Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 22

Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 22
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Zoo í Sandgerði Föstudagskvöld eitt í síð- asta mánuði heimsótti blaðamaður Víkur-frétta unglingaskemmtistaðinn ZOO í Sandgerði, en þessi skemmtistaður er í sam- komuhúsinu þar í bæ. Blaðamaður tók nokkra hressa krakka tali og birt- ist árangurinn af því hér á eftir. í Sandgerði hefur verið stofnuð hljómsveit undir nafninu ,,MAXIUM“ þannig að það virðist vera mikil gróska í hljómsveita- starfsemi á Suðurnesjum um þessar mundir. Við munum gera „MAXIUM“ góð skil í Smástund eftir áramót. Ef einhverjar fleiri hljómsveitir eru starfandi á Suðurnesjum þá eru með- limir þeirra hvattir til að skrifa þættinum bréf. Við skulum ekki hafa þetta mikið lengra, heldur skulum við skella okkur út í spjallið við krakkana úr Sandgerði. 1. Guðmundur Skúlason, 13 ára. -Er gaman á diskótekum hérna í Sandgerði? „Já, já, það er ágætt.“ -Finnst þér vera gert nógu mikið fyrir ungling- ana hérna í Sandgerði í fél- agsmálum? „Já, ég held að það sé bara gott félagslíf hérna.“ -Hvað gerir þú í þínum tómstundum? frístundum? „Það er svo margt. Eg er í hljómsveit sem heitir Max- ium og ég er oftast að æfa fyrir hana.“ -Ert þú í einhverjum klúbb hérna í Sandgerði? „Nei.“ -Hvernig er að búa í Sandgerði? „Bara gott.“ JÓLABLAÐ VÍKUR-FRÉTTA 5000 EINTÖK Jóla- og nýárskveðju sendi ég nemendum mínum, með ósk um að þeim gangi áuallt sem best á uegum og strœtum þeirrar umferðar sem bíður þeirra. Magnús Þór, ökukennari Vinsæla dömu- og herra- línan er komin. Gleðileg jól SNYRTISTOFAN Hafnargötu 49 - Keflavík Hæ, hæ, hæ. Þá er þátturinn byrjaður aftur og er núna í miklu jólaskapi, þó efnið sé ekkert jólalegt, enda öllu því efni sem átti að vera í þættinum skilað inn fyrir I. desem- ber. En við munum reyna að hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er. Frá upphafi þáttarins (fyrsti þátturinn var 13. mars 1986) hefur honum borsit tvö bréf og er þetta mikið afrek hjá lesendum Smástundar. Annað bréfið var bara röfl og rugl frá fyrrverandi skólastjóra Gerðaskóla, en hitt bréfið kom frá frístundaáhugamanni úr Vogunum, þannig að þetta er mikið afrek hjá lesendum , eins og áður sagði. Það hefur verið komið víða við frá upphafi, þó að ekki hafi öllum sveitarfélögunum verið gerð skil, en betra er seint en aldrei. Eg ætla að leyfa mér að telja upp það sem SMASTUNDIN hefur boðið lesendum sínum upp á: Flippótek í Gerðaskóla, viðtal við Vogamann, sagt frá árs- hátíðum í Keflavík og Njarðvík, viðtöl við þrjá útskriftar- nema úr Holtaskóla í Keflavík, viðtal við íþróttamann úr Garðinum og núna verður viðtal við hljómsveitina FIKT úr Keflavík, spjallað við krakka í Zoo í Sandgerði og margt fleira. Við hittumst vonandi hress á næsta ári, það er að segja ef ég fæ ekki uppsagnarbréf um áramótin. Að lokum, takk fyrir móttökurnar og reynið nú að slá bréfametið sem þið settuð í ár. Bless, bless, ykkar vinur - Hilmar. 2. Jón Sveinn Björgvinsson, 13 ára. -Er gaman hér í kvöld? „Já, já, það er ágætt.“ -Finnst þér vera gert nógu mikið fyrir unglinga hérna í Sandgerði? „Það er gert alveg nógu mikið, finnst mér.“ -Hvað gerir þú í þínum frístundum? „Það er svo misjafnt.“ -Hvernig er að búa í Sandgerði? „Það er mjög gott.“ 3. Linda Björk Ársælsdóttir, 13 ára. -Finnst þér vera gaman hér í kvöld? „Það er alveg æðislega gaman.“ -Finnst þér vera gert nógu mikið fyrir unglinga hérna í Sandgerði? „Já, já, þetta er fint, eins og það er.“ -Hvað gerir þú í frístund- um þínum? „Eg spila handbolta og er í frjálsum íþróttum. Svo er ég bara að leika mér.“ -Ert þú í einhverjum klúbb hérna í Sandgerði? „Já, ég er í kjaftaklúbb og saumaklúbb. Við erum 5-6 í kjaftaklúbbnum.“ -Finnst þér gaman að búa í Sandgerði? „Já, mjög gaman.“ 4. Gyða Björk Guðjónsdótt- ir, 14 ára. -Er gaman? „Já, já, og tónlistin er góð.“ -Finnst þér vera gert nógu mikið fyrir unglinga hérna í Sandgerði? „Það mætti vera mikið meira um opin hús og svo- leiðis lagað.“ -Hver eru aðal áhuga- mál þín? „Þau eru handbolti, fót- bolti og svo hef ég líka mik- inn áhuga á dýrurn." -Ert þú í klúbb hérna í Sandgerði? „Já, ég er í kjaftaklúbb.“ SMÁSTUND UMSJÓN: Hilmar B. Bárðarson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.