Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 46

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 46
JÓLABLAÐ wica/e nszza Björgunarsveitin Þorbjörn 40 ára Nú í haust var haldið upp á þau merku tímamót í Grindavík að Björgunarsveitin Þorbjörn, sem er deild innan Slysavarna- deildarinnar Þorbjörns, átti 40 ára afmæli. Um leið var vígt hús fyrir hraðbjörgunarbát sveitarinnar, Odd V. Gíslasón. Hér á eftir birtast tvær af þeim ræðum sem fluttar voru við þctta tækifæri, ræður feðganna Tómasar Þorvaldssonar og Gunnars Tómassonar. Tómas var fyrsti formaður björgunar- sveitarinnar en Gunnar er núverandi formaður hennar. Þá birtast með ræðum þessum myndir sem fréttamaður Vík- urfrétta í Grindavík, Helga Pétursdóttir, tók við þetta tæki- færi. Kæru gestir, Grindvíking- ar og ekki síður þiðgóða fólk úr nágrannabyggðum, verið þið öll velkomin. Okkur þyk- ir ákaflega vænt um að hafa ykkur hér með okkur í dag. En tilefnið er 40 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þor- björns. Hún var stofnuð 1947 samkvæmt tillögu frá Ingi- björgu Jónsdóttur kennara, fluttri á aðalfundi Slysavarn- adeildarinnar Þorbjörns 1946 og var samþykkt ein- róma. En í raun má segja að þá þegar hafi björgunarsveit verið búin að starfa um fjög- urra ára tímabil. Sem aðal- verkefni hafði hún þá með- ferð brimróðrabáts sem við fengum 1942, notaður hér á víkinni til að fara um borð í báta, sem ekki gátu athafnað sig í gömlu lendingunni sök- um brims, en lagt út á fyrir innan svokallaðan snúning og slarksamar og hættulegar ferðir. En þegar við kom- umst með sæmilegu móti inn í Hóp, höfnina sem nú er, lagðist þetta af og báturinn Tómas Þorvaldsson fór austur á Borgarfjörð eystri til svipaðra nota. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur, hvaða tildrög urðu að stofnun Slysavarna- félags íslands og hvað veldur því, að svo giftusamlega skuli hafa tekist til í störfum þess. Eg fyrir mitt leyti hef alltaf sétt það í samband við hina hörðu lífsbaráttu, sem íslenska þjóðin hefur þurft að heyja fyrir tilveru sinni og afkomu. Þessi barátta mót- ast af því, hvar landið er á hnettinum. Sumur eru stutt og oftast köld og vetur langir, kaldir og óblíðir. Flestum er vel kunnugt um hörmuleg sjóslys hér við land gegnum aldirnar. Litl- ar, opnar og illa búnar fleyt- ur voru oft auðveld bráð stórviðranna. Stundum lá við að heil byggðarlög legð- ust í eyði vegna þess að flest- ar fyrirvinnur heimilanna fórust á einni vertíð eða í einu og sama óveðrinu. Þó að skipin stækkuðu með tilkomu skútualdar og síðar með vélbátum og tog- urum, þá tók ekki fyrir hörmuleg sjóslys. Fjöldi manns fylgdist með því úr landi, hvernig skipshöfnin á kútter Ingvari barðist fyrir lífi sínu í innsiglingunni til Reykjavíkur og enga hjálp var hægt að veita. Svo sem kunnugt er, fórust allir skip- verjar. Þetta atvik mun hafa átt drjúgan þátt í því að hrinda í framkvæmd skipu- lögðum slysavörnum hér á landi. Mörg önnur sjóslys mætti hér nefna frá byrjun þessarar aldar, en þaðverður ekki gert að sinni. I tímans rás hafa margir góðir og gegnir Islendingar velt því fyrir sér, hvernig við mætti bregðast, þegar skips- strönd verða eða önnur óhöpp á sjó. Einn er sá mað- ur, sem ekki er hægt annað en að minnast á í þessu sam- bandi, en það er séra Oddur Óskum starfsmönnum okkar og viðskipta- vinum gleðilegra jóls, árs og friðar, og þökkum samstarf og viðskiptin á árinu. