Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Side 6
* Eitt pund af úrani er jafn mikils virði og þrjármilljónir punda af kolum eða olíu.James Lovelock, vísindamaður og umhverfissinni í Bretlandi.Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Hlýnandi loftslag veldur mörg- um áhyggjum en ekki eru alltaf fyrir hendi traustar upplýs- ingar til að meta hættuna fyrir náttúruna. Gott dæmi er staða hvítabjarna (ísbjarna) á norð- urskautssvæðinu sem eru háðir þykkt og útbreiðslu haf- íss. Lítið af ís merkir fáa seli fyrir þá til að éta. Birnirnir skiptast í 19 stofna sem geta þó blandast. Á vef IUCN-náttúruverndarsamtak- anna kemur fram að þrír eru í vexti, sex stöðugir, einn að stækka. Upplýsingar um níu stofna, einkum í Síberíu, eru ófull- nægjandi, segir IUCN. Í Kína og Indlandi er ógrynni afkolum, birgðir í jörðu semmyndu fræðilega séð duga þess- um ríkjum í aldir. En fyrir nokkr- um dögum var loftmengunin í Pek- ing 17 sinnum hærri en efstu mörk sem miðað er við hjá heilbrigðisyf- irvöldum. Fólki var ráðlagt að halda sig innandyra. Ástandið er oft lítið skárra í Nýju Delhí en Ind- verjar gera að sögn minna af því að mæla. En bæði Indland og Kína reisa nú hvert kolaorkuverið á fætur öðru, samanlagt nokkur slík í viku hverri. Xi Jinping Kínaforseti og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segjast vilja taka þátt í aðgerðum til að minnka losun kol- díoxíðs og annarra gróðurhúsa- lofttegunda sem taldar eru ýta und- ir hlýnun andrúmsloftsins. Þeir vilja draga úr kolanotkun – en ekki strax. Stjórnmálaskýrendur eru á því að ef leiðtogarnir tveir standi fast á sínu tryggi þeir enn betur pólitíska stöðu sína heima fyrir. Xi segir að ekki megi koma í veg fyrir að „fátækar þjóðir bæti lífs- kjörin“ með því að auka orkunotk- un. Og Modi segir að 300 milljónir Indverja hafi ekki aðgang að raf- magni, það myndi kæfa efnahag landsins ef dregið yrði núna úr orkuframleiðslu með kolum. Til- lögur sem lagðar hafa verið fram um fjárhagslega og tæknilega að- stoð við fátækar þjóðir svo að þær geti tekið upp betri tækni dugi ekki til. Ríku þjóðirnar eigi mesta sök á vaxandi magni koldíoxíðs síðustu aldirnar, þær hafi náð völdum og orðið auðugar með því að nota jarð- efnaeldsneyti. Þær verði nú að vera örlátari og bera þyngstu byrðarnar. „Allt annað væri siðferðislega rangt,“ segir Modi. Kína losar nú mest allra ríkja af koldíoxíði, Indland er í þriðja sæti, á eftir Bandaríkjunum. En í Banda- ríkjunum fer losunin minnkandi, vaxandi í hinum tveimur. Þau iðn- væðast af kappi og það merkir aukna orkunotkun. Orkurisar skjálfa Ef spár um hratt hlýnandi loftslag næstu áratugi rætast þarf mann- kynið að laga sig að gerbreyttum aðstæðum. Sums staðar munu að- stæður batna, ræktun verða auð- veldari, loftslag þægilegra. En ann- ars staðar versnar ástandið og það á ekki síst við í fátækum löndum. Ef... Nú ræða menn ákaft sam- ræmdar aðgerðir á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París og vonast til að í þetta sinn takist að samþykkja bindandi álykt- un um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda. Financial Times segir að hundruð fulltrúa fyrirtækja af öllu tagi hafi hópast til Parísar að fylgjast með og verja hagsmuni sína. Niðurstaða ráðstefnunnar gæti haft áhrif á það hvernig bílvélar verði notaðar, hvernig hús verði hit- uð [eða kæld], hvernig orkufyr- irtæki framtíðarinnar verði og hvernig menn framleiði stál og sement. Jarðgas gæti þó hlotið tímabundna náð vegna þess að það eykur mun minna CO2-losunina en olía og kol. En menn beini sjónum sínum síð- ustu árin að einhverju sem geti komið í stað jarðefnaeldsneytis. Kol og olía verði kannski framvegis lát- in hvíla óhreyfð í jörðu. „Það er líka ástæðan fyrir því að Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hefur varað við því að fjárfestar