Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 42
JÓLABLAÐ Magnús við grillið á Aski. Hvernig var veitingahúsa- menninging á þessum tíma? „Með kaffiteríunum varð breyting í þjónustu. Það var hætt að þjóna til borðs eins og á „resturöntum“ og ákveðin lágkúra í gangi á sjö- unda og áttunda áratugnum. Ég sá mér ákveðinn leik á borði. Úr því þróunin var sú að sleppa þjóninum þá varð að þjálfa matreiðslumanninn upp í það að geta séð um gest- inn alveg yfir á borðið. Og það gerðum við, fyrstir manna hérna. Ég matreiddi sjálfur, gekk í fararbroddi og sýndi hvernig þetta færi fram. Sú hefð komst á og gengur enn á Aski og öðrum stöðum í dag.“ I 13 ár rak Magnús og fjöl- skylda hans Ask, kona hans Valgerður og börnin Birna og Valur voru í þessu á fullu með honum. Staðirnir urðu íljótt tveir, sá fyrsti var á Suðurlandsbraut 14 en svo var annar opnaður á Lauga- vegi 28a. Það var svo árið 1979 að Magnús ákvað að hætta og seldi báða staðina. Af hverju? „Veitingahúsavinna er frá því snemma á morgnana og fram til miðnættis. Viðhaldið þurfti því að vinna um nætur. Við vorum orðin þreytt og ákváðum því að selja. Ég fann kaupanda, Hauk Hjalt- ason, og seldi honum báða staðina. Ef ég hefði auglýst og selt á opnum markaði hefði ég getað fengið tvöfalt hærra verði fyrir staðina en ég vildi ekki selja hverjum sem var.“ Heilladísir hverfa á braut Að loknu vel heppnuðu Asksævintýri lá leiðMagnús- ar inn á nýjar brautir. Ljós- myndun hafði alla tíð heillað Vistmenn á Garðvangi senda öllum þeim sem sýnt haía þeim vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Sendum öllum þeim sem sýnt hafa okkur vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Vistmenn á Hlévangi mur< ýutUt Veitingahúsið Valhöll, Kaliforníu, sem var í alíslenskum vík- ingastíl, eins og sjá má. hugann og nú skyldi athuga þau mál nánar. „Ég hafði alla tíð veriðlít- illega í hobbímyndatökum og eftir að ég segi skilið við Askinn vaknar þessi áhugi meira upp í mér og ég ákveð að reyna á það hvort ég geti þroskað þennan hæfileika, ef einhver væri. Ég sótti um í ljósmyndaskóla í Bandaríkj- unum, sendi myndir út og fæ inngöngu. Ég dríf mig út en þegar vel er liðið á aðra önnina í skólanum fínnst mér undarlegt hve hæfíleikar mínir voru minni en ég ætl- aði, svo ég hætti, fannst ekk- ert hafa þarna að gera. Ég var engan veginn ánægður með það sem ég var að gera, þó aðrir væru það.“ Svo virtist sem heilladís- irnar væru að hverfa frá Magnúsi því skömmu síðar verður áfall í fjölskyldunni er Valur, sonur hans, deyr af slysförum, aðeins 33ja ára gamall og það áður en draumur hans um opnun veitingastaðar í Bandaríkj- unum varð að veruleika. „Þetta var mikið áfall. Valur hafði ákveðið að opna nýjan veitingastað í Santa Barbara í Kaliforníu, með norrænu yfírbragði. Ég ætl- aði að bakka hann upp í þessu og byrjunin lofaði góðu þar til Valur lést. Ég yfirtók reksturinn en dæmið gekk ekki upp. Staðurinn var aðeins opinn í tvo mánuði og fór á hausinn.“ Hvað gerðist? „Fjármögnunin brást. Við áttum að fá kaupleigulán sem aldrei fékkst. Engu að síður varð staðurinn frægur um alla Kaliforníu á þessum stutta tíma. Hann var inn- réttaður í rammíslenskum víkingastíl og þetta hefði getað orðið annað Asksævin- týri ef forsendurnar hefðu ekki brugðist. Og ekki var nafnið til að skemma fyrir, Valhalla eða Valhöll.“ Hvernig fórstu út úr þessu? „llla, mjög illa. Þó var sonarmissirinn sárastur.“ Framtíðin í fræflunum Niðurbrotinn maður heldur Magnús heim á leið og neyðist til að selja húseign sína í Ármúlanum sem hann hafði eignast á Askstímabil- inu. Fasteignasalinn sem að- stoðaði Magnús í þessum málum bauð honum síðan vinnu sem hann og þáði. „Ég seldi fasteignir í rúmt ár en hætti þá, hafði lítið í þessum bransa að gera, fann mig ahs ekki á þeim vígstöðvum. Á meðan ég var að hugsa minn gang setti ég á stofn verð- bréfasöluna Arð og var í því um tíma eða allt þar til fræfl- arnir komu til sögunnar." „Framtíðin er í fræflun- um,“ segir Magnús, „þeir eiga eftir að koma meira inn í matvælaiðnaðinn. Þetta er tilvalið í hvers kyns mjólkur- vörur s.s. jógúrt, mjólkur- hristing og margt fleira. Möguleikarnir eru óendan- legir. Ég held að þaðeigi eftir að spretta betri heimur af þessu. Og ef við, sem kristnir menn, lítum til baka, þá ersí- fellt bent á það í Biblíunni að elskuðustu menn hennar notuðu þetta, þar á meðal Kristur sjálfur." Viðtal og myndir: pket. Magnús og kona lians, Valgerður, á heimili þeirra að Gnoðar- vogi 62 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.