Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Side 45
inn sagði mér frá því þegar hann
var á fundi fyrir um fimm árum þar
sem stjórnendur túrtappahluta fyr-
irtækisins voru að gefa skýrslu og
ræða um stefnu fyrir stjórnina.
Einn stjórnarmanna tók hann þá til
hliðar og spurði hvort þeir væru
örugglega ekki með eina konu sem
gæti heldur rætt um þetta. Hann
skoðaði yfirstjórnina hjá sér og sá
að það voru um 80% stjórnenda
karlar en 99% viðskiptavinanna
voru konur. Hann ákvað að gera
eitthvað í málunum og hóf að tala
um þetta á öllum fundum hversu
mikilvægt það væri að konur fengju
framgang innan fyrirtækisins og
það skilaði sér í fleiri konum í
stjórnendastöðum og betri fjárhag,“
segir Lipman.
Vandamálin blasa
ekki við þeim
„Konur eru alltaf að tala við konur
og karlmennirnir vita því ekki hvað
klukkan slær,“ segir hún. „Þeir vita
ekki hver vandamálin eru. Málin
sem blasa við konum eru ekki aug-
ljós körlum. Eins og sumt af því
sem ég skrifa um í greininni, til
dæmis hversu erfitt það er fyrir
konur að biðja um stöðuhækkun
eða láta hlusta á sig á fundum,
þetta sem konur þekkja svo vel,
hafði körlunum aldrei dottið í hug
áður. Viðurkenning á vandamálinu
er fyrsta skrefið. Ómeðvitaðir for-
dómar okkar eru stórt vandamál og
við verðum að vera meðvituð. Kon-
ur eru líka með fordóma gagnvart
konum,“ segir Lipman.
Eftir greinaskrifin er algengara
að Lipman tali fyrir blandaða
kynjahópa.
„Ég flutti nýlega fyrirlestur í
risastórri lögfræðistofu og eftir á
rétti maður upp hönd. Hann lýsti
reynslu sinni af skýrsluvinnu í fyr-
irtækinu þar sem kona hafði borið
hitann og þungann af vinnunni en
karlmaður í hópnum hefði síðan
kynnt skýrsluna og fengið allan
heiðurinn. Hann sagðist ekki hafa
áttað sig á þessu fyrr, en allar kon-
urnar kinkuðu kolli á meðan. En
fyrir honum var eins og kveikt
hefði verið á ljósaperu.“
Hún segir einhver að stærsti
munurinn á Íslandi og Bandaríkj-
unum sé fæðingarorlofið. Margar
konur í Bandaríkjunum hrökklist af
vinnumarkaði og nái aldrei sömu
stöðu aftur. „Það má ekki gleyma
því að lítil börn vaxa úr grasi. Ég
vil hvetja fyrirtæki til þess að
muna það. Ég á svo margar vin-
konur sem áttu góðan starfsferil en
tóku skref til baka þegar börnin
voru lítil. Núna er þau orðin eldri
og þær hafa svo mikið að gefa en
það er enginn til að taka við allri
þessari orku.“
Í Bandaríkjunum eru það tækni-
fyrirtæki eins og Google og Face-
book sem hafa tekið af skarið og
bjóða uppá borgað orlof. „Þingið
myndi aldrei samþykkja fæðing-
arorlofslög, það mun aldrei gerast.
Tæknifyrirtækin eru að keppa um
bestu konurnar og reyna því að
bjóða betri kjör því þau þurfa fleiri
konur. Þetta minnir á vopnakapp-
hlaup.“
Bók hennar kemur út hjá Willi-
am Morrow árið 2017.
„Ég held að Ísland verði einn af
áhugaverðustu þáttunum í bókinni.
Það var mikið skrifað um landið í
erlendu pressunni snemma árs
2009 en það hefur lítið sést síðan.
Ég held að saga Íslands sé mjög
áhugaverð, hvernig þið náðuð þess-
um árangri. Ég held að heimurinn
geti lært mikið af Íslandi.“
ástæða launamunarins var að færri
konur fengu stöðu meðeiganda en
karlar af þeim sem komust svona
hátt upp. Ennfremur að þeir karl-
menn sem fengu ekki þessa æðstu
stöðu hótuðu að hætta og fengu í
kjölfarið háar bónusgreiðslur en
konurnar sem var hafnað hugsuðu
með sér að þær væru ekki nógu
góðar og ákváðu að leggja harðar
að sér.
