Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 36

Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 36
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir áttu fyrir sína stöð heldur alla félagana á land- inu í kjaramálum. „Þetta var mjög ánægjulegt starf. Félagarnir stóðu vel að baki mér en slíkur stuðningur er ómetanlegur í svona starfi. A svona löngum ferli er margt eftirminnilegt en svona eftir á að hyggja er sennilega ánægjulegast að vita til þess að svokallað punktakerfi, sem við fundum upp á þessum árum hefur staðist tímans rás og er, aukið og endurbætt, enn í fullu gildi.“ -Þú hefur ætíð verið mikill félagsmálamaður, Jón. Varstu ekki farinn að skipta þér af slíku á þessum árum? „Fljótlega byrjaði ég á því, jú. Ári eftir að ég kom hingað gekk ég t.d. í Faxafélagið. Var fyrst afgreiðslumaður blaðsins 1942 en lenti fljótlega í blaðstjórn, sem ég hef setið í meira og minna síðan, með nokkrum hléum þó.“ -Fékkstu strax áhuga á blaðamennsku? „Ég get nú ekki sagt það, svona beinlínis. Þegar Guðni Magnússon, vinur minn, kom til mín og bauð mér í félagið sagði hann að þetta væri málfundafélag og tilgangur þess væri að ræða landsins gagn og nauðsynjar og sérstak- lega það sem snerti okkar byggðarlag. Og svo sagði Guðni að þeir væru að byrja að gefa út blað. Ég svaraði Guðna því til að það geti vel verið að ég fengi einhvern tíma þrótt í fæturna til að standa upp og segja nokkur orð, en að skrifa í blað kæmi aldrei til greina. Svona hafa nú hlutirnir þróast." Núverandi ritstjóri Faxa hlær þegar hann rifjar þetta upp en segir að því loknu að fljótlega hafi hann farið að skrifa í dálkinn „I flæðarmálinu“, „kannski af van- getu í byrjun, en viljann vantaði ekki.“ -Hvað með pólitíkina, Jón? Þú slappst ekki við hana. „Hún fór nú hægt í gang hjá mér. Þannig er að ég er fæddur í mikilli íhaldsfjölskyldu, en sem sjómaður, sérstaklega þegar ég var á togur- um, kynntist ég fyrst annarri hlið á pólitíkinni. Á þessum árum voru togarasjómenn svo til ein- göngu alþýðuflokksmenn. Þessi félagslega þró- un í pólitíkinni þróaðist líka hjá Jónasi á Hriflu, skólastjóra Samvinnuskólans. Hann varmikill félagshyggjumaður og mjög skemmtilegur leið- beinandi. Og ég minnist þess að maður gat sagt hvað sem var í pólitík við hann, ef maður var ekki kommúnisti. Þeir þrifust bara alls ekki í skólanum hjá Jónasi." -Þú varðst síðan bæjarfulltrúi í Keflavík, hve- nær var það? „Já, það var svo árið 1946 að alþýðuflokks- menn leita til mín um að taka 3. sæti á lista flokksins. Kjörtímabilið áður bauð flokkurinn sig fram nieð Framsókn og fékk sá listi tvo menn inn. Ég taldi þetta því málamyndafram- boð hvað mig snerti. Öllum á óvart unnum við stóran kosningasigur, líkt og Alþýðuflokkur- inn núna, fengum 3 menn kjörna af 7 og ég flaug inn ef svo má segja. Bæjarfulltrúi var ég í 8 ár en á þeim tíma varð Keflavík kaupstaður. Ég sat því í síðustu hreppsnefndinni og fyrstu bæjarstjórninni. Éftir 2 kjörtímabil vildi ég hætta, fannst þetta ekki samræmast starfi mínu. Ég fann það oft að fólk kom til mín að biðja mig um þetta eða hitt, sem ég gat því miður ekki allt gert, þó þetta væri kannski samflokksfólk. Þar mátti pólitík ekki koma til mála. Ég lagði því til að Vilborg Auð- unsdóttir, kennari, tæki við sæti mínu fyrir næsta kjörtímabil, sem hún og gerði og sat í bæjarstjórn í átta ár.“ -Hvað var heitasta baráttumálið á þessum árum? „Það var án efa togaraútgerð. Ég barðist eins og Ijón fyrir því máli og við höfðum það í gegn að fá fyrsta togarann til Keflavíkur, Keflvíking. Mörg fleiri stór mál voru á döfinni enda bærinn ört vaxandi, t.d. bæjarréttindamálið.“ Templari Alla tíð hefur Jón verið bindindismaður á vín og tóbak. Og auðvitað starfaði hann í stúkunni eins og margir templarar. „Ég hef verið í stúkunni Vík í 40 ár og nokkur ár sem æðsti templar. Við fögnuðum einmitt 40 ára afmælinu nú í haust." -Heldurðu að það hafi breytt einhverju fyrir þig að vera bindindismaður? „Ég tel það gæfu mína að hafa verið bindind; ismaður. Það er líka út af afgerandi ástæðu. í báðum mínum ættum voru ofdrykkjumenn. Þeir voru þó ekki lakast gefnir eða verst settir á neinn hátt, heldur kannski hitt. Ég ályktaði það sem ungur maður að sennilega væri það eitt- hvað sálrænt sem réði því hvort menn yrðu of- drykkjumenn eða hófdrykkjumenn. Ég vildi því ekki taka áhættuna á því að taka fyrsta staupið. Eftir á að hyggja er ég ekki í nokkrum vafa um að það var jákvætt fyrir mig. Þegar ég starfaði á Þingvöllum leið t.d. varla sá dagur að manni væri ekki boðið vín. Fólk kom þarna til að skemmta sér og vildi fá mann með sér í glauminn. Ég er ansi hræddur um að ég hefði orðið veikur fyrir þeim áhrifum ef ég hefði gefið eftir. Nú og auk þess held ég að það sé mikil heilsubót að vera reglumaður. Sérðu ekki hvað ég er hress!.