Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Qupperneq 56
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2015
Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að einni hatrömmustu og
lengstu deilu rokksögunnar sé að ljúka: Guns N’ Roses séu að
koma aftur saman í upprunalegri mynd. Tónlistarvefsíðan Dish
Nation var fyrst með fréttina og hefur hana eftir áreiðanlegum
heimildum.
Upp úr sauð milli söngvarans W. Axl Rose og gítarleikarans
Slash árið 1996 og sá síðarnefndi gekk úr sveitinni. Síðan hafa
þeir varla talað saman en Dish Nation hefur heimildir fyrir því
að vopnahléi hafi nýlega verið komið á með fyrrgreindum
árangri. Gangi allt að óskum ættu langþyrstir aðdáendur Guns
N’ Roses að geta séð þá saman á sviði á næsta ári.
Guns N’ Roses er ein vinsælasta rokksveit sögunnar og hefur
selt meira en 100 milljónir platna. Rose hefur um langt árabil
verið eini upprunalegi meðlimur hljómsveitarinnar.
Slash á tónleikum í Laug-
ardalshöllinni á síðasta ári.
Morgunblaðið/Eggert
STÓRTÍÐINDI ÚR ROKKHEIMUM
Slash og Rose
saman á ný
Hinn sérlundaði
W. Axl Rose.
Reuters
Fræðsluráð Reykjavíkurborgar
samþykkti um miðjan nóvember
1980 að leyfa Alþýðuleikhúsinu að
sýna nýtt leikrit, Pæld-í-ðí, í
grunnskólum borgarinnar en við-
fangsefni leikritsins var eldfimt,
kynfræðsla. Fræðsluráð taldi hins
vegar, að þær sýningar ættu að
fara fram utan venjulegs kennslu-
tíma skólans og vera alfarið á veg-
um leikhússins. Fimm fulltrúar
samþykktu bókunina, einn var á
móti og einn sat hjá.
Fulltrúinn sem var á móti, Bragi
Jósepsson, sagði það hafa verið
vegna kafla í leikritinu sem fjallaði
um „kynvillu“. „Mér finnst, með
hliðsjón af því sem er að gerast hér
hjá okkur og annars staðar í heim-
inum, að allt í sambandi við kyn-
villu sé það viðkvæmt að nauðsyn-
legt sé að taka það fastari tökum
en gert er í þessu leikriti. Mér
finnst það vera meðhöndlað nokk-
uð léttilega fyrir utan það að þarna
eru augljósar rangfærslur sem ég
bendi á í bókuninni, t.d. það að
kynvilla sé ekkert vandamál, að-
eins eðlilegur hlutur. Fjölmargar
niðurstöður hafa bent til þess að
sjálfsmorðstíðni er há meðal kyn-
villtra einstaklinga. Vissulega er
það einnig rétt að inn í þetta
blandast árekstrar við samfélagið í
heild.“
GAMLA FRÉTTIN
Enga
kynvillu
Atriði úr umdeildu leikriti Alþýðuleikhússins, „Pæld-í-ðí“, fyrir 35 árum.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Guðný Halldórsdóttir
kvikmyndaleikstjóri
Marteinn Lúther
prestur og siðbótarmaður
Dóri DNA
fjöllistamaður
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Í fullkomnu
flæði
Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að
sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því
að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki
of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins.
Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhuga-
menn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á
hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður
þarf ekki einu sinni að eiga pott.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is