Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 50
JÓLABLAÐ \>imr< jutm Séð í gegnum lins- una hjá Heimi Stígs „Fæstir gera sér grein fyrir því, hvað Ijósmyndarinn gegnir miklu lllllh'OrLÍU 1 iAim • nhm Ljósmyndin, og hlutverk hennar, er efni sem gaman er að velta upp. Hér á Suður- nesjum eru tvær ljósmynda- stofur sem veita þjónustu til almennings. Önnur þeirra er mun eldri en fylgist þó vel með tískulínunni á þessu sviði. Þá stofu ætlum við nú að heim- sækja og kynnast, þ.e. fá vitn- eskju um þjónustuna og hvernig sú stofa fylgist með tískunni og kemst þar með hjá því að staðna. Einnig komum við inn á námskeiðahald sem eigandi þeirrar stofu, Heimir Stígs- son, tekur þátt í og miðlar þekkingu til annarra. En hvað um það, hér er árangurinn: Gildi ljósmyndarinnar „Eg verð að segja að á mín- um ferli í 27 ár sem ljós- myndari hef ég oftar en einu sinni rekist á það að fólk gleymir að láta mynda börn- in sín og sjálft sig á vissum aldursskeiðum. Er t.d. ekki óalgengt að er maður hefur látist, finnist ekki neinar myndir, nema þá kannski skvndipassamyndir sem teknar haf verið í ökuskír- teini eða eitthvað þess háttar. Þá er komið til okkar með slíkar myndir, kannski með stimpli yfir og við erum beð- in að útbúa mynd úr þessu. Tel ég að foreldrar í dag geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem þau hafa gagn- vart börnum sínum um að til séu myndir af þeim á hinum ýmsu aldursskeiðum. Hefur það verið megin regla hjá þeim að taka myndir af þeim 10 mánaða eða ársgömlum, síðan einhvers staðar á aldr- inum 3-5 ára og síðan er oft kannski ekki teknar myndir fyrr en um fermingu. Væri það t.d. ekki óskynsamlegt að eiga myndir af barninu á aldrinum 7-10 ára til viðbót- ar. Veit ég t.d. að þegar við- komandi verður eldri og jafnvel ungur maður og jafn- vel búinn að gifta sig og eign- ast barn að þegar það barn er orðið eins árs, vill viðkom- andi bera saman myndir af sér á þessum aldri til að sjá hvort barnið sé líkt sér. Þá er farið að leita að mvndum og ef foreldrarnir hafa ekki staðið sig í því að mynda barnið þá eru Kannski ekki til aðmi myndir en skyndi- myndir.“ Spjaldskráin með yfír 40 þúsund númer „Tekur maður oft eftir því í hinni daglegu vinnu að fólk er að spyrja um myndir og gera sér þá fæstir grein fyrir því hvað ljósmyndarinn gegnir miklu hlutverki og hvað hann verður að hafa gott bókhald yfir filmurnar sínar. Veit ég að margir vita ekki að hjá mér eru til filmur frá mínum fyrsta degi sem ljósmyndari, af hinum ýmsu viðskiptavinum. Hjá mér eru yfir 23 þúsund ökuskírteinis- og passa- myndir á skrá frá árinu 1961 og til þess tíma að skyndi- myndirnar komu inn á stof- una áárunum 1981-82. Síðan er það aðeins lítil prósenta af skyndimyndum sem eru teknar á filmu. Eru það helst myndir sem tengjast fram- boðum manna eða inngöngu í einhveria karlaklúbba. auk Sendum Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir viðskiptin ' • á árinu sem er að líða. £3 UTVEGSBANKI ÍSLANDS HF. Hafnargötu 60 - Keflavík - Sími 11199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.