Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 45

Víkurfréttir - 18.12.1986, Síða 45
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ -En þér tekst samt að skipuleggja tímann? „Eg veit það nú ekki, auðvitað rekst þetta á. T.d. í haust þá komst ég í smöl- unina, en ekki réttirnar. Flaug ég hér yfir um morg- uninn á leið út. Slíkt hefur gerst fyrr, en það er ekki við öllu séð.“ Pólitíkin -Hefur þú látið pólitík- ina vera? „Nú í seinni tíð, sem bet- ur fer. Var að vasast í henni áður. Sat t.d. í 12áríbæjar- stjórn, en hætti fyrir stjórn, en hætti fyrir rúm- um fjórum árum, enda er það alveg nóg að vera í þessu í þrjú kjörtímabil, fyrir flesta. Það gerði nú kannski endahnútinn þegar komm- unum fjölgaði úr engum í tvo. Hefur það sennilega riðið mér að fullu í pólitík- inni, en þeir duttu nú báðir út eftir fyrsta kjörtímabil- ið“. Rammur Grindvíkingur -Ertu kominn frá útgerð- ar- eða sveitaheimili? „Eg er kominn frá blönduðu heimili, pabbi var skipstjóri og útgerðar- maður og átti rollur, svo ég ólst upp við það.“ -Hvað átti hann margar rollur? „Þær losuðu eitt hundr- að, árið sem skorið var nið- ur sem var 1950 eða 1951. Nú, þetta rakst auðvitað mjög á hjá pabba að vera með fé með sjósókninni og því lenti það mest á mér að hugsa um þetta síðustu ár- in. Eg taldi það nú reyndar ekki eftir mér, ég hafði mjög gaman af rollum. Svo þegar féð var skorið niður vegna mæðuveikinnar, tók hann ekki fé aftur. Var ég ekkert viðloðandi kindur í þó nokkur ár, en gerðist svo kaupamaður uppi í hrepp 1955. Þá komst ég aðeins meira í snertingu við þetta aftur og síðan fór maður að eignast svona eina og eina og þá svona hér í Víkursamfélag- inu sem við kölluðum. En það var nú meira svona til að sýnast, en maður hefur gaman af þessu.“ -Þú hefur þá alltaf haft neistann í þér? „Já, ég hef alltaf verið meira fyrir rollur en hesta." -Hefur þá ekki sumum fundist nóg um, hve mikla alúð þú hefur sýnt við sauð- burðinn? „Jú, konan mín hefur gjarnan sagt að ég hefði meiri áhyggjur af því er rollurnar væru að bera, en þegar hún væri að eiga krakkana. Það getur verið eitthvað til í því. Eg hafði aldrei neinar áhyggjur af því þegar hún var að eiga krakka og í sjálfu sér ekki áhyggjur af rollunum held- ur. Mér finnst þetta bara allt eðlilegt. Hún var svolítið svekkt einu sinni þegar hún átti barn. Þá fór ég með hana inneftir, allt var á síðasta snúning en þetta var á föstudaginn langa. Nú ljós- móðirin var með okkur í bílnum og við ókum beint inn á Landsspítala og þar fór hún beint inn, en ég sat fram á bekk. Það hafði ekki liðið nema korter eða hálf- tími þar til hún var búin að fæða og kom þá konan fram til að láta mig vita, en þá var ég víst steinsofnað- ur. Það fannst hennigróft.“ -Ert þú sjálfur fæddur hér í Grindavík? „Já, ég er rammur Grindvíkingur, þó ég sé Vestmannaeyingur að hálfu, mamma var þaðan.“ Staða útgerð- arinnar í dag -Ef við snúum okkur nú að alvörunni, hver finnst þér þá vera staða útgerðar- innar í dag? „Að mörgu leyti er hún nokkuð góð. Ég er nú ekki orðaður við sérstaka bjart- sýni, þykir frekar svartsýn- ismaður, en ég kalla það að vera raunsæismaður. Ef maður lítur i kringum sig, þá held ég að fyrir íslend- inga almennt, sé nokkuð bjart yfir þessum málum. Við horfum fram á aukna fiskneyslu í heiminum og þ.a.l. aukna eftirspurn. Víða er talað um mengun og annað sem er að hrjá fólk, en við verðum von- andi lausir við það áfram, svo ég held að við eigum ýmsa möguleika. Þá dreg ég enda dul á og hef sagt i mörg ár, að við getum auð- vitað gert mikið betur, ef við göngum um þessa fiski- stofna eins og merin. Við eigum að veiða a.m.k. 100- 150 þúsund tonnum meira af þorski, en til þess verð- um við að leyfa honum að alast upp. Þó sé ég enga breytingu framundan í þeim efnum.“ Kvótamaður -Ert þú kvótamaður? „Já, ég er orðinn það.“ -Finnst þér þá að staðið hafi verið skynsamlega að þessu? / tilefni af 70 ára afmæli Brunabótafélags íslands bjóðum við viðskiptavinum og velunnurum félagsins að Ifta inn til okkar, mánudaginn 5. janúar n.k., og þiggja hjá okkur kaffisopa. © Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. naniBánrtiiGlnHnps Umboðsskrifstofa - Hafnargötu 58 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.