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA Hluti af bílaflota Björgunarsveitarinnar. V. Gíslason, sem þjónaði Staðarprestakalli hér í Grindavík á síðari hluta 19. aldar til ársins 1894. Hann var upphafsmaður að ýmsu í slysavarnamálum hér á landi og var ótrauður í baráttu sinni í þeim efnum. Sjálfur reri hann til fiskjar og þekkti því vel til sjómennsku. Hann lagði mikinn tíma og fé á þeirra tíma mælikvarða í það að ferðast um sjávarþorpin og fræða sjómenn um allt það sem betur mætti fara og gæti komið í veg fyrir óhöpp. Eitt af mörgu, sem hann var upphafsmaður að og enn er í notkun um borð í fískiskip- um, eru svokallaðir báru- fleygar. Máli sínu til stuðnings gaf séra Oddur út blað, er hann nefndi Sæbjörgu. I það blað reit hann greinar til fróðleiks og upplýsinga fyrir sjófar- endur og setti fram varnað- arorð af miklum eldmóði. Þá mun séra Oddur einnig hafa verið hvatamaður að stofnun Bjargráðasjóðs íslands. Boðskapur séra Odds festi rætur hér í Grindavík og menn bundust samtökum um stofnun slysa- og sjúkra- sjóðs árið 1898. Hér í Grindavík hefur hugur fólks ætíð snúist mik- ið um sjóinn og þá einnig þau válegu sjóslys, sem hér hafa orðið, ekki síst þau slys, þar sem svo til ekkert var hægt að aðhafast til hjálpar. Það var því ekki talað fyrir daufum eyrum þegar farið var að huga að stofnun slysavarnar- deildar í Grindavík. Fiskifélag íslands réð Jón E. Bergsveinsson í sína þjón- ustu til þess að ferðast um landið sem erindreki í þágu slysavarna. Jón vann mikið og óeigingjarnt starf, sem aldrei verður fullþakkað. Ár- angur af starfi hans var stofnun Slysavarnafélags ís- lands árið 1928. Á einni af ferðum sínum kom Jón Bergsveinsson til Grindavíkur. Það var 2. nóv- ember 1930. Boðað var til stofnfundar Slysavarna- deildarinnar Þorbjörns. Á fundinn komu 56 karlar og konur og gerðust þau öll stofnfélagar. Fyrsti formaður slysa- varnadeildarinnar var kjör- inn Einar Einarsson í Kross- húsum. Ritari varlngimund- ur Guðmundsson í Hraun- teigi og gjaldkeri Eiríkur Tómasson á Járngerðarstöð- um. Það þykir hlýða við slík tækifæri að rifja upp það helsta úr sögu deildarinnar og björgunarsveitarinnar. Mun ég nú stikla á stóru í því sambandi. Fljótlega reyndi á hina nýju slysavarnadeild. Hinn 24. mars 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet á Hraunsfjöru með 38 manna áhöfn. Forystumenn deildarinnar brugðu skjótt við og nægur mannafli fylgdi þeim á strandstað. Haldið var af stað með þau björgun- artæki, sem búið var að koma fyrir í Grindavík, svo- kölluð fluglínutæki, og er ekki að orðlengja það að gift- usamlega tókst að bjargapll- um skipverjum á tiltölulega skömmum tíma þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þetta var sögulegur atburður. Fyrsta björgun manna úr sjávar- háska hér við land með flug- línutækjum. Árið 1933 strandaði Skúli fógeti frá Reykjavík skammt frá Ræningjatanga austan við Staðarberg. Strandið bar að með lágum sjó í veltu- brimi, roki og byl. Við hin erfiðustu skilyrði tókst slysa- varnadeildarmönnum að bjarga 24 manna áhöfn skipsins, en 13 drukknuðu. Bíllinn sem flytur bát sveitarinnar á milli staða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.