húsnæðinu við Hafnarbyggð nú séu
söguleg: „Við tókum nefnilega í fyrsta
skipti bankalán í okkar rekstri núna,
þegar við keyptum húsið,“ sagði Gísli
Arnar Gíslason.
VOPNAFJÖRÐUR
Árný Birna Vatnsdal og Gísli Arnar Gíslason eiga Hótel Tanga á Vopnafirði.
Morgunblaðið/Skapti
Keyptu hótelhúsnæðið
Selasetur Íslands var formlega
stofnað 2005 með það að mark-
miði að efla náttúrutengda
ferðaþjónustu í Húnaþingi
vestra, vinna að eflingu sela-
skoðunar á svæðinu og standa
fyrir fjölbreyttum rannsóknum,
fræðslu og upplýsingamiðlun um
seli við Ísland.
Vatnsnesið er eitt besta sela-
skoðunarsvæði landsins. „Fólki
sem kemur í selaskoðun fjölgar
stöðugt og nú þegar hafa komið
til okkar meira en 27.000 gestir
í ár,“ segir Sigurður Líndal Þór-
isson, nýr framkvæmdastjóri
setursins. Nefna má, til saman-
burðar, að árið 2012 komu alls
10.754 við á Selasetrinu.
Skv. tölum Ferðamálastofu
komu 48,5% fleiri ferðamenn til
landsins í nýliðnum október
miðað við sama tíma í fyrra en
samsvarandi tala var 110% hjá
þeim Sigurði á Hvammstanga.
Rannsóknarstarfsemi Selaset-
ursins er líklega sá þáttur sem
almenningur verður minnst var
við en er þó einn sá mikilvægasti
að sögn Sigurðar.
Á ferðamálarannsóknarsviði
vinnur Leah Burns, sérfræðingur
í náttúrutengdri ferðaþjónustu
og starfsmaður Háskólans á
Hólum. Á sviði sem kennt er við
líffræðirannsóknir starfar hins
vegar Sandra Magdalene Gran-
quist, dýraatferlisfræðingur og
doktorsnemi frá Svíþjóð, starfs-
maður Veiðimálastofnunar. Báð-
ar hafa aðsetur hjá Selasetrinu.
„Granquist er sú eina sem
stundar selarannsóknir á Íslandi
að staðaldri. Ýmislegt sem þær
hafa gert hefur vakið athygli,
bæði hér heima og erlendis og
þær eru báðar á heims-
mælikvarða.“ Leah snýr senn til
síns heima, í Ástralíu, en í stað-
inn hefur verið ráðin bandarísk
kona sem flytur til Hvamms-
tanga með eiginmanni og barni.
„Stærsti óvissuþátturinn í
rannsóknum hér er að langt er
síðan síðast var gerð heild-
artalning á selastofnum við land-
ið,“ segir Sigurður en unnið er
að því að fá fjármagn til þess.
„Það er dálítið dýrt vegna þess
að fljúga þarf yfir alla strand-
lengjuna. Okkur finnst mikilvægt
að fara í þetta verkefni vegna
þess að samkvæmt hlutataln-
ingum sem við höfum gert virð-
ist vera að fækka í selastofn-
inum.“
Vatnsnesið eitt besta
selaskoðunarsvæðið
Selasetrið á Hvammstanga.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lóðir fyrir sjö einbýlishús og tvö parhús eru lausar
til umsóknar á Grímsstaðareitnum í hjarta Hvera-
gerðisbæjar. Í auglýsingu er athygli vakin á því að
veittur er 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum í ár.
Lausar lóðir í Hveragerði
Akureyrarbær hefur auglýst eftir verkefnastjóra til eins
árs, til að undirbúa og hafa umsjón með móttöku hóps
sýrlensks flóttafólks sem von er á til bæjarins. Starfið
verður 100% starf fyrri hluta ársins en 50% seinni hluta.
Taka á móti Sýrlendingum
HEFUROPNAÐSTOFU
Í KLÍNÍKINNIÁRMÚLA 9
Halla Fróðadóttir,
sérfræðingur í lýtalækningum
Sérgrein: almennar lýtalækningar,
fegrunaraðgerðir, fylliefni og botox
Tímapantanir í síma: 519 7000
Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Iceland · www.klinikin.is