Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 45

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 45
mw JÓLABLAÐ 4uMt Ragnheiður Guðmundsdóttir Ný öðruvísi hljómplata Útgáfufyrirtækið Örn og Örlygur gaf nýlega út hljómplötu sem á sér enga hliðstæðu. Platan er einstök að því leyti að samsetning- in, söngur, gítar og kontra- bassi, hefur ekki komið út á hljómplötu áður, svo vitað sé. Þetta er hljómplatan „Vetrarperlur" og eru flytj- endur okkur Suðurnesja- mönnum vel kunnir. Söng- konan Ragnheiður Guð- mundsdóttir hefur kennt við Tónlistarskóla Njarð- víkur um árabil, gítarleik- arinn Þórarinn Sigurbergs- son hefur kennt við Tónlist- arskólann í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og í Garði, auk þess sem þau hafa margoft leikið og sungið hér á svæðinu. Með þeim á plötunni er kontra- bassaleikarinn Jóhann Ge- orgsson. Platan hefur að geyma jólalög frá fyrri öldum og hefur Hróðmar Ingi Sigur- björnsson, tónskáld, útsett lögin á mjög smekklegan máta. Dr. Sigurbjörn Ei'n- arsson samdi ljóð við þrjá aðventusöngva. Hljómplata þessi á erindi til allra þeirra sem unna góðri tónlist. Yfir henni rík- ir ró og friður og má segja að hún skeri sig úr öllum hinum jólaplötunum hvað það varðar. Valborg Níelsdóttir í Keramikstofunni. Ljósm.: hbb. Kjörbók Landsbankans - góð jólabók Oskum Sudurnesjamönnum gleöilegra jóla, farsœls nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Keflavíkurflugvelli Sandgerði - Grindavík Keramik- verslun í Njarðvík Að Bakkastíg 16 í Njarð- vík hefur verið opnuð kera- mikstofa. Er það Valborg Níelsdóttir sem rekur stofu þessa. „Hingað kemur fólk og vinnur með keramik. Það getur fengið keypt hráefnið hjá mér. Einnig getur það farið með vöruna heim og unnið hana þar og komið síðan með hana til mín og látið brenna“, sagði Valborg í samtali við blaðið. Valborg hefur einnig á boðstólum ómálað keramik sem hún fær tilbúið frá Hvolsvelli. „Það er búin að vera roksala í jólatrjánum, ég hef varla undan að panta þau“, bætti Valborg við. Öskum Suðumesj amönnum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. HITAVEITA SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.