Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Kjötkrókur. Hann gefur flottustu gjafirnar. Sesar Örn Harðarson Hurðarskellir, af því að hann er svo skemmti- lega aggressívur. Heimir Hákonarson Hurðaskellir, af því ég lék hann í jólaleikriti í grunnskóla. Ása Lind Birgisdóttir Kertasníkir, af því að þá fæ ég alltaf stærstu gjöfina. Ragnheiður Björk Harðardóttir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVER ER UPPÁHALDS JÓLASVEINNINN ÞINN? Auður Jónsdóttir sækir í eigin reynslu í nýrri bók sinni Stóri skjálfti. Sjálfsuppgötv- anir urðu kveikja ákveðinna þátta sem leiddu hana áfram í skrifunum en hún segir þessu sögu sína þó vera skáldskap. Bækur 48 Í BLAÐINU Ertu komin í jólaskap … eða ertu kannski týpan sem er í jólaskapi allt árið? Neinei … ekki er það nú allt árið … það er Eurovision og Airwaves inn á milli. Ég er að detta í jólaskap í þessum töluðum orðum enda ekki annað hægt í þessu veðri og birtunni sem fylgir þessari árstíð. Fékk vinkonu mína Chiöru Siracusa í fangið í morgun frá Möltu og hún er að sjá snjó í fyrsta skipti á ævinni og er eins og barn í þessu öllu saman, strýkur öllum snjó sem hún sér og elskar þetta í botn … þannig að nú er að gefa henni jóla- glögg og piparköku og sýna „the icelandic way“. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar hangikjöts- og rauðkálsilmurinn fyllir heimilið, undirbúningurinn er í hámarki og lesnar kveðjur í út- varpinu … þá eru jólin komin. Og jólabókin fullkomnar þetta svo auðvitað ásamt náttfötum, laufabrauði og malt&app í glasi. Áttu þér uppáhaldsjólalög? Endalaust mörg uppáhalds. Aðfangadagskvöld með Helgu Möller er yndi; Þrjú á palli hafa alltaf einhver tök á mér; Dansaðu vindur með Eivöru minni; ALLT með Hauki Morthens; Baggalútur; Mahalia; Sissel; Nat King Cole … Þú ert með jólatónleika í Grafarvogskirkju á laugardagskvöld. Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona stóra tónleika? Mesti undirbúningurinn felst í því að undirbúa sig andlega, fara í gegnum tónleikana í huganum, fara yfir texta, æfa með hljómsveit og söngvurum og auðvitað skipuleggja her- legheitin frá a til ö. En stærsti hlutinn er sá andlegi í morguns- árið og auðvitað staðgóður morgunverður og góður hlátur við og við. Áttu einhver góð ráð fyrir jólin til að forðast að verða stressinu alræmda að bráð? Voða gott að anda inn og út og einbeita sér að því sem skiptir máli. Ég er farin að venja mig á það að stoppa áður en ég hleyp, hendi einhverju í körfuna eða upp í mig og hugsa: „Skiptir þetta máli í stóru myndinni?“ Ef svarið er nei, þá er bara að sleppa þessu – auðvelt og einfalt. Svo er annað gott ráð að taka at- hyglina alveg yfir á umheiminn og horfa á hann af einbeitingu, fókusera á þá sem eru brosandi og í rólegu hamingjukasti, hugsa um þennan stóra heim sem við búum í og þakka fyrir það sem við eigum hér á Íslandi … sem er ALLT. Morgunblaðið/Árni Sæberg HERA BJÖRK SITUR FYRIR SVÖRUM Jólabókin fullkomnar Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Fjölbreytilega jólamarkaði má finna um allar trissur á aðvent- unni þar sem hægt er að kaupa jóla- gjafir, skraut, góð- gæti og fleira til. Fjölskyldan 30 Fæðuofnæmi hrjáir um 5% fólks og getur verið lífs- hættulegt. Allt að 30% fólks telja sig vera með fæðu- ofnæmi, samkvæmt bandarískri rannsókn og fer það fólk á mis við góðan mat og næringu. Heilsa 14 Gunnar Theodór Eggertsson hefur haft dálæti á hryll- ingssögum frá því hann var krakki. Hann langar að hræða nýjar kynslóðir með nýjustu bók sinni sem ber nafnið Drauga-Dísa Bækur 51 Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir syngur á tvennum tónleikum í Grafarvogs- kirkju á laugardag en tónleikana heldur hún ásamt umboðsmanni sínum Valgeiri Magnússyni. Meðal annarra sem koma fram á tónleikunum eru Eiríkur Hauksson, Aron Brink og Kristinn Sigmundsson auk maltnesku söngkonunnar Chiara Siracusa. Hera Björk verður gestur á fleiri uppákomum í desember, m.a. á Jólatónleikum Kórs Lindakirkju, Hátíð í bæ á Selfossi og á Jólatónleikum Karlakórs Kjalnesinga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.