Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 42

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 42
JÓLABLAÐ Magnús við grillið á Aski. Hvernig var veitingahúsa- menninging á þessum tíma? „Með kaffiteríunum varð breyting í þjónustu. Það var hætt að þjóna til borðs eins og á „resturöntum“ og ákveðin lágkúra í gangi á sjö- unda og áttunda áratugnum. Ég sá mér ákveðinn leik á borði. Úr því þróunin var sú að sleppa þjóninum þá varð að þjálfa matreiðslumanninn upp í það að geta séð um gest- inn alveg yfir á borðið. Og það gerðum við, fyrstir manna hérna. Ég matreiddi sjálfur, gekk í fararbroddi og sýndi hvernig þetta færi fram. Sú hefð komst á og gengur enn á Aski og öðrum stöðum í dag.“ I 13 ár rak Magnús og fjöl- skylda hans Ask, kona hans Valgerður og börnin Birna og Valur voru í þessu á fullu með honum. Staðirnir urðu íljótt tveir, sá fyrsti var á Suðurlandsbraut 14 en svo var annar opnaður á Lauga- vegi 28a. Það var svo árið 1979 að Magnús ákvað að hætta og seldi báða staðina. Af hverju? „Veitingahúsavinna er frá því snemma á morgnana og fram til miðnættis. Viðhaldið þurfti því að vinna um nætur. Við vorum orðin þreytt og ákváðum því að selja. Ég fann kaupanda, Hauk Hjalt- ason, og seldi honum báða staðina. Ef ég hefði auglýst og selt á opnum markaði hefði ég getað fengið tvöfalt hærra verði fyrir staðina en ég vildi ekki selja hverjum sem var.“ Heilladísir hverfa á braut Að loknu vel heppnuðu Asksævintýri lá leiðMagnús- ar inn á nýjar brautir. Ljós- myndun hafði alla tíð heillað Vistmenn á Garðvangi senda öllum þeim sem sýnt haía þeim vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Sendum öllum þeim sem sýnt hafa okkur vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Vistmenn á Hlévangi mur< ýutUt Veitingahúsið Valhöll, Kaliforníu, sem var í alíslenskum vík- ingastíl, eins og sjá má. hugann og nú skyldi athuga þau mál nánar. „Ég hafði alla tíð veriðlít- illega í hobbímyndatökum og eftir að ég segi skilið við Askinn vaknar þessi áhugi meira upp í mér og ég ákveð að reyna á það hvort ég geti þroskað þennan hæfileika, ef einhver væri. Ég sótti um í ljósmyndaskóla í Bandaríkj- unum, sendi myndir út og fæ inngöngu. Ég dríf mig út en þegar vel er liðið á aðra önnina í skólanum fínnst mér undarlegt hve hæfíleikar mínir voru minni en ég ætl- aði, svo ég hætti, fannst ekk- ert hafa þarna að gera. Ég var engan veginn ánægður með það sem ég var að gera, þó aðrir væru það.“ Svo virtist sem heilladís- irnar væru að hverfa frá Magnúsi því skömmu síðar verður áfall í fjölskyldunni er Valur, sonur hans, deyr af slysförum, aðeins 33ja ára gamall og það áður en draumur hans um opnun veitingastaðar í Bandaríkj- unum varð að veruleika. „Þetta var mikið áfall. Valur hafði ákveðið að opna nýjan veitingastað í Santa Barbara í Kaliforníu, með norrænu yfírbragði. Ég ætl- aði að bakka hann upp í þessu og byrjunin lofaði góðu þar til Valur lést. Ég yfirtók reksturinn en dæmið gekk ekki upp. Staðurinn var aðeins opinn í tvo mánuði og fór á hausinn.“ Hvað gerðist? „Fjármögnunin brást. Við áttum að fá kaupleigulán sem aldrei fékkst. Engu að síður varð staðurinn frægur um alla Kaliforníu á þessum stutta tíma. Hann var inn- réttaður í rammíslenskum víkingastíl og þetta hefði getað orðið annað Asksævin- týri ef forsendurnar hefðu ekki brugðist. Og ekki var nafnið til að skemma fyrir, Valhalla eða Valhöll.“ Hvernig fórstu út úr þessu? „llla, mjög illa. Þó var sonarmissirinn sárastur.“ Framtíðin í fræflunum Niðurbrotinn maður heldur Magnús heim á leið og neyðist til að selja húseign sína í Ármúlanum sem hann hafði eignast á Askstímabil- inu. Fasteignasalinn sem að- stoðaði Magnús í þessum málum bauð honum síðan vinnu sem hann og þáði. „Ég seldi fasteignir í rúmt ár en hætti þá, hafði lítið í þessum bransa að gera, fann mig ahs ekki á þeim vígstöðvum. Á meðan ég var að hugsa minn gang setti ég á stofn verð- bréfasöluna Arð og var í því um tíma eða allt þar til fræfl- arnir komu til sögunnar." „Framtíðin er í fræflun- um,“ segir Magnús, „þeir eiga eftir að koma meira inn í matvælaiðnaðinn. Þetta er tilvalið í hvers kyns mjólkur- vörur s.s. jógúrt, mjólkur- hristing og margt fleira. Möguleikarnir eru óendan- legir. Ég held að þaðeigi eftir að spretta betri heimur af þessu. Og ef við, sem kristnir menn, lítum til baka, þá ersí- fellt bent á það í Biblíunni að elskuðustu menn hennar notuðu þetta, þar á meðal Kristur sjálfur." Viðtal og myndir: pket. Magnús og kona lians, Valgerður, á heimili þeirra að Gnoðar- vogi 62 í Reykjavík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.