Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Fimm norrænir nútímatónlistarhópar leika á jafnmörgum tónleikum í Norðurljósum Hörpu í dag, laugardag, en hverjir tónleikar eru um 50 mínútur að lengd. „Verkefnavalinu er ætlað að sýna hvern hóp í sínu besta ljósi, en leikin verða glæný sem og eldri nútímaverk,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum, en þar kemur fram að hóparnir fimm séu úr fremstu röð. Caput frá Íslandi ríður á vaðið kl. 13 og leikur verk eftir m.a. Hjálmar Ragnarsson og Huga Guðmundsson. Norbotten NEO frá Svíþjóð leikur kl. 15 verk eftir m.a. Kaija Sa- ariaho og Per Mårtensson. Cikada frá Noregi leikur kl. 17 verk eftir m.a. Jon Øivind Ness. Esbjerg Ensemble frá Danmörk leikur kl. 19 verk eftir m.a. Hans Abrahamsen og defunensemble frá Finnlandi rekur lestina kl. 21 og leikur verk eftir m.a. Hikari Kiyama. NÚTÍMATÓNLISTARHÓPAR NORÐURLJÓS Tónlistarhópurinn Caput leikur kl. 13 í dag. Morgunblaðið/Ómar Stjórnandi tónleikanna í Langholtskirkju í dag, laugardag, er Gunnsteinn Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Há- skólakórinn flytja Finlandiu eftir Jean Sibelius í Langholtskirkju í dag, laugardag. kl. 17. „Verkið er eitt vinsælasta verk tónskáldsins og óopinber þjóðsöngur Finna, enda var hann óspart leikinn í sjálfstæðisbaráttu finnsku þjóðarinnar á fyrstu áratugum 20. aldar,“ segir m.a. í tilkynningu. Sólveig Steinþórsdóttir leikur einleik í fiðlukonsert Sibeliusar, en Sólveig stundar nú framhaldsnám í fiðluleik við Listaháskólann í Berlín. „Þá leikur hljómsveitin 1. sinfóníu Si- beliusar, eitt magnaðasta hljómsveitarverk sem samið var í Evrópu um aldamótin 1900.“ Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 150 ára af- mæli Sibeliusar. UNGFÓNIA OG HÁSKÓLAKÓR FINLANDIA Heimildamynd Páls Stein- grímssonar og Lárusar Ýmis Óskarssonar um kirkjutónlist á Íslandi verður sýnd í Kamesinu á 5. hæð í menningarhúsinu Grófinni á morgun, sunnudag, kl. 15. Í myndinni er stiklað á stóru í íslenskri kirkju- tónlistarsögu. „Fjölmörg dæmi eru tekin um kirkjusöng og kirkju- tónlist svo langt sem skráðar heimildir geta. Eins eru valdir kaflar úr klassískri kirkju- tónlist sem hér hefur verið flutt og helgi- tónlist íslenskra tónskálda,“ segir í tilkynn- ingu. Þulur í myndinni er Kristinn Sigmundsson söngvari. Myndin tekur 53 mín- útur í sýningu ÍSLENSK KIRKJUTÓNLIST HEIMILDAMYND Páll Stein- grímsson Menning Á rið 1932 flutti ungur listaverka- safnari að nafni Emanuel Hoff- mann hikandi tölu við opnun sýningar á verkum samtíma- listamannsins Hans Arp í lista- safninu í Basel í Sviss. Hoffmann og Maja eiginkona hans tóku ung að safna samtímalist, áttu á þessum tíma um 120 málverk og skúlp- túra, og Hoffmann sagðist hika við að tjá sig um verk Arp sem hann leit á sem „glímu við að túlka kjarnann“. Og það er einmitt það sem skapandi listamenn á hverjum tíma fást við, þeir glíma við að fanga kjarna tilverunnar og hafa frelsið, víðsýnina og sköpunarkraftinn til að geta það. Í og með þess vegna ber sið- uðuðum samfélögum að gera öllum kleift að hafa aðgang að verkum bestu og áhugaverð- ustu listamannanna, sama í hvaða miðil þeir vinna, að fræða um og miðla þeim, merking- unni, átökunum og tilganginum; því listin speglar og endurskapar í hinum fjölbreytileg- ustu myndum lífið sem við lifum. Hoffmann hjónin tilheyrðu einni helstu lyfjasamsteypu vesturlanda, þá og nú, Hof- mann – La Roche, sem setur óneitanlega mikinn svip á Basel samtímans þar sem „húsarkitektar“ fyrirtækisins, Herzog & de Meuron, hafa hannað margar svipmiklar en umdeildar byggingar þess og þar á meðal skrifstofubyggingu sem rís nú hátt yfir Basel- borg. En þau hjónin voru líka meðvituð um ábyrgð safnara og efnaðra fyrirtækja; að þeim bæri ásamt hinu opinbera að mennta samborgarana og auðga líf þeirra með góðu aðgengi að skapandi samtímalist í hinum ýmsu miðlum. Og þegar Emanuel Hoffmann lést sviplega í bílslysi þetta ár, 1932, aðeins 36 ára gamall, stofnaði ekkjan stofnunina Em- anuel Hoffmann Stiftung, í minningu eigin- mannins „og þjónustu hans við samtímalistir“. Hún gaf sem „útsæði“ sjö myndverk, þar á meðal eitt eftir Max Erst sem eiginmaðurinn hafði haldið mikið upp á. Og skyldu öll verk sem stofnunin keypti ætíð