Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 17.12.1987, Page 41

Víkurfréttir - 17.12.1987, Page 41
reiMHRE, Al- 1«'.'1' Jraeflinum fraega Magnús ásamt Noel Johnson, Keflavík sl. sumar. \)iKur< pittii' Maraþon ræða hjá JóniB. JÓLABLAÐ 1r n Jón þakkar HIGH DESERT blómafræflunum einstæðan árangur í að hrella skattborgarana . . . „Þú verður að fara að slá botninn í þetta, Jón minn, þetta er restin af blóma- fæflunum ..." betur erum við sett. Þetta er mín persónulega skoðun og fjölmargra annarra. Kýrnar bauluðu á móti En frá fræflum til fortíðar. Magnús telursig Suðurnesja- mann og Keflvíking þótt hann sé fæddur og hafi eytt fyrstu þremur árum sínum á Hnjúki i Klofningshreppi í Dalasýslu. Þriggja ára gam- all kemur hann með foreldr- um sínum og systkinum til Keflavíkur árið 1929. En þegar Magnús er kominn yfir fyrsta tuginn liggur leið hans í gagnfræðaskóla og að hon- um loknum fór hann á sjóinn eins og þá tíðkaðist meðal ungra manna. „Eg byrjaði á snurvoð hjá Guðmundi Guð- fínnssyni á gamla Guðfinni og var svo sjóveikur fyrstu túrana að ég vildi alltaf hætta. En Guðmundur, þessi mikla aflakló, sagði mér að þetta myndi lagast. En það væri verra með félaga minn, Eyjólf, sem hafði byrjað á sama tíma, en hann var að- komumaður, því kýrnar bauluðu á móti honum í landi þegar við sigldum eftir ströndinni. Eyjólfur greyið lá fram á borðstokkinn og spúaði af lífs og sálar kröft- um. En eftir þetta dreif ég mig á síld og síðan í siglingar í nokkur ár en kom svo aftur til Keflavíkur 1947 og var með kjörbúð kaupfélagsins í einn vetur. Eftir þann vetur fór ég aftur í siglingar, fyrst hjá Eimskip og síðar hjá Sambandinu.“ Eftir nokkur ár úti á hafi eru frjókornin. Jón Baldvin, fjármálaráðherra, hefur oft lent í Sigmundsgálganunt vegna neyslu sinnar á blómafræflum. færði Magnús sig nær landi. Hann keypti sér sjö tonna bát og byrjaði að róa í Bugt- inni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Gamla góða Víkin var opnuð árið 1957. Magn- ús seldi bátinn og íbúð, sem hann átti í Hafnarfirði, og opnaði Víkina með bróður sínum, Sturlaugi, sem byggði húsið. Stuttu seinna keypti Magnús hlut bróður síns í rekstrinum. En hvað var Vík? Fyrsti vísir að diskóinu „Vík er ein fyrsta kaffiter- ía sem sett er upp á Islandi. Víkin er einnig vísir að fyrsta diskóteki landsins því á loft- inu, Víkurloftinu svokall- aða, komu unglingar á aldr- inum 13-16 ára saman og skemmtu sér. A hverjum sunnudegi var dansað og svo tróðu þessir stórefnilegu unglingar, sem þar voru, upp. Þarna stigu sín fyrstu skref margir kunnustu hljómlistarmenn landsins í dag, m.a. strákarnir í Hljóm- um, Rúnar Georgsson, Pét- ur Östljund og Þórir Baldurs- son. Eg minnist þess að stundum fengum við hann til að spila á kvöldin en vegna þess hve ungur hann var þá þurftum við að fá undanþágu frá barnaverndarnefnd. Nú, Þorsteinn Eggertsson var einn aðal sprellikarlinn þarna með alla sína Presley- stæla og huggulegheit. Þessir strákar voru goð meðal ungu kynslóðarinnar, þannig að það var húsfyllir í hvert ein- asta skipti. Meira að segja eldri krakkarnir sóttust mik- ið eftir að komast inn á þess- ar skemmtanir því músíkin þarna var vinsælli en á skemmtunum eldra fólksins. En við vorum einnig með samkundur fyrir fullorðna á kvöldin. Það var starfsemi í húsinu flest kvöld því þarna áttu athvarf bæði Rotary og Lions. Síðan voru pólitísku flokkarnir með fundi á Vík- inni, framsóknarmenn, kratar og sjálfstæðismenn. Þá kom sér vel að vera ópóli- tískur. Já, það var í mörgu að snúast og óskaplega gaman á þessum árum. Þarna komu margir merkir menn s.s. 01- afur Thors, Eysteinn Jóns- son, Emil Jónsson og Lúðvík Jósepsson, sem var vel liðinn sem sjávarútvegsráðherra á þessum árum.