Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 40
JÓLABLAÐ mw (tfttií' „FRAMTIÐIN ER f FRÆFLUNUM “ - segir Magnús Björnsson, fyrrum veitingamaður á Víkinni og Aski, - nú kallaður „faðir fræflanna" á íslandi Heilsufár hefur rutt sér inn í þjóðfélag okkar af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Nú eiga allir að borða hollan mat og stunda líkamsrækt. Einn þáttur í þessu hcilsufári er innreið „náttúru-næringarefna“ af ýmsu tagi, sem margir borða nú daglega og segjast finna stóran mun á líðan sinni. Keflvíkingur nokkur hefur átt stóran þátt í þessari innreið, ef svo má segja. Þetta er hann Magnús Björnsson. Hann hefur aðallega verið kenndur við vcitingamcnnsku um ævina, en hann rak m.a. hina kunnu kaffitcriu og danshúsið Víkina um árabil ogsíðar Veitingahúsið Ask í Reykjavík. En Magnús flæktist í „náttúru- netið“ og var fyrstu til að koma blómafrjókornum eða fræfl- um, eins og þau cru oft kölluð manna á mcðal, á markað hér á landi af einhverri alvöru. Þeir segja að Magnús sé faðir fræfl- anna á Islandi. Við heimsóttum hann í byrjun desember og var hann eldhress að vanda og vafðist ekki tunga um tönn frekar en endranær. Ævintýrið rétt að byrja „Það hefur ekkert verkefni heillað mig jafn mikið og er ég nú búinn að reyna ýmis- legt. Fræflarnir eiga núna hug minn allan og ég get ekki séð að það verði nein breyt- ing þar á í framtíðinni,“ segir Magnús þegar ég spyr hann út í blómakornaævintýrið og sem hann segir að sé rétt að byrja. Góðkunningi minn í auglýsingabransanum sagði mér að ekkert hafi orðið eins stórt í umtali í gegnum aug- lýsingamiðla á skömmum tíma og High Desert blóma- frjókornin. Þetta efni hefur flogið hærra en nokkuð ann- að sem hefur verið sett í „loftið“. En hvernig hefst þetta fræflaævintýri hjá þér? „Eg kynntist fræflunum fyrst 1983 sem neytandi, af manni sem gekk í hús og seldi þetta og var á vegum Hilmars heitins Helgasonar. Eg keypti mér einn pakka og fékk bókina „Lífskraft" að auki sem ég og las en kyngdi því nú ekki svo létt sem þar stóð, átti ekki gott með að trúa því sem þarna var sagt og fannst þetta með ólíkind- um. Eg borðaði þennan pakka og svo skipti ég mér ekkert meira af þessu, ekki fyrr en tæpu ári síðar. Þannig var að ég lenti á fyllerístúr um haustið 1984-85 en fór svo í afvötnun á Vog. Þegar ég er vaknaður til lífsins á nýjan leik fer ég að hugsa til þess hve ég var hress á meðan ég áttin þennan pakka og byrja því aftur að borða fræfla. Um þetta leyti hringir svo mágur minn, Ragnar Breiðfjörð, í mig frá Noregi og biður mig um að gerast umboðsaðili á íslandi fyrir High Desert blómafræfla, þetta sem ég hafði nýbyrjað að borða og fengið góð áhrif af, en hann hafði nýtekið við Norðurlandaumboðinu. Ég sagðist nú ekki sérlega spenntur fyrir því að taka við einhverjum einum hlut og koma á markað hér í 240 þús. manna landi. En þá segir Ragnar mér að þetta sé stór- kostlegur hlutur og ég, með minn sannfæringarkraft, geti gert stóra hluti með þetta. Fræflarnir væru það sem við gætum hengt hatt okkar á í heilbrigðismálum í framtíð- inni. Það varð úr að ég fór út til Ragnars til að kynna mér málin nánar. Og ég kom heim með umboðið upp á vasann og bjargfasta trú á blómafrjókornum og byrjaði skömmu síðar að dreifa þessu, eftir að fyrri innflytj- andi hafði klárað sinn lager hér á íslandi. Mína fyrstu pöntun, sem var ekki stór, gaf ég fólki sem ég vissi að var eitthvað að hjá, og myndi fá svörun. Fyrsta árið gaf ég mikið og það er að skila sér núna eftir að við settum auglýsingaher- ferð í gang í sumar. Nú selst mikið magn í hverjum mán- uði og eykst sífellt.