Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 39

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 39
mun þilUi JÓLABLAÐ Jólanótt á hafi úti fyrir fjörutíu árum - eftir Einar Grétar Björnsson Það var um veturinn 1946 að ég var skipverji á gömlum togarakláf sem var þrjú hundruð tonn að stærð. Héldum við til veiða frá Reykjavík um miðjan des- ember í leiðindaveðri. Var haldið vestur á Halamið, sem eru djúpt út af Vestfjörðum. Loks þegar við vorum komnir á miðin var komin leiðindabræla að norðaustan og skipið yfirhlaðið af kolum og ís, fór þess vegna hálf leið- inlega í sjó. Var lítið upp úr af skipinu nema skorsteinn- inn og brúin. Var því byrjað á því að andæfa upp í vind og sjó, Um nóttina hert veðrið, gerði kolvitlaust norðaustan rok með stórsjó og blindhríð. Var dallinum þá haldið til lands með hægri ferð. Var nú vindur og sjór þvert á bakborðshlið og vildi skipið því oft leggja sig á brú- arvæng. En við náðum inn á Önundarfjörð eftir fimmtán tíma barning og streð. Þar lágum við í sex sólarhringa. Svo kom að aðfangadegi eins og öðrum dögum. Lífið um borð gekk eins og venju- lega um borð í togara, það var lítil veiði, a.m.k. hjá okk- ur, lítið rifið og mikið um trollvaktir. Trollvakt er það kallað þegar ekkert er að gera á dekki. Þá verður einn maður að standa við spilið til að fylgjast með togvírunum, að þeir renni ekki út af spil- inu og skiptast þær niður á mennina eftir kojuröð eða var í þá daga. Eg kom úr koju um hádegi á aðfangadag, átti þar með dekkvakt næstu tólf tíma. Þegar ég kom upp á dekk var kalda skratti með hríðarkófi og enginn maður sjáanlegur á dekki nema trollvaktin. „Góðan daginn, Kiddi, eruð þið að fá’ann?“ spurði ég og fékk svarið „daginn, Einar, nei ekki öðrum megin á hund“. Þegar ég kom aftur í borð- sal var þar á borðum soðin ýsa og mjólkurvellingur. Þar ræddu menn almennt um jólahátíðina til lands og sjós, krossbölvuðu öllum togur- um og Halamiðum og hétu því að fara aldrei um borð í togara á sinni ævi. Þegar fór að líða á daginn setti menn hljóða, urðu þungt hugsandi og hugurinn vildi hvarfla heim til eiginkvenna, barna, foreldra, systkina og annarra ættingja og vina. Menn urðu í þyngri þönkum og yrtu ekki hver á annan eftir því sem stund hátíðarinnar nálgaðist. Klukkan rúmlega fimm var híft upp. 1 trollinu var smá skaufi og reiknuðum við með því að trollið yrði ekki látið aftur út. Þá argaði kall- inn úr brúnni „hver djöfull- inn er þetta, á ekki að drulla þessu í sjóinn aftur?“ Það var gert, því skipun karlsins eru okkar lög. Þegar við vorum búnir að kasta, var gert að fisktittunum í einurn hvelli, sem reyndar var ekki lengi gert, en þá var klukkan að verða sex. Mér var sagt að fara að koma mér aftur í mat, því ég ætti trollvaktina á eftir. Þeg- ar ég kom inn í borðsal var búið að leggja á borðið en maturinn ekki kominn inn. Eg kallaði í kokkinn ogsagði honum að ég ætti að leysa af klukkan sex og spurði hann hvort hann gæti ekki gefið mér að borða. „Jú, það er í lagi“ svaraði hann. Svo kom jólamaturinn. Var það útvatnaður saltfisk- ur og óskrældar kartöflur með bræddu smjörlíki út á, mjólkurvellingur með rúsín- um. Borðaði ég með rnestu lyst, en samt var mér hugsað heim annað slagið á meðan ég át matinn, sem var á borð- um yfirleitt til lands og sjós, fínar steikur, súpur og jafn- vel ávextir. Við vorum víst matarlausir, aðeins var til kjöt í eina máltíð og átti það að vera á jóladag. Þetta viss- urn við allir. Ég kláraði að borða, dreif mig í stakkinn, það voru að koma vaktaskipti. 