“ Magnús víkur orðum sín- um að þeim tíma þegar hann kemur til Keflavíkur og að Víkinni. Talar um mikla grósku í atvinnulífinu, bæði til sjós og lands. „Þetta voru merkileg ár á Suðurnesjum. Allt iðaði af lífi,“ segir Magnús, sem sýpur af kaffi- bollanum og heldur áfram með frásögnina. „Það var unnið nótt og^ dag á öllum vígstöðvum. A Keflavíkur- flugvelli var unnið á vöktum allan sólarhringinn meðal margra verktaka, íslenskra og bandarískra. A sjó var allt á fullu og á þessum tíma voru 80 landróðrabátar í Kefla- vík, á hverjum bát voru þetta 7-8 manns við beitingu í landi. Reksturinn hjá mér gekk eins og í sögu og við af- greiddum 400 til 800 matar- skammta á dag. En svo urðu breytingar til sjós og sam- dráttur eftir að bátarnir fóru vel flestir að breyta yfir á þorskanet og hættu á lín- unni. Þannig að þeir menn sem voru á línu hurfu frá og fengu sér aðra vinnu. Síðan kemur flökunarstöðin til sögunnar og hún tók að sér aðgerðina. Þarna fækkaði bara um rúm 500 manns sem unnu við beitingu og aðgerð. Næsta áfallið var síðan aust- fjarðasíldin og þá fækkaði enn meira. Og endaði með því að íshúsunum var lokað. Það var ekkert að gera. Það var enginn fiskur sem kom í land. Skerðingin á undan- förnum árum í sjávarútvegi er því ekki fyrsta áfallið sem Suðurnesjamenn eru að fá á þessum áratug.“ Magnúsi er greinilega um þetta, tekur sér smá hvíld á frásögninni en heldur svo áfram. „Þetta áfall var of stórt fyrir Víkina. Þegar mest var að gera af- greiddum við 400 til 800 mat- arskammta á dag. Síðasta misserið var gott ef matar- skammtarnir fóru upp í 40 til 80. Draumurinn var búinn án þess að maður fengi rönd við reist.“ Askur opnaður En Magnús var ekki af baki dottinn. Hann sá hvert stefndi síðasta árið á Víkinni og byrjaði strax að huga að öðrum málum. Nú skyldi opna alvöru veitingastað í höfuðborginni. Magnús fór ekki úröskunni íeldinn held- ur öfugt, úr „eldinum" í Askinn, sem átti eftir að verða einn frægasti veitinga- staður á landinu. „Við byrjuðum að undir- búa opnun Asks síðustu mánuðina í Keflavík og lok- uðum Víkinni ekki fyrr en við vorum farin af stað með nýja staðinn. Við byrjuðum fyrstu tvær vikurnar á því að þreifa okkur áfram. Buðum nærliggjandi nágrönnum og starfsfólkinu í kring þarna á Suðurlandsbrautinni og vin- um og kunningjum. Sögðum svo við fólkið að ef því líkaði maturinn vel mætti það segja næsta manni frá þvi. Þannig gekk þetta á þriðju viku en höfðum þó bara opið yfir máltíðar. Við spurðum fólk- ið hvernig líkaði og ef það komu ábendingar reyndum við að fara eftir þeim. Með þessu náðum við upp vinnu- hraða og þjálfun hjá starfs- fólki okkar og hvernig við ætluðum að standa að hlut- unum þegar við myndum loks opna. Og þegar við gerð- um það var nokkuð ljóst að þessi undirbúningur hafði skilað sér, slíkur var af- greiðsluhraðinn að fólk hélt sumt að við hefðum verið er- lendis í þjálfun. Það var bið- röð fyrstu dagana og vikurn- ar en allt gekk þó vel fyrir sig, reyndar stórkostlega því það var fullt út úr dyrum frá fyrsta degi.“

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.