“ Jón lagði áherslu á síðustu orðin, sveiflaði ,,garminum“ eins og menn gera þegar þeir taka sterkt til orða,- hló svo og bauð mér meira kaffi. Ekki að furða að maðurinn sé hress hugsaði ég,- ekki einu sinni eitt koníakstár í rúm 70 ár. Mikinn áhuga á félagsmálum Bæjarpólitík, bindindishreyfing, forystustarf hjá símamönnum og fleira höfum við nefnt. Ekki svo lítið en ég þykist vita að þú hefur skipt þér af og starfað í fleiri félögum ogjafnvel verið upphafsmaður að? „Já, ég get ekki borið það af mér. Ég hef komið víða við og haft mikinn áhuga á félags- málum. Ég var t.a.m. fyrsti formaður Karla- kórs Keflavíkur. I skátahreyfingunni var ég lengi, var m.a. gjaldkeri þar á tímum húsbygj*- ingar. Nú, ég var líka virkur í skákfélaginu. Á þeim árum átti félagið meira að segja hús. Það var á fimmta áratugnum og starfsemin í blóma. Ég hef verið í Krabbameinsfélaginu á fjórða áratug og var gerður að heiðursfélaga fyrir nokkrum árum síðan fyrir 25 ára starf sem rit- ari. Og Rotaryfélagi hef ég verið síðan 1953. Finnst þér ekki komið nóg?“ segir Jón og hlær þegar hann sér undrunarsvipinn á mér. Segir Jón ásamt starfsstúlkum sínum á umboðsskrifstofunni. svo: „Meinið við að vera í svo mörgum félögum er að maður verður ekki að nógu miklu gagni. En maður reyndi þó sumstaðar að leggja sig fram og gera sitt besta.“ Eins og áður segir hætti Jón störfum sem stöðvarstjóri 1. janúar 1977 formlega en alfarið í apríl 1977. Eftir u.þ.b. hálfrar aldar heillarík- an starfsferil, hefðu eflaust margirfarið að huga að afslöppun og farið að taka lífinu með ró. Jón Tómasson getur ekki talist til þess hóps enda atorkusamur með afbrigðum. Nei, hann tók enga hvíld heldur bætti við sig. Opnaði umboðs- skrifstofu að Hafnargötu 79 með afgreiðslu m.a. fyrir happdrættin stóru, Háskólann og SÍBS, tryggingaumboð fyrir Ábyrgð jif. og loks umboð fyrir Ferðaskrifstofuna Útsýn. Og skömmu seinna tók Jón við ritstjórastarfi FAXA. „Nei, ég var ekkert á því að slaka á, vildi heldur bæta við mig og gerði það, enda þá í prýðilegu formi. Þetta varð strax töluvert meiri vinna en stöðvarstjórastarfið, ekki síst eftir að ég tók við ritstjórastarfi á FAXA árið 1980. Þá voru liðin tæp 40 ár frá því ég gekk í Faxafélag- ið.“ Hirðljósmyndari -Þú gerðir meira en að skrifa í Faxa í öll þessi ár. Varstu ekki orðinn hálfgerður hirðljós- myndari í Keflavík? „Þegar ég byrjaði að skrifa í blaðið fann ég fljótlega að það yar æskilegt að hafa myndir með frásögnum. Ég hafði átt gamla kassavél frá unglingsaldri en varð mér brátt úti um betri vél. Svo þegar myndir eftir mig fóru að birtast í blaðinu þróaðist það upp í það að fólk fór að hafa samband við mig til að taka fyrir sig mynd- ir við hverskonar tækifæri, því á þessum árum áttu fáir myndavélar. Þá var heldur enginn ljós- myndari hér í Keflavík eftir að Stefán Berg- mann hætti. Allt hans hafurtask eyðilagðist í bruna.“ -Er ekki einhver mynd þér eftirminnilegust frá þessum árum? „Jú, það er tvímælalaust þessi" segir Jón og fer og nær í mynd upp á vegg. „Hún er tekin þegar Klam, erlent risastórt olíuskip, rak upp í kletta út á Reykjanesi. Myndin er mjög táknræn því þegar hún er tekin eru 27 skipverjar að drukkna i hafrótinu eða drukknaðir. Þeirgerðu þau mistök að fara í björgunarbát þegar skipið var á leið upp í kletta. Björguriarbáturinn lagð- ist saman um leið og það kom ólag á hann og mennirnir fóru í sjóinn. Fórust allir, það voru aðallega Kínverjar. Myndin er mjög táknræn fyrir atburðinn, sýnir rétt krossmark yfir dánar- reit þessara 27 sjómanna. Myndin vakti feikna athygli og birtist í mörgum blöðum og nokkrir prestar notuðu hana sem motto þegar þeir fjöll- uðu um slysið.“ Jón sýnir mér einnig frásögn í FAXA frá atburðinum en þarbirtist myndin að sjálfsögðu líka. Þegar hér var komið sögu ákváðum við að binda endi á þetta viðtal enda búnir að koma víða við þó eflaust hefði mátt halda áfram að segja frá merkum lífsferli þetta atorkusama manns. Ég leyfði mér þó að spyrja hann að lok- um þegar ég var á leiðinni út hvort hann væri ekki að fara að draga saman seglin? „Þessi spurning er nú eiginlega óþörf. Allir sem vita hvað ég er orðinn gamall hljóta að fall- ast á það að ég skuli vera farinn að huga að því. Það er kominn tími á mig“. - pket

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.