Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 47
VlKUR JÓLABLAÐ Hinn 6. september 1936 strandaði línuveiðarinn Tro- cadero frá Grimsby við Hestaklett á Járngerðar- staðafjöru með 14 manna áhöfn. Skipið strandaði all- langt frá landi. Útfiri er þarna mikið, miklar flúðir, sem brýtur næralltaf á, jafn- vel í sæmilegu veðri. Öllum skipverjum var bjargað. Nú varð nokkurt hlé á skipströndum við Grindavík og starfsemi deildarinnar var i nokkurri lægð. Ætíð var þess þó gætt að hafa tækja- búnað i lagi, ef á þyrfti að halda. Merkinu var haldið á lofti. Árið 1946 hreyfði Ingi- björg í Garðhúsum hug- myndinni um stofnun björg- unarsveitar. Hún bar þá til- lögu formlega upp á næsta ári og var björgunarsveitin þá formlega stofnuð. Fyrst var hún skipuð 12 mönnum. Tómasi Þorvaldssyni var valið að velja mennina og veita sveitinni forystu. Að því er ég best man var hún upphaflega skipuð þessum mönnum auk Tómasar: Sig- urður Þorleifsson, Guð- mundur Þorsteinsson, Árni Magnússon, Magnús Guð- mundsson, Reginbaldur Vil- hjálmsson, Jón A. Jónsson, Sigurður Gíslason, Helgi Hjartarson, Þorvaldur Kristjánsson, Vilbergur Að- algeirsson og Hermann Kristinsson. Eftir þvi sem ég best veit er þetta fyrsta björg- unarsveitin, sem stofnað er til með þessum hætti. Allur þungi slysavarna- starfsins hefur síðan hvílt á björgunarsveitinni, en deild- in sem slík er þó ómetanleg og ómissandi bakhjarl með íjárstuðningi sínum og starfi yfirleitt. I dag eru um 420 fél- agar í Slysavarnardeildinni Þorbirni. Hinn 6. janúar árið 1947 strandaði enski togarinn Louis frá Fleetwood skammt frá Hrólfsvík á Hraunsfjöru. Fimmtán manns var bjargað en einum skolaði fyrir borð og drukknaði hann. Hinn 28. febrúar 1950 strandaði olíuflutningaskip- ið Clam undir klettabelti við Reykjanes. Það var hörmu- legt sjóslys. Fimmtíu manna áhöfn var á skipinu, 23 tókst að bjarga en 27 drukknuðu við að fara um borð í skips- bátana sem brotsjóirnir brutu í spón og drukknuðu flestir þeirra. Var þetta ein- hver hrikalegasta aðkoma þar sem tugir manna veltust í brimgarðinum, flestir þegar drukknaðir og ekkert hægt að gjöra. Hinn 15. apríl 1950 strandaði enski togarinn Preston North End frá Grimsby á svokölluðum Syðstaboða skammt frá Geirfuglaskeri, 40 mílur úti í í afmælishófinu í haust voru stofnfélagar sjóbjörgunardeildarinnar heiðraðir. hafi. Strand hans mun hafa borið að með lágum sjó. Lenti skipið á blindskeri. Við aðfallið munu flestir skip- verjar hafa farið frá borði á skipsbátum. Var þeim síðar bjargað af nærstöddum skip- um. Eftir um borð voru 6 menn. Okkur barst beiðni frá Slysavarnafélagi Islands um að freista þess að hjálpa til. Allir bátar voru í landi. Þungur sjór og ekki sjóveð- ur. Fengum við Fróða frá Njarðvík til þess að fara með okkur. Skipstjóri var Egill Jónasson, en hann var öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Ferðin á strandstað tók 5 klukkustundir. Að- koman var þannig, að komið var nær flóði og stóð ekkert upp úr af skipinu nema handrið á stjórr.borðsvæng brúarinnar. Á því héngu 6 menn. Brotsjóir gengu stöð- ugt yfir skipið og færðu skip- ið og mennina í kaf. Undrun sætti, að þeim tókst að halda sér. Milli ólaga og brotsjóa sást í brúarhornið og handrið stjórnborðsmegin á hvalbak. Egill hafði ekki langa um- hugsun heldur ákvað að sigla hlémegin upp á skerið. Dýpi var um 3 faðmar. Það var kastað akkeri nokkuð frá skipsflakinu. Við skutum línu yfir til mannanna. Við- brögð þeirra urðu þau, að þeir gripu í línuna og hentu sér í sjóinn og reyndu að svamla til okkar. Þá slitnaði akkerisfestin hjá okkur og okkur tókst að komast nær mönnunum. Fjórum mönn- um tókst að ná með sæmilegu móti með því að kasta út bjarghringum og línu og með því að krækja í þá. Þeim fimmta var bjargað með svipuðum hætti en við illan leik. Þeim sjötta fipaðist sundið og barst hann í áttina að soginu aftan við skerið. Okkur tókst að krækja í erm- ina á stakknum, en hún stóð þá ein upp úr. Maðurinn komst fyrst til meðvitundar eftir 5 klukkustundir. Hinn 30. mars 1953 strandaði togarinn Jón Bald- vinsson undir Hrafnkels- staðabergi á Reykjanesi með 42 manna áhöfn. Strandið bar að með lágum sjó. Leiðin út á strandstað var löng og erfið eins og