Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 33
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Þegar tæknin er fullkomin lýturlistin í lægra haldi. Brian Eno tónskáld Indland mun, ef spár ganga eftir, fara fram úr Bandaríkjunum í netnotkun í byrjun desember á þessu ári. Bandaríkin sitja sem stendur í öðru sæti á lista yfir fjölda netnotenda en mikill vöxtur í netnotkun á Indlandi mun koma þeim þægilega fyrir í öðru sæti listans. Kína er sem fyrr í fyrsta sæti og ekki óeðlilegt að Indland komi þar fast á eftir enda tvær fjölmennustu þjóðir heims. Hátt í 402 milljónir Indverja munu nota netið daglega í byrjun næsta árs og miðað við öran vöxt netnotkunar gæti Indland nálgast þær 600 milljónir sem nota netið daglega í Kína. Snjallsímar eru sagðir vera helsta ástæðan fyrir aukinni net- notkun á Indlandi en 76 pró- sent fólks á aldrinum 18 til 30 ára í dreifbýli fara á netið í gegnum símann sinn. Í könnuninni, sem gerð er af Mobile Association of India, segir að það hafi tekið landið tíu ár að koma daglegri net- notkun úr 10 milljónum not- enda í 100 milljónir og þrjú ár að koma henni úr 100 millj- ónum í 300 milljónir. Með til- komu snjallsíma á viðráðanlegu verði hafi tekið innan við ár að koma netnotendum úr 300 milljónum í 400. Þróunin mun opna á marga áhugaverða möguleika bæði fyrir Indland og alþjóðleg fyrirtæki enda stór markaður að opnast. Indland í 2. sæti INDLAND ER AÐ RJÚKA FRAM ÚR BANDARÍKJUNUM Í DAGLEGRI NETNOTKUN MEÐ HÁTT Í 400 MILLJÓN NOTENDUR. Bættur aðgangur að netinu á Indlandi mun hafa veruleg áhrif enda hefur það sýnt sig að frjálst flæði upplýs- inga er alla jafna til góðs. Getty Images/iStockphoto Einstein - Eindir og afstæði heitir bók sem Hið íslenska bók- menntafélag gefur út en hún inniheldur tímamótagreinar Ein- steins frá árinu 1905. Þorsteinn Vilhjálmsson ritstýrir verkinu en greinarnar eru undirstöðurit í vísindum og tækni nútímans. Tímamótagreinar Einsteins LEIKJABÆKUR Tvær síð- ari af Minecraft Í haust komu út tvær bækur um tölvuleikinn Minecraft, Byrjenda- handbókin og Rauðsteinahand- bókin en nú er komið út framhald; tvær til viðbótar; Byggingar- handbókin og Bardagahandbókin. Minecraft leikirnir hafa notið mikilla vinsælda og ekki síður hafa bækur um leikina selst vel. Mine- craft þykir einkar skapandi þar sem leikurinn snýst að stórum hluta um að byggja og þá hreinlega hvað sem er; hvort sem er hús, sjóræningja- skip eða tívolítæki, en í bókinni eru það félagar í Minecraftbyggingar- hópnum FyreUK sem gefa góð ráð og nákvæmar leiðbeiningar fyrir leikjaspilarana. Það er Forlagið sem gefur bæk- urnar út. 444 9911 - hjalp@taeknisveitin.is - www.taeknisveitin.is Leyfðu okkur að aðstoða! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Viltu taka þátt í sjónvarpsbyltingunni?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.