Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 33
mun JOLABLAÐ Sveitarstjórnarmál á svona stað snerta bæði rekst- ur sveitarfélagsins og að vera með öll fjármál bæjarfélags- ins á sinni hendi. Síðan teng- ist það öllu hinu pólitíska starfi t.d. varðandi fjármála- gerð, sem tengist kaupstað og mörgu þar í kring, t.d. fyrirtækjum. Kom ég því þarna að starfi, strax eftir nám, sem gaf mér mjög mikla reynslu og nýttist mér mjög vel síðar og á alltaf eftir að nýtast mér.“ Langaði þig þá ekki að hella þér út í pólitík, eftir að vera búinn að kynnast svona innviðum hennar? „Nei, ég held að það hafi verið þveröfugt. A sínum tíma, þegar ég byrjaði í Há- skólanum, hugsaði ég oft að það gæti verið gaman að vera í pólitík. Var ég í stúdenta- pólitíkinni í þrjú ár, var reyndar aldrei í stúdentaráði, heldur starfaði mjög náið með mönnum sem voru þar og var í stjórn lánasjóðs. Eftir að ég fór að vinna, eins og á Sauðárkróki, þar sem mikið var um stórpóli- tískar ákvarðanatökur, bæði sveitarstjórnarmál og þing- mál, dvínaði mjög áhugi á stjórnmálum og var sá áhugi orðinn mjög lítill eftir veru mína fyrir norðan." Landsbyggðin „Ég held að það sé rétt að það komi fram að mér líkaði saemilega þarna fyrir norðan. Ég held að ég myndi þó ekki vilja flytja út á land aftur, en ég myndi heldur ekki vilja vera án þeirrar reynslu að búa úti á landi. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur þétt- býlisbörnin, sem erum alin upp fyrir sunnan, nálægt Reykjavík og búum í Reykja- vík meðan við erum í skóla að kynnast þarna sjónarmið- um sem við erum fordóma- full fyrir, eins og maður hefði kannsi verið, ef maður hefði ekki kynnst þessu.“ Heldur þú að fólk ætti að gera meira af því að prófa hvernig landsbyggðin er? „Það myndu þá kannski margir ekki vera svona for- Einar Páll Svavarsson. stokkaðir gagnvart lands- byggðinni. Aður en ég fór að búa þarna fyrir norðan taldi ég það vera óðan mann sem fór akandi á fólksbíl um há- vetur norður í land. En með- an við bjuggum þarna keyrð- um við oft og iðulega suður um hávetur og var það ekk- ert mál. Er þetta dæmi um hvað maður var lokaður. Þá held ég að það sé rétt að það sé miklu lengra til Sauðár- króks frá Reykjavík en til Reykjavíkur frá Sauðár- króki.“ Þingmennirnir til hjálpar Nú hlýtur að vera mikill munur á að vera bæjarritari úti á landi eða framkvœmdar- stjóri í kartöflusölu á suður- horninu? „Munurinn á þessum störfum er í raun og veru mjög mikill, þar sem maður fer beint inn í einkageirann. Fyrirtækið er hlutafélag sem tilheyrir þeim geira og lýtur öllum lögmálum sem þar eru og viðskiptalífinu sem slíku. Er það því alveg nýr reynslu- þáttur a.m.k. varðandi mig. Sveitarstjórnarmálum fylgir þessi mórall, sem var mjög áberandi þarna fyrir norðan, að menn tækju hverja afkáralegu ákvörðun- ina á fætur annarri og stefndu kannski fjárhag sveitarfélagsins í mikla óvissu og oft var ákvarðana- Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Suður- nesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL - FARSÆLT NÝTT ÁR með þökk fyrir viðskiptin. Hárgreióslustofan £L aúcni Vatnsnestorgi Tímapantanir í síma 14848 taka sveitarstjórnarmanna búin að gera það sem í við- skiptalífinu þýddi gjaldþrota fyrirtæki. Ef menn eru með fyrirtæki þýðir ekkert að taka ákvarð- anir nema vera það yfirveg- aðar að menn sjái fyrir end- ann á því hvað gerist. Ef teknar væru ákvarðanir með sömu formerkjum og í stjórnmálum þá mundi það enda með ósköpum og það er kannski líka þetta sem fylgir því í sveitarfélögum að menn hugsa þannig að það virðist eiginlega vera alveg sama hvað þeir hugsa. Því þegar menn eru komnir í algjört óefni og algjöra þvælu, þá geti þeir a.m.k. fengið þing- mennina til að koma og hjálpa sér.“ Verð alltaf úr Keflavík Ertu Suðurnesjamaður í huga eða dofnar það með ár- unum? „Ég held að hvorki ég né Gunna skilgreini okkur sem Reykvíking. Þó ég hafi búið í Reykjavík í mörg ár, þá var það þannig fyrir norðan að iitið var á mig sem Keflvík- ing, menn spurðu hvaðan ég væri og svaraði ég „Kefla- vík“. Þó ég hefði búið á Sauðárkróki í 40 ár, hefði ég alltaf verið talinn Keflvíking- Þesskonar hugsanagangur er meira ríkjandi úti á landi en hérna á suð-vesturhorn- inu. Maður sem flytur utan af landi til Keflavíkur er t.d. miklu eðlilegra að telja sig Keflvíking eftir nokkur ár heldur en t.d. maður sem flytur sig þaðan út á land. En hvað sem öllu líður verður maður alltaf úr Keflavík og eftir að ég kom suður, hitti ég mikið af fólki úr Keflavík í hinum ýmsu störfum og það er alltaf eitthvað ákveðið samband vegna þess að við erum frá sama stað.“ Sendum Suð- urnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Shell-stöðin, Fitjum Fitjanesti Tommaborgarar Fitjanesti - bón- og þvottastöð JOLATRES- SALA Kiwanisklúbbsins KEILIS er hafin. Söiustaður er Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar við Vesturbraut. Opið frá kl. 17-22 mánud.-fimmtud. og frá kl. 14-22 föstud.-sunnud. JÓLATRÉ . GRENI - KROSSAR A BORÐSKRAUT JÓLATRÉSFÆTUR Unglingalúörasveit Tónlistar- skólans og jólasveinn koma i heimsókn laugardagana 12. og 19. des. kl. 14. Kiwanisklúbburinn KEILIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.