“ Bisnessmaður Magnús hefur verið í bis- ness meira og minna alla tíð og þegar hann hefur þurft að markaðssetja vörur hefur hann farið sínar leiðir. Þegar hann byrjaði með veitinga- húsið Ask í Reykjavík bauð hann fólki í nágrenninu og vinum og vandamönnum í mat og var nánast með opið hús í tvær vikur. Og það eina sem Magnús bað fólkið um var, að ef það var ánægt að láta næsta mann vita. Þegar staðurinn var svo loks opn- aður voru langar biðraðir næstu vikur og mánuði á eft- ir. Þessi aðferð, sem hann svo notaði við markaðssetningu fræflanna, hefur vakið at- hygli erlendis og nú er verið að vinna að samskonar markaðssetningu fræflanna á Norðurlöndunum og í Ast- ralíu. En sannfæringarkraft- ur Magnúsar hefur ekki að- eins fengið að njóta sín á Is- landi því hann hefur starfað með mági sínum að markaðs- setningu víða erlendis og báðum fyrrnefndumstöðum. „Salan hefur aukistgífurlega að undanförnu. Fólk um all- an heim neytir nú fræflanna í reglulegum mæli,“ segir Magnús. Stórreykingamaður og alki Áður en Magnús kynntist fræflunum var hann stór- reykingamaður og alkóhól- isti. Hann hefur hætt hvoru tveggja, reykir nú hvorki né neytir áfengis. „Þegar ég var að byrja með fræflana fannst mér það alls ekki fara saman að vera að kynna þetta góða efni og reykja þessi ósköp sem ég gerði, sem var allt upp í þrjá pakka á dag. Ég próf- aði fyrst að sleppa tóbaki í eitt kvöld og síðan stig af stigi hætti ég. Vín hef ég ekki bragðað frá því ég kom úr af- vötnun um áramótin 1984- 85.“ Finnst þér að fræflarnir hafi hjálpað þér í brennivíns- og tóbakslöngun? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Mér líður bet- ur, bæði andlega og líkam- lega, og er sjálfur í miklu betra jafnvægi. Ég er skipu- lagðari og gengur betur að vinna að öllum verkefnum en áður. Það ánægjulega við að vinna við þetta er að maður er alltaf að sjá sömu viðbrögð hjá fólki, ekki síst hjá náms- og íþróttamönnum.“ Frá fyrstu tíð hefur Magn- ús unnið mikið að veitinga- málum og sem kokkur til sjós. Nú er hann farinn að vinna með náttúruafurð, blómafrjókorn. Hvað finnst Magnúsi um matarvenjur fólks hér á landi? „Þær eru ekki góðar. Mat- arvenjur fólks eru í mörgum tilfellum mjög einhæfar, sama hversu efnað það er. Einnig má nefna að svo til allur matur sem við borðum í dag er meira og minna var- inn með rotvarnarefnum. Svo eru notuð lyf í fóður og annað hjá búfénaði sem við síðan neytum í gegnum þess- ar vörur. Þegar við tökum þessi lyf í gegnum næringar- efni erum við að brjóta niður í okkur ónæmiskerfið. Þeim mun hreinni náttúruefni sem við nærumst á, þeim mun Aður en Magnús kynntist fræflunum var hann reykingamaður og alkóhólisti, en er i hvoru tveggja. Ljósm.: • nú hæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.