Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 14
Landmannalaugar laða að fjölda ferðamanna á hverju einasta ári. Hátt í 120 þúsund sóttu svæðið heim 2011. Morgunblaðið/RAX Í upphafi 21. aldarinnar var ár- legur fjöldi erlendra ferða- manna, sem heimsótti Ísland, rúmlega 300 þúsund. Fimmtán árum síðar er árlegur fjöldi ferða- manna kominn yfir eina milljón og stefnir í tvær á næstu árum. Allur þessi fjöldi erlendra ferðamanna í bland við aukinn áhuga Íslendinga á hvers konar gönguferðum um landið kallar á aukið eftirlit með vinsælum gönguleiðum, forvarn- araðgerðum og mögulega stefnu- breytingu og stjórn inn á vinsæla ferðamannastaði. Einstefna á ákveðnum gönguleiðum hefur þar t.d. verið nefnd og þá gjarnan í umræðunni um Laugaveg, innan friðlands að Fjallabaki. Rauði listinn Umhverfisstofnun fylgist með og tekur út ástand friðlýstra svæða og hefur friðland að Fjallabaki verið um nokkurn tíma á rauða lista stofnunarinnar, þ.e. lista yfir svæði sem eru í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta til. Árið 2011 sóttu 145 þúsund manns Stór-Fjallabakssvæðið og þar af heimsóttu rúmlega 120 þús- und manns Landmannalaugar en gera má ráð fyrir að heimsóknum þangað hafi fjölgað milli ára. „Við byrjuðum í sumar að vinna endurbætur á Laugaveginum og munum halda áfram næsta sumar en gönguleiðin er á forgangslista hjá okkur eða sá hluti hennar sem er innan friðlands,“ segir Jón Björnsson, sérfræðingur og svæð- islandvörður hjá Umhverfis- stofnun. „Umræða um einstefnu á vin- sælum gönguleiðum eins og Laugaveginum er ekki komin á neitt stig hjá okkur enn. Ég býst þó við því að þegar við förum að vinna stefnumótun fyrir svæði eins og Fjallabak muni þessi umræða örugglega verða tekin upp þar og tekin verður afstaða til hennar.“ Vantar fjármagn Jón segir Umhverfisstofnun ekki hafa lokað gönguleiðum á öðrum forsendum en af öryggisástæðum og segir frekar ráðist í bráða- birgðaframkvæmdir en að loka vinsælum leiðum. „Eingöngu ef hætta er á slysum hefur stofnunin lokað svæðum. Þar sem ágangur er mikill eins og á svo kölluðum Laugavegshring, sem er mjög illa farinn, ráðumst við frekar í bráðabirgðaframkvæmdir. Það er hins vegar áhyggjuefni að ekkert lát er að fjölgun ferða- manna um svæðið á sama tíma og fjármagn til lagfæringa er lítið.“ Frá Landmannalaugum að Brennisteinsöldu er helst þörf á lagfæringum á Laugaveginum að sögn Jóns en eftir það minnkar álagið á leiðinni mikið. Má bæta öræfakenndina Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og á Lauga- veginum sjálfum. Ólafur Örn Har- aldsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum og forseti Ferðafélags Íslands, segir umræðu um örtröð á Laugaveginum vera orðum aukna en útilokar ekki þá hugmynd að koma á einstefnu á Laugaveginum. „Tjaldsvæði og skálapláss tak- marka þann fjölda sem gengur Laugaveginn á hverjum tíma og þetta eru ekki nema um 150 manns sem leggja í hann á degi hverjum. Borið saman við aðrar vinsælar gönguleiðir eins og Jak- obsveginn, vinsælar leiðir í Ölp- unum eða í Noregi er Laugaveg- urinn frekar fáfarin leið. Vissulega þarf alltaf að halda við stígum og kannski loka einhverjum slóðum tímabundið en almennt er ekki hægt að segja að mikil örtröð sé á Laugaveginum,“ segir Ólafur. „Laugavegurinn hefur verið rómaður fyrir einstakt landslag, kyrrðina og ósnortið víðerni. Ef við viljum bæta þessa öræfakennd má vel skoða það að setja ein- stefnu á leiðina og sjálfum finnst mér það alveg koma til greina.“ Umræða um einstefnu á fjöllum er ekki ný, þó hún sé okkur Ís- lendingum framandi. Mikilvægast af öllu er að sögn Ólafs að umræð- an sé byggð á staðreyndum og ekki verði tekin ákvörðun í óða- goti. FRAMTÍÐ VINSÆLLA GÖNGULEIÐA Á ÍSLANDI Einstefna á fjöllum KYRRÐ OG ÓSNORTIN VÍÐÁTTA HEFUR HEILLAÐ MARGA FERÐAMENN SEM SÆKJA ÍS- LAND HEIM EN NÚ ÓTTAST MARGIR AÐ FJÖLDI FERÐAMANNA SÉ FARINN AÐ SKEMMA BÆÐI UPPLIFUNINA OG NÁTTÚRUNA Á VINSÆLUM GÖNGULEIÐUM. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tjaldsvæðið í Landmannalaugum er að öllu jöfnu fullt yfir sumartímann þegar fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna sækir náttúruperluna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heilsa og hreyfing Bananar gegn stressi Morgunblaðið/Ásdís *Bananar hafa að geyma töluvert af B-vítamínum og þekkt er að vítamínið ró-ar taugarnar. Það er því gott ráð að fásér frekar einn banana, þegar stressiðer að fara með okkur, í stað þess aðnæla sér í súkkulaði eða annað nammi.Þá eru bananar bæði góðir og orku- miklir. Tilvalið snakk milli mála eða bara rétt fyrir æfinguna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.