geti hugsanlega horft fram á „geysilegt tap“ ef ríkisstjórnir grípi til róttæk- ari aðgerða í loftslagsmálum sem valdi því að hlutafé í fyrirtækjum á sviði jarðefnaeldneytis verði lítils virði,“ segir blaðið. Allmörg stórfyrirtæki á þessu sviði, þ. á m. Shell, BP, Aramco og Statoil, hafa nýlega lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum. Á síðasta alþjóðafundi SÞ, árið 2009 í Kaupmannahöfn, sömdu stórveldin að lokum á lokuðum fundum. Þegar niðurstaðan var lögð fyrir allsherjarþing SÞ, þar sem nóg er að eitt aðildarríki sé ósam- mála hinum, þá fellur slík ályktun. Fáein ríki, þ. á m. Venesúela og Kúba, voru á móti og því var ekki gerður bindandi samningur. Hver sem niðurstaðan verður núna er ljóst að menn munu ann- aðhvort fagna eða amk. verja hana með því að lagður hafi verið grunn- ur að metnaðarfyllri aðgerðum síð- ar. Einhverjir munu segja að ein- göngu hafi verið framleitt meira af froðu á rándýrum alþjóðafundi með veisluglaumi þar sem leiðtogar skjalla hver annan. Vandanum hafi þeir ýtt á undan sér. En ætlunin er núna að tryggja árleg framlög til orkutæknilegrar aðstoðar við fátæku löndin, alls 100 milljarða dollara. Það er allt of lítið að mati Indverja. En hvernig á að nýta þetta fé og hver á að hafa eft- irlit með því að það renni raunveru- lega til þess að draga úr losun en ekki annarra verkefna? New York Times segir að það sé enn óljóst, ekki sé búið að semja um þau mál. Þar sem kol eru lykill að „betra“ lífi LEIÐTOGAR FÁTÆKRA ÞJÓÐA SEGJA ÞAÐ ÓSANNGJARNT AÐ RÍKU IÐNVELDIN ÚTVEGI ÞEIM EKKI MEIRA FÉ TIL AÐ DRAGA ÚR LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA. SNÚIÐ GETUR ORÐIÐ AÐ LEYSA ÞÁ DEILU Í BAKHERBERGJUM RÁÐSTEFNUNNAR Í PARÍS. Neoma, sex ára indversk stúlka í Nýju Delhí, á leið í skóla. Hún er með andlitsgrímu vegna loftmengunar. Í borginni búa um 18 milljónir manna og mengun þar og í fleiri indverskum borgum er sú mesta sem þekkist í heiminum. AFP ÓTTAST UM BIRNI HEIMURINN BANDARÍKIN SAN BERNARDINO Verið er að rannsaka feril hjóna sem réðust á starfsyst mannsins málaskrifstofuélags í borginni San Bernardino í Kaliforníu á fimmtudag og skutu 14 þeirra til bana. Lögreglan skaut árásarfólkið til bana. Ekki er ljóst hvað fékk það til að vinna ódæðið en sagt hugsanlegt að um deilur við vinnufélaga hafi verið að ræða. En í ljós hefur komið að fólkið hafði átt samskipti við menn sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtök. SUÐUR-AFRÍKA PRETORÍU Áfrýjunarréttur í Suður-Afríku hefur reytt niðurstöðu dómara sem úrskurðaði að fatlaðib uparinnhla scar PistoriusO , sem árið 2013 skaut bana hefði gerstnustu sína, Reevu Steenkamp, tilun gáleysi.ekur um manndráp afs ur sekur umEr hann nú sagð orð og gæti því fengið allt aðm Pistorius er nú í5 ára fangelsi. eftir að hafa afplánaðistofufangels eitt ár af upprunalegum fimm ára dómi sínum.fangelsis TAÍLAND BANGKOK Tíu Sýrlendingar með tengsl við Ríki íslams, IS, fóru í október til Taílands með það í huga að ráðast á Rússa í landinu. Kemur þetta fram í leynilegum gögnum sem taílenska lögreglan hefur lekið í fréttamiðla og byggjast á upplýsingum öryggislögreglu Rússlands. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og hafa ráðist á stöðvar IS en einnig aðra uppreisnarflokka sem berjast gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. DANMÖRK ÖFNKAUPMANNAH Kjósendur á fim gmtudaí Danmörku höfnuðu slu tillöguí þjóðaratkvæðagreið minnihlutastjórnar rs LökkeLa Rasmussen anir féllu fráum að D undanþágu sem þeir hafa varðandi samstarf í lögreglu- og dómsmálum við önnur ríki Evrópusambandsins. 53% sögðu nei, 47% já við því að auka þannig þátttöku í samrunaferlinu. Niðurstaðan þykir vera áfall fyrir ESB en þess má geta að ungir kjósendur voru enn andsnúnari tillögunni en þeir eldri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.