Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 54
Skátar hjálpa gömlum konum yfir götur - segir Lárus Frans Guðmundsson, ungur skátaforingi í Heiðabúum mur< jutm Við komu Vigdísar forseta. Lárus til vinstri með fána. Ljósm.: epj. Skátafélagið Heiðabúar í Keflavík varð 50 ára núna í haust. Af því tilefni langaði okkur að kynnast skátastarf- inu aðeins nánar. Útsendari Víkur-frétta hafði upp á einum áhugasöm- um skáta, sunnudag einn fyrir skömmu, en þá var hann að velta fyrir sér stærðfræðijöfn- um fyrir próf daginn eftir. Sá er hér um ræðir er Lárus Frans Guðmundsson, til heimilis að Nónvörðu 9 í Keflavík. Lárus, eða Lalli, eins og hann er kallaður, er nýlega húinn að halda upp á 17. afmælisdaginn sinn, sem var 11. desember. Lalli liefur búið alla sína tíð í Keflavík, utan sex fyrstu ævidaga sína, sem hann varð að eyða á fæðingardeild í Reykjavík. En hvernig fékk Lalli áhuga á skátastarfinu? „Ég byrjaði í skátafélag- inu Heiðabúum árið 1978. Pabbi var í skátunum þegar hann var yngri og sagði mér margar sögur af starfinu. Til dæmis þegar hann fór til Sví- þjóðar. Svo voru það vinir mínir sem plötuðu mig í þetta.“ Nú hafa skátaflokkar hin ýmsu nöfn. Hvað hét sá flokkur sem þú byrjaðir í? „Flokkurinn, sem ég byrj- aði í, ber nafnið Ylfingar og ég var tvö ár í þeim flokki.“ Hvað gera svo Ylfingar? „Ylfingar, sem er karlkyns og Ljósálfar, kvenkyns, mæta á fundi einu sinni í viku. Þar er sest niður og sungið saman. Þar er þeirn kenndur ýmis fróðleikur um skátahreyfinguna og þéim sagt hver stofnaði hana, en það var, eins og allir eiga að vita, Baden Powell. Þá eru þeim kennd skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta. Þetta þurfa þau að kunna utan að. Við förum einnig í ferða- lög. Höfum farið í tvö ferða- lög til þessa með Ylfinga og Ljósálfa, út á Stafnes og til Reykjavíkur. I Reykjavík fórum við í heimsókn til bandalags skáta og frædd- umst urn það. Þá fórurn við í sund og til Vífils, en það er skátafélag í Garðabæ. I bæði skiptin keyrðu foreldrar okkur.“ Hvað er þetta stór hópur í dag? „Ylfingar og Ljósálfar eru 40 hérna í Keflavík í dag.“ Nú eruð þið aðeins þrjú sem hafið umsjón með þess- um krökkum öllum. Hvernig gengur að hafa stjórn á lýðn- urn? „Vanalega mæta um 35 á fundina í hverri viku. Þaðeru tvær stelpur með mér í þessu, þær Sesselja G. Halldórs- dóttir og Brynja Oddgeirs- dóttir, og þær standa sig alveg með ágætum. Það gengur þokkalega að hafa stjórn á öllu þessu fólki. Auðvitað eru læti, það er ekki hægt að búast við öðru, með blöndu af strákum og stelpum. Að sjálfsögðu koma fyrir tilvik, þar sem allt fer úr böndunum og ég vona að foreldrar og aðrir sýni því skilning og átti sig á því að þetta er erfitt. Maður getur auðvitað gert mistök. Maður er mannlegur, a.m.k. vona ég það. Hver krakki hefur sinn persónuleika og þarf ákveðna athygli.“ Ef við snúum okkur aftur að þér. Eftir að þú hefur verið Ylfingur í tvö ár, hvað tekur þá við? „Haustið sem ég geng í skátana er ég nýliði og sum- ardaginn fyrsta árið 1981 vígist ég sem skáti. Það hét Áfangaskáti. Þegar maður vígist þarna inn, þá tvístrast strákar og stelpur. Stelpurn- ar fara í stelpnasveitenstrák- arnir í drengjasveit. Fyrsta Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friöar og þökkum samstarfiö á árinu sem er aö líða. BMinnBiiinFtinc Isuwk Umboðsskrifstofa - Hafnargötu 58 - Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.