Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 4
JÓLABLAÐ mur< jutUt Jólahugvekja A þessari aðventu, árið 1987, gerðist sögulegur atburður. Vestur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, komu saman tveir voldugustu menn jarðarinnar. Tveir menn, stjórnendur stœrstu risavelda jarðarkringlunnar, áttu saman fund þar sem öllum heiminum var boðið að fylgjast með gjörðum þeirra. Hægt var að fylgjast með hverju skrefi, hverju handabandi og hverri taugatrekktri smáhreyfingu þessara tveggja manna sem virðast hafa örlög okkar í höndum sér. Tilefnið var undirritun samnings um gagnkvœma eyðingu ákveðinna kjarnorkuvopna. Og við öll fylgdumst spennt með. Hvílík völd, hvílíkur máttur, hvílík ,,kjarn-orka“I Gerumvið okkur grein fyrir hversu miklu þessir menn og þeir sem að þeim standa, ráða um okkar örlög og framtíð? Það sem þeir sömdu um að afsala sér, er einungis 3 til 4% allra þeirra kjarnorku- vopna sem þeir búa yfir. Því má segja að þeir hafi ekki fórnað mik/u á þessum fundi. Efþeim rétt sýnist svo þá geta þeir hæg- lega, án mikillar fyrirhafnar, virkjað lítinn h/uta þess gjöreyð- ingarmáttar, sem þeir hafa ífórum sínum, hvor um sig, og með því raskað jafnvœgi alls lífríkis jarðarinnar. Og afleiðingar gerða þeirra yrðu varanlegar. Þær yrðu geislandi minnisvarði mannsins um alla eilífð. Lífhér ájörðu yrði allsendis óbærilegt upp frá því og hyrfi aldrei aftur til fyrra horfs. Hvílík vöíd, hvílíkur máttur, hvílíkt ,,brjál-œði“I Hvaða erindi á þetta efni íjólahugvekju, kynni nú einhver að spyrja. Jú, sá boðskapur sem okkur berst á jólunum er annars eð/is en það sem hér er ritað. Astæðan fyrir þvíaðégdregþessa hluti fram er sú að ég vil sýna fram á muninn á þessu tvennu. Styrkur heimsins er ekki samskonar og styrkur Jesú Krists. Jesús sagði forðum við Pílalus: ,,Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Eg er konungur. Til þess er ég fœddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. “ í jólaguðspjallinu lesum við um lítið barn sem fœðist í heiminn við vœgast sagt hrörlegar aðstæður. Það var eigi rúm fyrirþau í gistihúsinu og því dvöldu þau í fjárhúsi og ungi sveinninn var lagður í jötu. Jesús birtist ekki í veraldlegum mœtti og dýrð. Öðru nœr. Á jólunum sjáum við hann fyrir okkur sem ungbarn, liggjandi í jötu, veikbyggt og vanmáttugt. Þó er það nú svo að síðan að barnið fœddist, hefur ótölulegur fjöldi manna staðnæmst við jötuna þar sem það lá. Ar eftir ár, öld eftir öld, hefur kynslóð eftir kynslóð sótt þangað styrk. Reyndar sœkir fólkið ekki styrk sinn til staðarins, heldur til Jesú Krists. Barnið er ekki Iengurþar. Sveinninn óx upp og varð aðfulltíða manni. Hann kenndi fólki um Guðsríkið og lýstiupp líf samferðamanna sinna, en heimurinn hafnaði honum. Jóhann- es segir um hann: ,,Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orð- inn tilfyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honutn. En öll- um þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.“ Kynslóð eftir kynslóð hefur sótt til hans styrk til þess að lifa, og styrk ti/ þess að deyja í trú og fullvissu um að hann er Sonur Guðs. Hans styrkur byggist ekki á tortímingarmœtti. Kœrleikurinn er hans vopn og með því vopni hefur hann sigrað allt annað. Hans hernaðartækni byggist ekki á gagnkvæmri ógn ogfælingu, tortryggni og fordómum. Nei, hann er kominn til að bera sann- leikanum vitni. Hann er kominn til að ryðja myrkrinu burt! Með Ijósi sínu og von ýtir hann myrkrinu út í ystu skot. Efvið leggj- um ráð okkar í hans hendi þá þurfum við engu að kvíða, hann er ekki duttlungafullur, heldur er hann alltaf hinn sami. Við þurf- um ekki að hræðast því að hans Ijós lýsir okkur. Öll samskipti Krists við okkur einkennast af náð og fyrir- gefningu. Hann er ekki tregur til að veita. Við þurfum ekki að setjast við samningaborð ogsemja við hann, Guð á sjálfurfrum- kvœðið og veitir okkur náð sína ómælda, hvenær sem er. ,,0g orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sann- leika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini áfrá föð- urnum. Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.... náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.“ (Jóh. 1.14-17.) Góður Guð gefi þér gleðileg og friðsæl jól. Hjörtur Magni Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.