Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ÍMARK hefur valið Andra Þór Guð- mundsson, forstjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, sem markaðs- mann ársins 2015. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á árinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Andra Þór verðlaun- in við athöfn í Ásmundarsafni. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var kjörin Markaðs- maður ársins í fyrra og var í ár for- maður dómnefndar. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Andri Þór hafi náð miklum árangri með vörumerki Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar, sem flest hver hafi verið að auka hlutdeild á markaði þar sem samkeppni sé hörð og framboð mikið. Einnig segir að Andri Þór sé sannur leiðtogi í fyrirtæki sem þróar, framleiðir og flytur inn vörur sem snerta alla mögulega markhópa í þjóðfélaginu. Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór að viðurkenningin sé Ölgerðinni og honum mikils virði. „Hún er staðfesting á því faglega og öfluga markaðs- og sölustarfi sem unnið hefur verið á undanförnum ár- um sem hefur skilað okkur mikilli hlutdeildaraukningu og bættri arð- semi í rekstrinum.“ Forstjóri Ölgerðarinnar er markaðsmaður ársins ÍMARK Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Ásmundarsal. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,35% í nóvember samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. Það er tölu- vert meiri lækkun en spár greining- ardeilda höfðu gert ráð fyrir, en þær spáðu frá 0,2% lækkun til óbreyttrar vísitölu. Samkvæmt þessu mælist ársverðbólga nú 2,0%. Húsnæðisliðurinn var nánast eini liður neysluvísitölunnar sem hafði veruleg hækkunaráhrif í nóvem- ber. Sé litið til ársins í heild er verð- bólga án húsnæðis einungis 0,3%. Mest áhrif til lækkunar vísitöl- unnar hafði ferðaliðurinn, sem lækkaði vísitöluna um 0,19%, og matarkarfan sem lækkaði vísitöl- una um 0,10%. Í Morgunkorni Ís- landsbanka kemur fram að flugfar- gjöld til útlanda hafi nú lækkað um tæp 40% frá júlí og hjálpist þar að árstíðarsveifla, lækkun eldsneytis- verðs og styrking krónunnar, ásamt hugsanlegum áhrifum af aukinni samkeppni. Ósammála Seðlabankanum Í Markaðspunktum Arion banka er bent á að í mánuðinum hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,25% og boðaði áframhaldandi vaxta- hækkunarferli á næstu mánuðum og misserum vegna aukins verð- bólguþrýstings. Þrátt fyrir þennan verðbólgu- þrýsting bóli enn ekkert á verð- bólgunni, en hún sé nú 50 punktum undir markmiði. Það verði því að teljast líklegt að peningastefnu- nefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörð- unardegi, sem er 9. desember næst- komandi. Íslandsbanki segist í Morgun- korni sínu gera ráð fyrir að verð- bólga verði töluvert minni næsta kastið en spáð var af Seðlabank- anum fyrr í þessum mánuði. Raun- ar væntir Íslandsbanki þess að verðbólga verði undir 2,5% mark- miði Seðlabankans fram yfir mitt næsta ár, þótt Seðlabankinn hafi í spá sinni gert ráð fyrir að verð- bólga færi yfir markmið fyrir árs- lok. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólga Matarkarfan lækkaði í verði í nóvember frá fyrri mánuði. Verðbólgan undir spám  Ársverðbólga 2,0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.