Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 31
muR jtítiU JÓLABLAÐ ,,Færseth-höllin“: Gamla hliðin verður rifin Byggingarnefnd Keflavík- ur hefur veitt heimild til að rífa götuhliðina á gamla Vík- urbæjarhúsinu, sem kallað er nú milli manna Færseth- höllin. Með því að rífa þá hlið sem snýr að götunni mun gangstéttin breikka en húsið hefur verið Þrándur í Götu þeirra sem um gangstéttina þurfa að fara t.d. með barna- vagna. Mun síðan verða byggð ný hlið á húsið mun nær sjónum en sú gamla er. Þá hafa eigendurhúsanna, þ.e. nr. 21 og 23v þau Hall- grímur Færseth, Oskar Fær- seth og Pálína Færseth, stofnað sameignarfélag til reksturs hússins og heitir það Jóna s.f. Er nafnið í höfuðið á konu Hallgríms og móður þeirra Óskars og Pálínu, en hún lést fyrir nokkrum ár- um. Er klíkan látin ráða í Grindavík? Árið 1987 er senn liðið í ald- anna rás og er því margur sem vill staldra við í tímans rás og hugleiða hvað árið hefur fært okkur til heilla. Mér og þér, les- andi góður. Jú, sjálfsagt er margt gott og líka sumt sem miður fer, því lífskjör mann- anna eru æði misjöfn. Sumir búa við allsnægtir og sumir við sorg og kvíða, hafa um sárt að binda og þannig hefur lífsbaráttan ver- ið frá því að heimurinn byggðist og mun verða þannig svo lengi sem nokkur mannvera er uppi standandi. Mannkynið er flokk- að í tvær fylkingar eða fleiri. Það er sá ríki og snauði þrællinn sem er fyrirlitinnaf háðiogsmán. En enginn er svo vondur að hann sé ekki góður þegar á honum þarf að halda. Til dæmis þegar kosn- ingar eru. Þá eru allir góðir og enginn má gleymast. Hvort heldur það sé kosið til Alþingis eða bæjarstjórnar. En umhyggj- an er skammlíf, aðeins á meðan sá ríki er að komast í stólana. Já, með lygum og prettum og allri sinni sýndarmennsku. Ekki vantar að það sé kosið í nógu margar nefndir og ráð. Allt á að verða til velferðar,jafnt fyrir ríka sem snauða. Þvílíkur skrípaleikur og sýnd- armennska, blekking sem allstaðar er látin ráða. Hér í Grindavík hafa verið byggðir verkamannabústaðir og er ekki nema gott um það að segja, hafi þeir komið að þeim notum sem þeim er ætlað til. Verkamannabústaðir eru ein- göngu ætlaðir fyrir efnalítið fólk og sem ekki á íbúð fyrir og hefur ekki tök á að komast í aðrar íbúðir. Og enn frekar að við- komandi aðili sé innanbæjar- maður. Hefur þessu verið fylgt eftir af viðkomandi bæjarráði. Eg segi nú, þarna hefur klíkan verið Iátin ráða og keyrir ríkið við sinn einteyming í þessu eins og svo mörgu öðru. Það eru til mörg dæmi þess að fólk hefur flutt inn I þessar íbúð- ir, sem hefur átt fasteignir fyrir og hefur selt þær til að komast í þessar íbúðir. Það eru líka til dæmi þess að utanbæjarfólk hef- ur flutt þarna inn, er það rétt- mætt? Og er það réttmætt að bærinn haldi íbúðum föstum í verkamannabústað fyrir kenn- ara og svo sé annað fólk, sem er á götunni og er heimilislaust, það fær ekki þarna inni. En það er hægt að nota það fólk til að borga skatta til bæjarins og hundelta það þannig. Það er líka gott hjá þessum gervikóngum að segja að einstæðar mæður eigi forgangsrétt á þessum íbúðum. Hefur verið farið eftir þeim rétti? Eg segi nei. Einstæðum mæðrum hefur verið synjað til að koma einhverjum úr klíkunni þarna inn, sem engan rétt hefur áþess- um íbúðum, hafi réttvísi verið látin ráða. Vissulega hafa einstæðar mæður forgang að þessum íbúð- um, en þeim rétti hefur ekki alveg verið fylgt eftir. Það hefur verið klíkuhátturinn og sýndar- mennskan sem látin hefur verið 'ráða og fólk dregið í dilka með að fá þessar íbúðir. Er ekki kom- ið nóg af þessum vinnubrögð- um? Er ekki kominn tími fyrir þessa góðu herra að endurskoða hug sinn, hvort þeir séu starfi sínu vaxnir? En sá tími kemur um síðir að allir verða jafnir, gervidómar- inn, bankastjórinn, ölmusu- maðurinn og þrællinn. Þá hljóta viðbrögðin líka að vera mikil. Drottinn minn góður! Segjum að guð fyrirgefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera. Kristján Pétursson Grindavík Þetta cr sú Itlið hússins sem á að rífa. Ljósm.: hbb. KÆRULEYSI GETUR SPILLT HÁTÍÐINNI Hitaveita Suðurnesja óskar þér gleðilegrar jólahátíðar. Hún vill jafnframt minna á að kæruleysi í meðferð rafmagns getur spillt hátíðinni. Láttu það ekki koma fyrir þig. Ennfremur er það mikil- vægt að raforkunotkun sé dreift sem jafnast á aðfanga- degi og gamlársdegi. Með því tryggjum við að allir fái hátíðarsteikina. HITAVEITA SUÐURNESJA Chanel - Chanel Hinn írábœri Guðmundur Barker verður í apótekinu föstudaginn 18. des. og kynnir hin óviðjafnanlegu og síungu CHANEL-ilm vötn. Sjón er sögu ríkari. APÓTEK KEFLAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.