vera aðgengileg al- menningi í safni borgarinar. Hin samfélagslega ábyrgð Tíminn hefur liðið, ekkjan er löngu látin en nú stýrir dótturdóttir hennar og nafna Em- anuel Hoffmann Stiftung sem hefur haldið áfram að kaupa samtímalistaverk í meira en áttatíu ár. Og stór hluti verkanna hefur verið til sýnis í listasafni borgarinnar, eins og Maja Hoffmann ætlaðist til, en ekki bara þar. Árið 1980 var annað safn opnað, Museum für Gegenwartskunst, og til sýnis voru verk úr eigu stofnunarinnar sem átti þá 230 myndlist- arverk af ýmsu tagi, eftir marga nafntog- uðustu listamenn aldarinnar. Og konurnar héldu áfram að kaupa verk fyrir samfélagið; risastórum útiskúlptúr eftir Richard Serra (sem skapaði Áfanga í Viðey) var komið fyrir í almenningsgarði og 1989 keypti stofnunin hina frægu innsetningu Dieters Roth, Sjálfs- turn; Ljónaturn, sem listamaðurinn vann að á árunum 1969-1998. Innsetningin er í húsi gegnt Museum für Gegenwartskunst; rekkar með ótal sjálfsmyndum listamannsins úr súkkulaði og sykri sem eru að gefa eftir undir fargi tímans. Við að skoða þetta furðulega og heillandi verk kemst íslenskur gesturinn ekki hjá því að hugsa hvað ef í Reykjavíkurborg væri líka til áhrifamikil innsetning eftir Dieter Roth, eða hægt væri að ganga að verkum hans í safni hér hvenær ársins sem er. En sú er alls ekki raunin; þótt hann hafi búið og starfað í báðum þessum borgum, Basel og Reykjavík, þá hafa aðeins stjórnvöld eða íbúar annarrar borgarinnar haft vit eða ráð á að eignast slík verk eftir þennan lykilmann í samtímalistinni á seinni hluta 20. aldar. Og íbúar Basel hafa notið þess menningar- auka og samfélagslegu ábyrgðar sem birtist í stuðningi efnaðra einstaklinga og fyrirtækja við listalífið sem sjá má um alla borgina, og ekki bara í framlagi Emanuel Hoffmann- sjóðsins. Á Íslandi hefur slíkt fólk verið til, má nefna Ragnar í Smára sem gaf Listasafni alþýðu stóran hluta sinna verka til að Íslend- ingar hefðu aðgang að þeim fjársjóðum – sem því miður er þó hvergi að sjá á einum stað allan ársins hring. Og undantekningarnar eru fleiri, má nefna stuðning Listasjóðs Dungal við unga myndlistarmenn og markvissan stuðning GAMMA við listir; fyrirtækið styður starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kaupir talsvert af myndverkum. Og hefur eins keypt verk af rithöfundi til að gefa út og leyfðu margir sér af sérkennilegri þröngsýni að mótmæla samstarfi höfundarins við fyr- irtækið, þótt erfitt sé að sjá mun á því hvort höfundur skrifi texta fyrir fyrirtæki, það kaupi ljósmyndaverk eða panti tónverk af tónskáldi, sem gerist þó stundum. Hitt er þó því miður algengara hér í ver- stöðinni Íslandi að einstaklingar og fyrirtæki átti sig ekki á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar, eins og hún birtist í stuðningi við listirnar. Í höfuðstöðvum samtaka útvegs- manna hafði ég til að mynda fyrir löngu séð tilkomikil málverk eftir Gunnlaug Scheving af sjómönnum, sem forsvarsmenn þeirra höfðu af framsýni keypt og prýða húsakynni þeirra. Þegar ég sá síðan á sýningu á Kjarvals- stöðum langt og tilkomumikið málverk af ís- lenskum fiskum á sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar, eins af mikilvægustu lista- mönnum þjóðarinnar, hafði ég samband við TILKOMUMIKIL LISTAVERKAEIGN EMANUEL HOFFMANN STIFTUNG SÝND Í BASEL Styðja listamenn í glímu við kjarnann Í LISTASÖFNUM BASEL-BORGAR Í SVISS GETUR AÐ LÍTA FJÖLBREYTILEG SAMTÍMAVERK SEM EINKASTOFNUN HEFUR Í RÚM ÁTTATÍU ÁR SAFNAÐ OG AFHENT SÖFNUNUM, ÞAR Á MEÐAL HINU EINSTAKA SCHAULAGER. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Emanuel Hoffmann-Stiftung á eitt viðamesta úrval verka eftir Bruce Nauman sem sjá má á einum stað. Hér má einnig sjá myndverk eftir John Baldessari og Joseph Beuys á sýningunni í Schaulager. Ljósmynd/Tom Bisig Verkið Das Meer, 1. Teil, eftir Dieter Roth frá 1968, er á veggspjaldi sem kynnir sýninguna. Ljósmynd/Martin P. Bühler Á neðri hæðum Schaulager eru settar upp hefðbundnar sýningar en á eftri hæðunum eru „geymslur“ fyrir umfangsmiklar innsetningar. Ljósmynd/Adrian Fritschi Ljósmynd/Ruedi Walti „Listaverkageymslan“ Schaulager var opnuð 2003 og er verk arkitektanna Herzog & de Meuron.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.