En hefðu hlutirnir farið eins ef
konurnar hefðu hótað að hætta?
Það er ekki víst, segir Lipman.
„Konum er oft refsað fyrir að sýna
karlmannlega eiginleika. Sama
tækni virkar ekki endilega fyrir
konur.“
Hættið að vera í vörn
Þetta verður tekið fyrir í væntan-
legri bók hennar, sem hún vonast
til að verði lesin af karlmönnum.
„Eitt af því sem ég vonast til að
svara í bókinni sem ég er að skrifa
er hvernig við náum karlmönnum í
þetta samtal. Hvernig fáum við
menn til að skilja að þetta er þeirra
mál, þetta er ekki mál kvenna ein-
vörðungu heldur allra. Mig langar
til að fá þá til að ræða málin og
hætta að vera í svona mikilli vörn
þegar jafnréttismál ber á góma.“
Sunnudagsblaðið hitti Lipman á
nýliðinni kvennaráðstefnu í Hörpu,
þar sem hún stjórnaði umræðum.
Ráðstefnan var þó ekki eina
ástæða þess að Lipman var á land-
inu heldur líka það að hún tekur
Ísland sérstaklega fyrir í bókinni.
„Í bókinni skrifa ég út frá grein-
inni og skoða líka fyrirtæki og stofn-
anir sem eru að reyna að leiðrétta
kynjahallann hjá sér,“ segir Lipman,
sem skoðar m.a. Google, Facebook
og Harvard Business School. „Ég
nota viðtöl og akademískar rann-
sóknir í bókinni til stuðnings máli
mínu en ég ætla fyrst og fremst að
segja sögur, af karlmönnum, fyr-
irtækjum og stofnunum.“
Til viðbótar ákvað hún að rann-
saka Ísland, landið sem er með
minnsta kynjahallann á lista WEF.
„Ég fór að skoða Ísland og fannst
áhugavert að kreppan var af völdum
karlmanna að mestu og eftir kreppu
tóku konurnar við, ólíkt því sem
gerðist í Bandaríkjunum. Þetta
hreyfði við mér og mig langaði að
sjá hvernig þetta land liti út.“
Og hvernig lítur það út?
„Því miður ekki eins öðruvísi og
ég bjóst við. Fólk virðist reyndar
tala frjálslegar um kyn en í Banda-
ríkjunum og það er kynjuð fjár-
lagagerð hjá ríkinu sem er jákvætt.
En breytingin virðist ekki hafa fest
rætur og nú minna þeir sem eru
við völd mjög á þá sem stjórnuðu
fyrir hrun,“ segir hún.
Karlmenn þurfa að
aðlagast konum
„Ástæða þess að ég vildi skrifa
þetta fyrir karlmenn er að karlar
stjórna heiminum og stjórna fyr-
irtækjum og konur eru alltaf að
passa hvað þær segja og hvernig
þær klæða sig því þær eru alltaf að
laga sig að heimi karlmanna.
Punkturinn hjá mér er að karlmenn
þurfa að aðlagast okkur rétt eins og
við þeim. Þetta er tvístefna. Það er
svo miklu meira sem þeir geta gert
og ég reyni að koma þeim að borð-
inu svo þeir skilji það og verði með-
vitaðir. Og þegar þeir verða meðvit-
aðir geta þeir haft svo mikil áhrif,“
segir hún og tekur dæmi frá stóru
bandarísku fyrirtæki sem heitir
Kimberly-Clark. Fyrirtækið selur
ýmsar hreinlætisvörur og m.a. Ko-
tex-túrtappa. „Framkvæmdastjór-
Joanne Lipman er rithöfundur,
blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri.
Hún hefur reynslu af viðskiptaheim-
inum og vill að fyrirtæki opinberi
kynbundinn launamun sinn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
* Ef kona talar á fundi færhún jafnvel ekki viðbrögð enkarlmaðurinn við hliðina á henni
segir sama hlutinn nokkrum
mínútum síðar og þá er hlustað.
Þetta hefur komið óteljandi
sinnum fyrir mig og ég held að
allar konur hafi upplifað þetta.
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45