Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 23
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fiktað við Fiktarana Hljómsveitin Fikt í viðtali við Smástund I Kcflavík er starfandi hljómsveit sem ber hið skemmtilega nafn FIKT. Blaðamaður hafði lengi fiktað við það að taka viðtal við Fiktarana, og núna fyrir stuttu skellti hann sér í þá og tók þá tali. Er blaðamaður kom á staðinn voru þeir að fíkta við gítaræfíngar. Hér fáið þið að sjá árangurinn af viðtalinu: Eruð þið ekki í jólaskapi? „Við erum alltaf í jólaskapi, er það ekki strákar?“ Hvað hefur hljómsveitin spilað lengi saman? „Hljómsveitin FIKT hefur spilað saman í 4-5 mánuði. Hún var stofnuð upp úr hljóm- sveitinni „UNDIR ÁHRIF- UM“, en við erum alltaf að skipta um söngvara, þeir eru alltaf að koma og fara“ Hvar komið þið aðallega fram? „Við höfum komið tvisvar fram á vegum skólans. Við ætlum að reyna að komast á jólahátíðina í Stapa“. En, strákar, hvaðan eruð þið, ekki eruð þið allir úr Kefla- vík? „Við erum allir gallharðir Keflvíkingar og erum stoltir af því“. Stundið þið nám í tónmenn- un í skólanum? „Við erum allir að læra tón- mennt, nema söngvararnir, þeir eru svo góðir“. Nú á hljómsveitin ekki iang- an feril að baki, en þið eigið samt eitt lag á hljómplötu, hvaða lag er það og á hvaða plötu er lagið? „Lagið heitir „KOMIÐ í STUÐIГ og er á hljómplöt- unni SKÝJABORGIR sem gefin var út núna í haust“. Hvernig er það, strákar, sló lagið ekki í gegn um leið og það kom út á plötu? „Ja ... náði það ekki 6. sæti. Fiktararnir miklu í Upptökuheimili Geimsteins. . . það náði 7. sæti á vinsælda- lista Holtaskóla núna í vetur“. En vitiði til þess að lagið hafi verið spilað í útvarpið? „ . . . Nei . . . “ Hver samdi lagið vinsæla af pltunni? „Það voru þeir Bergur, Björn og Júlli“. Nú hafa flestar „skólahljóm- sveitir“ sér einhverjar fyrir- myndir, er málum þannig hátt- að hjá ykkur? „Fyrirmyndir? Ætli það séu ekki U2 og bíddu . . A-HA og gamlar rokkhljómsveitir“. Hvaða æfingaaðstöðu hafíð þið, strákar? „Við höfum aðstöðu hérna í Upptökuheimili Geimsteins". Ætlið þið að halda áfram í hljómsveitarbransanum þegar þið verðið „stórir“? „Að sjálfsögðu, Raggi ætlar að gerast 12” sérfræðingur". Nafn hljómsveitarinnar, hvers vegna Fikt? „Það datt út úr Birni, fyrr- verandi trommuleikara hljóm- sveitarinnar". Nú hefur hljómsveitin líka gengið undir því nafni, eða fólk allavega haldið, að hún héti AS, hvers vegna? „Það er vegna þess að tveir strákar héðan úr Keflavík vildu fá að syngja á diskóteki og þeir hétu Albert og Silli, þess vegna kom nafnið AS til sögunnar, við vorum bara undirleikarar á þessum tón- leikum“. Eitthvað að lokum? „Já, við viljum að bærinn komi upp palli hér í Keflavík til þess að hljómsveitir geti komið fram og spilað. Ef að- staðan væri fyrir hendi, þá myndu örugglega fleiri hljóm- sveitir spretta upp hérna í Keflavík og fara að Fikta við það að spila". Gleðileg jól. HBB. Jólagjöfina færðu í LOFTVOG Sígild herragjöf Kertastjakar og vasar IRISH COFFEE LAMPAR - glös og rör -mikið úrval Vísdóms-uglan jóla- eða stúdentsgjöf OSTABAKKAR og SKÁLAR - margar gerðir Handunnarenskar brúður, framleiddar af Julian Froggett ^ísjbií&cj jóí ocj j-ax±æll ízonaAi á%. ópökdu m (JióiAijatin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.