Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 9

Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 9
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Þeir voru önnum kafnir við unsirbúning flugeldasölunnar, en gáfu sér þó tíma til að líta upp, rétt sem snöggvast. A myndinni eru frá vinstri: Frímann Grímsson, formaður Stakks, Aðalsteinn Olafsson, Höskuldur Björnsson og Ólafur Bjarnason, formaður flugeldanefndar. Nú getur fðlk skotið „sínum mönnum upp“ - Stakksmenn verða eð venju með sína árlegu flugeldasölu Björgunarsveitin Stakk- ur heldur að venju hina ár- legu flugeldasölu og hefst hún að þessu sinni laugar- daginn 27. desember kl. 13, og verða sölustaðirnir þrír. Fyrst er að nefna Stakks- húsið að Iðavöllum 3d, þar sem viðskiptavinum og öðrum áhugamönnum gefst kostur á að skoða tæki sveitarinnar. Hinir stað- irnir verða Víkurbæjar- húsið við Hafnargötu og við Fiskiðjuna á mótum Keflavíkur og Njarðvíkur. Boðið verður upp á heitt kaffi á öllum stöðunum. Að sögn þeirra björgun- arsveitarmanna verðurfjöl- breytt úrval af flugeldum og blysum á boðstólum núna - en þeir hafa keypt inn frá þremur aðilum að þessu sinni. A einni gerð flugelda verða myndir af helstu forystumönnum í bænum og nokkrum sem komið hafa við sögu á árinu, og geta viðskiptavin- ir því skotið „sínum mönn- um upp“, hvort sem um andstæðing eða samherja er að ræða. Mikil- vinna liggur að baki flugeldasölu sem þess- ari, sem er ein helsta tekju- öflun björgunarsveitarinn- ar tii tækjakaupa, og kváð- ust þeir Stakksmenn von- ast til að Suðurnesjamenn beindu viðskiptum sínum til þeirra eins og á undan- förnum árum. Þá vildu þeir koma því á framfæri við fé- laga í björgunarsveitinni, að þessu sinni yrði unnið eftir tímatöflu við ílugelda- söluna. - bb. Keflavík - Sími 2300 Panasonic VIDEOTÆKI FERÐATÆKI (10 teg.) RYKSUGUR ÖRBYGLJUOFNAR HLJÓMTÆKI Hágæða hljóm- tækjasamstæður SJÓNVÖRP FERÐATÆKI HLJÓMTÆKI VIDEOTÆKI £ WJAPIS hf. iKeflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.