Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 18
JÓLABLAÐ
mun
jUOU
Úr og skartgripir - Hafnargötu 49 - Keflavík
GJAFIR SEM GLEÐJA
Demantshringar - Demantshálsmen
Demantseyrnalokkar
Silfurskartgripir - Perlufestar
Úrval
trúlof-
unar-
hringa.
GEORG V. HANNAH
GOLDSTAR
örbylgjuofn með
snúningsdisk
Matreiðslubók á íslensku fylgir.
Aðeins kr. 16.900 stgr.
Prístund
Iloltsgötu 2(j - Njarövik - Simi 12002
.
Suðurnesjamenn!
Höldum íjármagninu
í heimabyggð.
Verslum heima.
mun
„Eg hefði ekki trúað því sjálf, hversu fljótur mannslíkaminn er að aðlagast þessum breytingum“.
„Hefði ekki viljað
missa af þessari
lífsreynslu'
Oft leikur manni á forvitni í garð þeirra sem við í nútímanum köllum „öðruvísi“. Að
vísu er hún ekkert „öðruvísi“ en annað fólk. Hún er ákaflega lífsglöð manneskja enda
nýorðin mamma og er nýbúin að kaupa gamalt hús sem hún ætlar sér að gera upp.
Bróður sínum ætlar hún að leigja risið, hundurinn og kötturinn hafa sitt pláss í þessu
gamla húsi, sem hún segir bæði hafa sál og sögu, og það er ekkipð sjá á henni að hana
vanti nokkurn skapaðan hlut, nema jú að vísu hægri hendina. I okkar augum hlýtur
það að líta skelfilega út en fyrir hana er þptta daglegt brauð og hefur verið það sl.
ellefu ár. Sú sem um ræðir heitir Ingibjörg Olafsdóttir, 27 ára Sandgerðingur, og var
hún svo væn að leyfa okkur að hnýsast aðeins inn í líf hennar þau ellefu ár sem liðin eru
frá slysinu í Hraðfrystihúsi Miðness.
„Slysið varð í Miðnesi eins
og svo mörg önnur slys sem
orðið hafa hér í Sandgerði.
Ég fór með hendina í hakka-
vél og sú vél var reyndar
löngu úr sér gengin. Tveim-
ur árum áður hafði orðið eins
slys í Grindavík en því miður
voru þessar vélar ekki teknar
úr notkun þá, heldur eftir að
ég lenti í þessu. Það erreynd-
ar furðulegt að húsið skuli fá
að nota sumar véla sinna þvi
þær eru og hafa verið leyfðar
á ,,sjensum“ frá Vinnueftir-
liti ríkisins árum saman.“
Hvernig varð þér um þegar
slysið hafði skeð?
„I fyrstu datt ég alveg út,
enda fóru bæði sinar og taug-
ar í sundur. Eftir smátíma
ranka ég við mér við það að
ég er að kalla á hjálp og held
síðan fullri meðvitund eftir
það. Það fór allt í panik í
frystihúsinu og náttúrulega
kunni enginn neitt til neins
og í raun er það vanalega sá
slasaði sem sér um að róa hitt
liðið. En það voru tveir menn
þarna sem ekki fóru úr sam-
bandi, sem voru stoð mín á
meðan beðið var eftir sjúkra-
bílnum. Síðan kom Sævar
bróðir minn að og tók við
mér og saman fórum við til
Keflavíkur. Þar var nú lítið
hægt að gera svo ég var flutt í
skyndi til Reykjavíkur, þar
sem afráðið var hvað gera
skyldi. Ég var nú reyndar
búin að gefa upp alla von
strax því ég hélt á hendinni
allan tímann og vissi að ég
væri með dauðan hlut. Þegar
loks var ákveðið að taka
hana alveg af varð ég hrein-
lega fegin, því ég var svo
kvalin í ástandinu. En það
var bara barnaskapur að
halda að sársaukinn myndi
hverfa þegar hendin væri
tekin af.
Tíminn á eftir var síðan
fyrir líkamann að venjast
hlutunum og hann er svo
fullkominn að hann sér um
sig sjálfan í svona tilvikum.
Ég hefði ekki trúað því sjálf
hversu fljótur mannslíkam-
inn er að aðlagast þessu. Það
er eins og það fari að starfa
önnur stöð í heilanum sem
sjái um að færa allt yfir á
hinn helminginn. Ég þurfti
t.d. ekki að æfa mig að skrifa
með þeirri vinstri, þetta bara
kom og yfirleitt kom eitt-
hvað annað í staðinn. Þannig
varð maður fljótur að jafna
sig á fötluninni sjálfri og
hlutverkinu. Að vísu var
þetta erfiður aldur, sextán
ára skvísa og öðruvísi en aðr-
ir, en síðan hef ég aðallega
verið að eiga við umhverfið.“