Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 11
\)iKur< 4uw% molar Ók jólaseríuna niður Kranabifreið frá bygginga- fyrirtæki einu í Keflavík var á fimmtudag ekið á eina af jóla- seríunum, sem strengdar hafa verið yfir Hafnargötuna í Keflavík. Já, hvernig skyldi hann hafa getað ekið á loftser- íu, gæti nú einhverspurt. Mál- ið var einfaldlega það að öku- maðurinn gerði sér ekki grein fyrir því að bílkraninn var í ris- stöðu upp af bílpallinum og því sleit hann seríuna niður með sér. Náðu vart upp í stýrið Vörðurn laganna var nýlega tilkynnt um að ökumaður bif- reiðar einnar er ók um Hlíðar- veg í Njarðvík, væri trúlega of ungur til aðaka, alla vega sæist iítið af honurn inn um fram- rúðuna. Þegar betur varaðgáð kom í ljós að tveir pattar höfðu skroppið í bíltúr, og þó þeir ættu enn eftir all mörg ár til að mega taka bílpróf. Voru for- eldrar þeirra ekki heima, barnapían í bíó og þeim leidd- ist, tóku því bíllyklana hans pabba og skruppu á rúntinn. Jólabókin í ár An efa er jólabókin í ár þetta jólablað Víkur-frétta, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnesin, að vanda. Hefur blaðið aldrei verið stærra né vandaðra en einmitt í ár, enda er hér um tímamóta blað að ræða, því í byrjun janúar eru liðin heil fimm ársíðan núver- andi eigendur tóku við rekstri blaðsins og þar með hefst 6. ár- gangur þeirra Emils Páls Jóns- sonar og Páls Ketilssonar. Víkur-fréttir sjálfar eru þó að- eins eldri, því nú um áramótin hefst 9. árgangurinn. Enn Hafnargötu- hræringar Nú fyrir síðustu helgi færðist aftur líf í húsið við Hafnargöt- una sem einu sinni hýsti Bóka- búðina, og hefur nr. 34. Þá tóku þar til starfa Víkurhug- búnaður og Klippótek. Hið fyrrnefnda flutti úr Berg- mannshúsinu nr. 16 við sömu götu, en það síðarnefnda úr Færseth-höllinni nr. 23 við þennan Laugaveg okkar Suður- nesjamanna. Hörður Guð- mundsson rakari, er að flytja sig af nr. 56 og í húsnæði það sem Vikurhugbúnaður hafði áður. JÓLABLAÐ Bruðlið staðfest AIl lengi hafa Molar bent á það bruðl sem verið hefur í gangi í sambandi við byggingu Leifsstöðvar. Nú hefur ríkis- endurskoðandi staðfest aðget- gátur Mola áttu við rök að styðjast. Lítið hefur hins vegar heyrst í þeim röddum sem töldu orð Mola aðeins vera áróður. Eigið húsnæði Nýja árið verður merkisár hjá Víkurfréttum af fleiri ástæðum en þeim sem áður er getið um, því innan skamms mun blaðið flytja í fyrsta sinn t eigið húsnæði, sem er númer 15 við Vallargötu í Keflavík. Fram að þessu hefur blaðið liaft aðsetur í húsnæði prent- smiðjunnar Grágásar og versl- unarinnar Stapafells. En blað- ið var einmitt áður í eigu Grá- gásar og voru þá bæði Páll og Emi! Páll blaðamenn við það. Suðurnes-Kjalarnes Suðurnesjamenn og Kjal- nesingar leiða saman hesta sína á næstunni í spurninga- leik Ríkissjónvarpsins „Hvað heldurðu?“, sem Omar Ragn- arsson stýrir. Verður þáttur- inn tekinn upp í Stapa nokkr- um dögum fyrir útsendingu. Flugeldarnir Að venju munu björgunar-, hjálpar- og slysavarnasveitirn- ar á Suðurnesjum bjóða til sölu flugelda nú fyrir áramót. í Garðinum eru það þó félagar úr Kiwanisklúbbnum Hofsem þá sölu annast. Eins og í fyrra gefst Keflvíkingum kostur á að senda menn á loft, því á flug- eldum Stakksmanna eruskop- myndir af þekktum andlitum úr bæjarlífinu, að vísu þeim sömu og í fyrra. Teppa fyrir við- skiptavinum sínum Nú, þegar jólaösin er í há- marki, kvarta margir yfir of fáum bílastæðum við Hafnar- götuna í Keflavík. A sama tíma virðast þó alltof margir af þeim aðilum, sem hafa atvinnu í byggingum við þá götu, leggja bílum sínum í þessi stæði í stað þess að gefa við- skiptavinum sínum kost á að nota stæðin. En svona fer þeg- ar letin er látin ráða. Hvað með leðurblökur? Gárungarnir hafa bent á að rétt væri fyrir forráðamenn llugstöðvarinnar að fá sér leð- urblökur til að halda músun- urn í skefjum. Ætti þeim ekki að muna um smáaukakostnað sem því yrði samfara. Jóhannssystkinin selja húsið Systkinin Sóley, Pétur og Helgi Jóhannsbörn úr Kefla- vík, sem reka Dansstúdíó Sól- eyjar, hafa nú selt hiðstóra hús sem þau byggðu undir starf- semina við Sigtún í Reykja- vík. Afram munu þau þó halda rekstri dansstúdíósins. Skella sér út í blaðaútgáfu Suðurnesjaparið og líkams- ræktarfólkið Guðni Gunnars og Katy Hafsteins, hafa skellt sér út í blaðaútgáfu. Er Guðni ritstjóri blaðsins, sem nefnist LÍKAMSRÆKT OG NÆR- ING, og er hið vandaðasta að öllu leyti. Seiko - Lassale Citizen Swatch Eldhúsklukkur og vekjaraklukkur Skartgripakassar í úrvali S—n. Gull- og silfurskartgripir GEORG V. HANNAH Ur og skartgripir - Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 11557 A skíðum skemmti ég mér . . . SKÍÐABÚNAÐUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA • ATOMIC svig- og gönguskíði. • SALOMON skór, stafir, bindingar og hanskar. • Skíðapokar, skótöskur, gallar. • Gleraugu, stretchbuxur. J? V ^ SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavík - Sími 14922 PARKER-PENNAR OG PENNASETT ng)g0K /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.