vegurinn var þá. Þó tókst að komast á strand- stað á tiltölulega skömmum tíma og tókst að bjarga allri skipshöfninni, en undir það síðasta gekk yfir allt skipið, enda þá mjög aðfallið. Hinn 7. febrúar 1962 strandaði vélbáturinn Auð- björg frá Reykjavík við Hópsnes. Sex manna áhöfn var bjargað í land. Hinn 20. desember 1971 hlekktist m/b Arnfirðingi á hér í innsiglingunni með 11 manna áhöfn og var öllum bjargað í land. Hinn 27. febrúar 1973 hlekktist m/b Gjafari frá Vestmannaeyjum á í brimi og stórsjó á leið út víkina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strand- stað var komið hörkuaðfall. Við skutum línu út í bátinn og tókst að bjarga öllum frá borði. Sjóirnir gengu yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið alveg á kaf í brotsjóina. Hinn 4. ágúst 1974 strand- aði m/b Hópsnes á Gerða- töngum. Tveimur mönnum var bjargað í land en aðrir skipverjar biðu þess að bát- urinn yrði dreginn á ílot. Hinn 15. september 1977 strandaði Pétursey með ein- um manni og var honum bjargað með tækjum björg- unarsveitarinnar. Síðast var það svo 3. febr- úar síðastliðinn að Skúmur GK strandaði hér í innsigl- ingunni. Þar var áhöfnaldrei í neinni verulegri hættu. 7 menn voru dregnir í land með fluglínutækjunum og aðrir gengu í land þurrum fótum þegar fjaraði undan bátnum. Mér er bæði ljúft og skylt að segja það hér, að aldrei hefur staðið á neinum hér í Grindavík að bjóða sig fram til björgunarstarfa. A það jafnt við karla sem konur. En vissulega hefur fólk skipt með sér verkum. Sumir hafa staðið í svokallaðri fremstu víglínu, aðrir við aðstoð í landi og flutning á mönnum og hjúkrun í heimahúsum. Flyt ég þeim öllum alúðar- þakkir fyrir langt og gott samstarf í þessum efnum sem öðrum, er að slysavörnum lúta. Starfsfólki_ öllu hjá Slysa- varnafélagi Islands, svo og forystumönnum slysavarna í nágrannabyggðarlögum þakka ég einnig góða sam- vinnu og aðstoð á liðnum ár- um. Eg ætla mér ekki þá dul að geta talið upp allar þær mörgu og góðu gjafir, sem slysavarnadeildinni hafa borist, bæði frá innlendum og erlendum aðilum, en öll- um færi ég bestu þakkir fyrir. Þetta er engin tæmandi skýrsla um starf Slysavarna- deildarinnar og Björgunar- sveitarinnar Þorbjörns, og vafalaust hef ég gleymt ein- hverju, sem minnast hefði átt á. Yfirleitt hef ég sneitt hjá því að nefna nöfn, enda er slíkt oft nokkurt vandamál. Eg vil þó biðja ykkur öll um að virða viljann til að flytja þetta yfirlit fyrir verkið. Eg hef áður minnst á, að nokkur deyfð hafi komið í starfsemi deildarinnar um tíma. Út af fyrir sig tel ég það ekki óeðlilegt. Bæði var það, að engin skipsströnd voru á þeim tíma, sem betur fer, og enginn getur alla tíð verið á fullum spretti. Hvíldin er nauðsynleg milli átaka, svo að menn geti endurheimt orku sína, og slysavarna- deildinni er ætlað að starfa um öll ókomin ár. Kyndill sá, er kveiktur var með stofnun Slysavarnafél- ags Islands hefur þegar logað í hálfa öld og lýst út til stranda, inn til dala og upp um heiðar. Það er ósk mín, að á þess- um kyndli slokkni ekki og hann megi ávallt lýsa því fólki, sem vill vinna að því að koma í veg fyrir óhöpp og slys og bjarga fólki úr nauð- um. Megi sú keðja deilda og björgunarsveita Slysavarna- félags íslands, sem spannar um landið allt, ávallt verða þess megnug að vera raun- verulegt björgunarbelti fyrir alla þá, sem lenda í nauðum. Ætíð hafa valist traustir menn í björgunarsveitina og tekist gott samstarf með þeim. Má segja að uppbygg- ing húsa og áhalda hafi nú hin síðustu tíu ár einkennst af miklum dugnaði og fram- sýni björgunarsveitarmanna svo sem við höfum orðið vitni að í dag. Formenn björgunarsveit- arinnar í þessi 40 ár hafa ver- ið: Tómas Þorvaldsson 30 ár. Guðmundur Þorsteinsson 1 ár. Gunnar Tómasson 9 ár. Sigmar Eðvarðsson Zi ár. Um leið og ég óska ykkur til hamingju með daginn bið ég þess að gæfa fylgi öllum ykkar störfum hér eftir sem hingað til. Óskum Garðbúum og öllum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDIÁRS. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða. Slysavarnasveitin Ægir, Garði Ræða Tómasar Þorvaldssonar á 40 ára afmæli Björgunarsveitar- innar Þorbjörns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.