Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ
\ZiKur<
jUÍUt
Eldhúsinnrétt-
ingin útmáluð
eftir smátíma
- segir Bragi Einarsson úr Garði, sem gerði
forsíðumynd jólablaðs Víkur-frétta
úú
Forsíðumynd jólablaðs
Víkurfrétta í ár er unnin í
vatnsliti af Braga Einarssyni,
Garði. Af því tilefni fengum
við Braga í stutt spjall, bæði
til að kynnast listamanninum
og fá túlkun hans á myndinni.
Bragi hefur undanfarin
Ijögur ár verið við nám í
Myndlista- og handíðaskólan-
um og mun Ijúka þaðan námi
á vori komanda. Þar leggur
hann stund á auglýsingagerð
og er hluti námsins mynd-
skreyting er. hönnun (layout)
blaða og auglýsinga er stærsti
hluti námsins. En hvað skyldi
hann vera búinn að handleika
pensil lengi? Þá spurningu
lögðum við fyrir hann fyrst.
,,Ég er búinn að gutla í
þessu síðan ég man eftir mér.
Man ég eftir, að þegar ég
fermdist, fékk ég olíuliti í
fermingargjöf. Alveg fram
að þeim tíma var ég víst
plága í öllum tímum hjá
kennurunum, teiknaði meira
en skrifaði og lærði. Þar byrj-
aði þetta. Man ég eftir því að
heima hjá mér var gömul eld-
húsinnrétting og var hún öll
orðin útmáluð eftir smá
tíma.“
Hefur þú haldið sjálfstæð-
ar sýningar?
„Eina' fyrir þremur árum.
Var ég þá búinn með eitt ár í
skólanum, en þar kynntist ég
vatnslitunum. Þeir eru mjög
skemmtilegt efni til að vinna
með, en það er erfitt að vinna
með þeim ef mistök verða í
vinnslunni, þá er allt ónýtt.
Er það annað en í olíunni,
þar getur maður málað enda-
laust yfir og duddað við það.
Með vatnslitina verður mað-
ur að vera búinn að hugsa
myndina út áður og mála
hana síðan, þannig að hún
takist þegar í stað.“
Heldur þú að þú eigir eftir
að leggja fyrir þig listaverka-
gerð?
„Ég verð á öðru sviði, þar
sem ég legg á mig auglýsinga-
teiknun. Gæti þó sérhaéft mig
í sviðinu og tekið mynd-
skreytingu. Held ég að svona
penslastöff verði aðeins frí-
stundavinna.“
En svo við snúum okkur
að forsíðumyndinni í ár.
Hvernig lýsir þú henni?
„Hún sýnir fæðingu Jesú
Krists, eða skömmu eftir
fæðinguna, á eins raunsæjan
hátt og ég sé það fyrir mér.
Bragi Einarsson, höfundur forsíðumyndarinnar, ásamt
dóttur sinni, Steinunni Björk. Ljósm.: epj.
Hef ég verið að velta þessu
fyrir mér, sem alltaf er sýnt
frá þessu augnabliki. Finnst
mér alltaf eins og krakkinn
sé eins og útsprungin ljósa-
pera, sem er alveg út í hött.
Því í raunveruleikanum var
þetta ekki þannig, heldurvar
hér á ferðinni ósköp venjuleg
móðir að ala barn og það er
ég að reyna að draga fram.
Ég er mjög raunsær í hugs-
un og reyni að draga fram
sem eðlilegustu hlutina. Var
ég lengi búinn að hugsa hvað
ég ætti að gera, hvort ég ætti
að géra einhverja kómíska
forsíðu, en er ekki allt í lagi
að sýna hina hliðina á málinu
líka?“
Er þetta ekki byltinga-
kennd mynd?
„Ekki eins og ég sé þetta
fyrir mér. Ég horfi ekki á
þessa tvo aðila, móðurina og
barnið, út frá trúarlegu sjón-
arhorni, heldur er hér um at-
burð að ræða sem alltaf á sér
stað, kona að ala barn, og
það er ekkert athugavert við
það, nema hvað þetta er það
fallegasta sem er til í veröld-
inni.
Er ég nú ekkert ofsalega
trúaður maður. Veit ég þó að
þessi atburður átti sér stað á
sínum tíma og frá trúarlegu
sjónarmiði er þetta víst orðin
mesta fæðing veraldar. Ég
lít þó á þetta sem ósköp eðli-
lega fæðingu.“
HA TIÐ FER
í HÖND
Já, nú fer hátíð í hönd og þá gefst
ekki mikill tími til matreiðslu. Þá er tilvalið
að koma við hjá okkur!
Glóðin
Gómsætir réttir á matseðli!
r
A Þorláksmessu breytum
við til og höfum hlaðborð
af heitum og köldum réttum,
ásamt matseðli dagsins.
S. 11777.
Lang-Best
Ljúffengir réttir
tilbúnir á svipstundu.
kjúklingabitar, pítur,
pizzur og
hamborgarar.
S. 14777.
OPIÐ: Glóðin Lang-Best
23. des. 11 - 23.30 11 - 23.30
24. des. LOKAÐ 11 - 14.00
25. des. LOKAÐ LOKAÐ
26. des. 18 - 22.30 11 - 22.00
31. des. LOKAÐ 11 - 14.00
1. jan LOKAÐ LOKAÐ
Kaupmenn
Verslunarfólk
Athugiö að panta SNITTURNAR og
BRAUÐTERTURNAR
tímanlega fyrir jól.
VELKOMIN TIL VIÐSKIPTA.
D
NEISLUÞJONUSTAN
Iðavöllum - Keflavík
,sími 14797,
Munið Þorláksmessuskötuna.
Sendum viðskiptavinum okkar og öðivm
Suðumesjamönnum bestu óskir um
g/eðileg jól og farsælt nýtt ár,
F.h. Glóðarinnar, Veisluþjónuslunnar og Lang-Best.
AXEL JÓNSSON