Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 23

Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 23
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fiktað við Fiktarana Hljómsveitin Fikt í viðtali við Smástund I Kcflavík er starfandi hljómsveit sem ber hið skemmtilega nafn FIKT. Blaðamaður hafði lengi fiktað við það að taka viðtal við Fiktarana, og núna fyrir stuttu skellti hann sér í þá og tók þá tali. Er blaðamaður kom á staðinn voru þeir að fíkta við gítaræfíngar. Hér fáið þið að sjá árangurinn af viðtalinu: Eruð þið ekki í jólaskapi? „Við erum alltaf í jólaskapi, er það ekki strákar?“ Hvað hefur hljómsveitin spilað lengi saman? „Hljómsveitin FIKT hefur spilað saman í 4-5 mánuði. Hún var stofnuð upp úr hljóm- sveitinni „UNDIR ÁHRIF- UM“, en við erum alltaf að skipta um söngvara, þeir eru alltaf að koma og fara“ Hvar komið þið aðallega fram? „Við höfum komið tvisvar fram á vegum skólans. Við ætlum að reyna að komast á jólahátíðina í Stapa“. En, strákar, hvaðan eruð þið, ekki eruð þið allir úr Kefla- vík? „Við erum allir gallharðir Keflvíkingar og erum stoltir af því“. Stundið þið nám í tónmenn- un í skólanum? „Við erum allir að læra tón- mennt, nema söngvararnir, þeir eru svo góðir“. Nú á hljómsveitin ekki iang- an feril að baki, en þið eigið samt eitt lag á hljómplötu, hvaða lag er það og á hvaða plötu er lagið? „Lagið heitir „KOMIÐ í STUÐIГ og er á hljómplöt- unni SKÝJABORGIR sem gefin var út núna í haust“. Hvernig er það, strákar, sló lagið ekki í gegn um leið og það kom út á plötu? „Ja ... náði það ekki 6. sæti. Fiktararnir miklu í Upptökuheimili Geimsteins. . . það náði 7. sæti á vinsælda- lista Holtaskóla núna í vetur“. En vitiði til þess að lagið hafi verið spilað í útvarpið? „ . . . Nei . . . “ Hver samdi lagið vinsæla af pltunni? „Það voru þeir Bergur, Björn og Júlli“. Nú hafa flestar „skólahljóm- sveitir“ sér einhverjar fyrir- myndir, er málum þannig hátt- að hjá ykkur? „Fyrirmyndir? Ætli það séu ekki U2 og bíddu . . A-HA og gamlar rokkhljómsveitir“. Hvaða æfingaaðstöðu hafíð þið, strákar? „Við höfum aðstöðu hérna í Upptökuheimili Geimsteins". Ætlið þið að halda áfram í hljómsveitarbransanum þegar þið verðið „stórir“? „Að sjálfsögðu, Raggi ætlar að gerast 12” sérfræðingur". Nafn hljómsveitarinnar, hvers vegna Fikt? „Það datt út úr Birni, fyrr- verandi trommuleikara hljóm- sveitarinnar". Nú hefur hljómsveitin líka gengið undir því nafni, eða fólk allavega haldið, að hún héti AS, hvers vegna? „Það er vegna þess að tveir strákar héðan úr Keflavík vildu fá að syngja á diskóteki og þeir hétu Albert og Silli, þess vegna kom nafnið AS til sögunnar, við vorum bara undirleikarar á þessum tón- leikum“. Eitthvað að lokum? „Já, við viljum að bærinn komi upp palli hér í Keflavík til þess að hljómsveitir geti komið fram og spilað. Ef að- staðan væri fyrir hendi, þá myndu örugglega fleiri hljóm- sveitir spretta upp hérna í Keflavík og fara að Fikta við það að spila". Gleðileg jól. HBB. Jólagjöfina færðu í LOFTVOG Sígild herragjöf Kertastjakar og vasar IRISH COFFEE LAMPAR - glös og rör -mikið úrval Vísdóms-uglan jóla- eða stúdentsgjöf OSTABAKKAR og SKÁLAR - margar gerðir Handunnarenskar brúður, framleiddar af Julian Froggett ^ísjbií&cj jóí ocj j-ax±æll ízonaAi á%. ópökdu m (JióiAijatin.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.