1 útvarp- inu var verið að hringja inn jólahátíðina. Þakkaði ég fyrir matinn og kallaði „gleðileg jól“. „Gleðileg jól Einar Grétar“ fékk ég á móti. I því er ég fór út á dekk var flautað, vaktaskipti. Gekk ég rólega fram að spili, mætti manninum sem ég átti að leysa af ogsagði „gleðileg jól“ og ekki stóð á svarinu „Einsi, óska þér hins sama, væni, hvað er að borða?“ „Saltfiskur og vellingur" svaraði ég. „Já, guð hjálpi mér“ svaraði hann þá og með það var hann farinn. Égstillti mér upp við brúarhornið í skjóli fyrir vindinum og hríð- arfjúkinu, hugurinn barst óðfluga heim, þar sem allir voru að borða góðan jóla- mat, allirtækju uppjólagjaf- ir, gengið yrði kringum jóla- tréð og jólasálmar sungnir. En ég fengi ekki að heyra neina jólasálma í kvöld. Svona er að vera togarasjó- maður. Þar eru allir dagar jafnir. „Halló, þú þarna við spil- ið, farðu bara aftur í, það er aftansöngur aftur í“ var kall- að, „nei, ég meina aftur í, þú þarft ekki að koma aftur fyrr en búið er að lesa jólakveðj- urnar“ kallaði skipstjórinn. „Þakka þér fyrir skipstjóri“ svaraði ég og tautaði hann þá „gleðileg jól“. Skellti hann brúarhurðinni fast á eftirsér. Lá illa á honum út af ótíðinni og fiskleysinu. Þegar ég kom inn í borð- sal var Dómkirkjukórinn að enda við að syngja Heims urn ból. Settist ég niður hjá félög- um mínum í því er presturinn byrjaði á jólaguðspjallinu. Fór hann svo að tala um sjó- menn sem voru fjarri heimil- um sínum á þessari miklu há- tíð. „Þeir eru hetjur hafsins, hermenn þjóðarinnar, sem margir hverjir væru nú við störf sín í misjöfnum veðr- um á hafi úti.“ Svo bað hann fyrir þeim og aðstandendum þeirra. Það marraði í togblökk- inni er öldurnar sleiktu skipshliðina og ultu inn fyrir lunninguna og gerði þennan hátíðarbrag, sem hvíldi yfir mannskapnum, heldur óraunverulegan. Enda allir órakaðir og vinnuklæddir. Samt gat maður haldið að við værum komnir í kirkju. Fannst mér þannig stemm- ing yfir öllu. Hreyfing skipsins, niður skrúfunnar, lét mann finna að svo var ekki. Þegar ræðu prestsins lauk var sungið „I Betlehem er barn oss fætt“. Rauluðu margir félaga minna með en aðrir sátu djúpt hugsandi með hönd undir kinn. Svo er messu var lokið fóru menn að ræskja sig og kokkurinn bauð upp á aukasopa og var það vel þeg- ið. Þá tilkynnti þulurinn í út- varpinu að nú yrðu lesnar jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. Settust þá allir hljóð- lega aftur og biðu spenntir eftir að röðin kæmi að okkar skipi. Loks kom að því. Nokkrir okkar fengu kveðj- ur og ljómuðu þeir af gleði og ánægju. Hinir, sem engar kveðjur fengu, voru súrir á svipinn. En þá kom loft- skeytamaðurinn með skeyti, sem komu til sumra í gegn- um stöðina. Urðu þeir sælir og ánægðir. Fóru menn nú almennt að tala saman. Var eins og spennunni væri létt, þegar menn voru búnir að hlusta á jólasálmana og jólakveðj- urnar. Varð ég nú að fara út á dekk aftur að fylgjast með vírunum. Uti var norð-aust- an gjóla og snjókoma. Var ég ekki búinn að standa þarna nema í fimm mínútur þegar karlinn öskraði „híf upp“. Trollið var híft. Lífið um borð var byrjað aftur sinn vanagang, eins og það hefur alltaf verið og mun alltaf verða um borð í togara, sama hvaða dagur er. Gleðileg jól. „Þeir eru hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar'1. - Á innfelldu myndinni er höfudnur greinarinnar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.