Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 36
JÓLABLAÐ
MiKur<
mannsvit
eða meira'
í Merkinesi, rétt suður af Höfnum, búa
hjónin Hólmfríður Oddsdóttir og Vilhjálm-
ur Hinrik Ivarsson, veiðimaður og fyrrver-
andi hreppsstjóri. Hinrik er á 89. aldursár-
inu, nítjándu aldar eintak, eldhress, minnug-
ur og fylgist vel með. Hann er þráðbeinn í
baki, grannur og ber sig eins og þrítugur nú-
tíma skrifstofumaður, í góðu formi.
Svo trúr er Hinrik eðli sínu, að þrátt fyrir
nálægð Keflavíkurflugvallar, hefur aldrei
hvarflað að honum að vinna þar. Enn síður
hafa ýmis trúnaðarstörf og embættissýsla
haft áhrif á skapgerð hans eða framkomu.
Mér er næst að haida að Hinrik í Merkinesi
hafi sjaldan eða aldrei yrt á mann, án þess að
koma honum í gott skap eða þá að minnsta
kosti gert hann hissa. En það er það næsta
sem sumir menn komast góðu skapi. I stuttu
spjalli við hjónin nú í byrjun desember stað-
festi Hinrik enn einu sinni þessa skoðun
mína. Þrátt fyrir skammdegið var sólskin í
sálum þeirra beggja.
- segir Hinrik í Merkinesi, eldhress
á 89. aldursári
Hinrik í fullum skrúða á leið á veiðar
Man ekki betri tíð
„Ég minnist ekki betri tíð-
ar en verið hefur allt þetta
ár,“ sagði Hinrik þegar talið
barst að ^veru hans á Suður-
nesjum. Ég kom fyrst í Hafn-
irnar 1926, þá til bátasmíða
og sjóróðra frá Kalmanns-
tjörn. Hingað í Merkines
fluttum við svo árið 1934. Þá
var nú lífsbaráttan erfiðari
en hún er í dag, góði minn.
Maður varð að treysta á sjálf-
an sig og sjóinn. En allt hefur
þetta blessast. Hér höfum við
komið fimm börnum til
manns, sem öll eru á lífi
nema hann Vilhjálmur okk-
ar, sem lést af slysförum út í
Lúxemborg árið 1978.“
Nóg að gera
í bátasmíði
„Ég er ættaður úr Gríms-
nesinu og Eyrarbakka,“
sagði Hinrik þegar ég spurði
um uppruna þeirra hjóna.
„Ég fór ungur til Reykjavík-
ur og lærði húsasmíði hjá
Bjarna Símonarsyni. Þar
kynntist ég Fríðu minni, hún
er Reykvíkingur. Reyndar
var ég skipverji á Sterling
þegar bróðir hennar bauð
mér heim til sín. Þar sá ég
hana fyrst og síðan hefur hún
setið uppi með mig. Það var
góður maður, bróðir hennar
Fríðu, skal ég segja þér.
Hann hjálpaði mér við að
smíða fyrsta bátinn sem ég
smíðaði. Hvorugur okkar
hafði komið nálægt báta-
smíði fyrr. En svo vel tókst til
að margir báðu mig að smíða
fyrir sig báta, strax eftir
þennan fyrsta. Og nóg var að
gera. Stundum voru svo
margir að hjálpa til að ég
hafði nóg að gera við að sniða
efnið og bera það við. Ég
þurfti ekki að hnoða einn
einasta nagla sjálfur. Þetta
voru nær eingöngu sexæring-
ar og áttæringar, sannkallað-
ir ,,ballgeirar“. Við töldum
einu sinni 1160 þorska upp
úr áttæringi sem ég smíðaði
og réri héðan frá Merkinesi.
Núna smíða ég bara eftirlík-
ingar af áttæringum, ná-
kvæmar eftirlíkingar sko,
með rá og reiða. Og eftir-
spurnin er sú sama og áður.
Ég er að byrja á þeim sjötug-
asta og fjórða. Ég er jafn
lengi að smíða hvern bát
núna og þá stóru áður. Pant-
anirnar eru svo margar að ég
efast um að mér endist ævin
til að klára þær allar, það
held ég nú.“
Töfrabragð í tóbaki
Hinrik gerir hlé á frásögn-
inni. Hann situr teinréttur í
stólnum og tekur tappann úr
tóbakspontunni, sem hann
hefur handleikið allan tím-
ann, hellir góðum slurk úr
henni á handarbak vinstri
handar og með vísifingri
hægri handar sópar hann tó-
bakinu saman í stóran, háan
hrygg. Með virðulegri sveiflu
ber hann hendina upp að nef-
inu, þar sem hvert einasta
korn af tóbakinu hverfur.
Þetta er eins og vel æft töfra-
bragð sjónhverfingamanns.
Ertu mikill tóbaksmaður
Hinrik?
Með virðulegri sveiflu ber hann
hendina upp að nefinu . . .