Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 *Margir tugir manna urðu veðurtepptir,gistu áfram í lúxusherbergjum og borðuðumorgunmat í morgun endurgjaldslaust. Svanhildur Daníelsdóttir hældi Sigló hóteli í hástert á Facebook. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND GRINDAVÍK Auglýst er eftir tilnefning stuðningsmann ársins í va á íþróttmanni og íþróttak Grindvíkur. Stuðningsmað verið s sem he einhve stutt v á grasr íþrótta bænum BORGARNES Undirritaður hefur verið samningur á milli Ungmennasambands Borgarfjarðar, m verslunarmanna- 0helgina 2 16. Unglingalandsmót var í Borgarnesi 2010. ÞINGEYRI Sjálfboðastarf í þágu fyrirtækjaþjónustu, sem u fólk frá útlöndum sinnir, e vaxandi vandamál á Ísland VerkalýðsfélagVestfjarða l málið til sín taka og vísar auglýsingar frá Simbahöllin á Þingeyri. Fólk þurfi að vinna 4-5 tíma á dag og fái aðeins gi sem laun, segir á bb.is PESKAUN Sálfræð í N HVERAGERÐI Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum út árið . Með því móti á að stuðla að lækkun byggingakostnaðar, gjöld fyrir lóðir og erð hafa fyrir a v rð Hugmyndin kviknaði í tón-leikaferð Hymnodiu íNoregi síðasta vetur. Þá spjallaði ég við slagverksleikarann Harald Skullerud sem ég vissi að hafði unnið með samískri söng- konu, ég hef sjálfur mikinn áhuga á samískri menningu og spjallið varð til þess að við ákváðum að vinna saman,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu á Akureyri. Hópurinn tók á dögunum upp tónlist sem gefin verður út á diski á vordögum. Skemmtilegar andstæður Þemað er kvöld- og næturtónlist, „ekki endilega drungaleg, við flytj- um til dæmis fallegar vögguvísur, en blöndum saman íslenskri og annarri norrænni tónlist, gamalli og nýrri og blöndum líka saman hefðum. Samíska söngkonan Ulla Pirttijärvi kyrjar jojk; það er eins- konar jóðl, undir íslensku tónlist- inni og við flytjum m.a. tvö samísk lög.“ Tónlistin var tekin upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Eyþór spilar á aldargamalt, fót- stigið orgel, Sigurður Flosason á málmblásturshljóðfæri, sem margir tengja við djass, og slagverksleik- arinn norski á ýmiskonar hljóðfæri ættuð frá Vestur-Afríku þar sem hann hefur starfað. „Andstæðurnar eru því miklar en skemmtilegar og verkefnið óvenjulegt. Eftirhljóm- urinn í Verksmiðjunni er mjög langur og ástæða þess að við völd- um að taka upp þar er sú að okkur fannst það passa vel við dimman tóninn í músíkinni. Jojk gerir tón- listina líka mjög sérstaka. Ég veit raunar ekki til þess að jojk hafi verið notað í íslenskum lögum.“ Verkefnið kallar Hymnodia Kveldúlf, sem er skemmtilegt í ljósi sögunnar, en reyndar algjör tilviljun. Eins og mörgum er kunnugt rak hið öfluga útgerð- arfyrirtæki Thors Jensen, Kveld- úlfur, síldarverksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð, sem var sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu þegar hún var byggð 1937. „Í vor þegar við vorum að þróa hugmyndina þurfti vinnunafn á verkefnið til að geta sótt um styrki, ég hugsaði um kuldann í lögum og datt í hug nafnið Kveldúlfur; Kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína ... Hafði þá ekki hugmynd um að fyr- irtækið hefði borið þetta sama nafn!“ Átta stiga frost var í Verksmiðj- unni þegar söngvararnir 18 og hljóðfæraleikararnir komu saman. Hitað var upp með tónleikum á fimmtudag í síðustu viku en tekið upp næstu þrjá daga. „Mönnum var auðvitað kalt þegar sitja þurfti eða standa kyrr við upptökur en enginn kvartaði. Stemningin var góð og allir einbeittir. Þetta er magnað hús til að taka upp í og andrúmsloftið á Hjalteyri mjög fal- legt. Íbúarnir fylgdust vel með og voru allir mjög hjálplegir.“ Safna á Karolina Fund Vert er að geta þess að Hymnodia fjármagnar verkið í gegnum Karol- ona Fund. Fólki gefst kostur á að leggja í púkkið og allar upplýs- ingar þar að lútandi má finna á heimasíðunni www.hymnodia.is og rétt að taka fram að frestur til þess að vera með rennur út á þriðjudaginn. „Það gengur mjög vel. Þetta er langdýrasta verkefni okkar hingað til og við treystum á söfnunina; en við verðum að ná setti marki, 10.000 evrum, annars fáum við ekki krónu. Okkur er sagt að alltaf safnist mest síðustu dag- ana og erum því bjartsýn.“ EYJAFJÖRÐUR Kveldúlfur snýr aftur til Hjalteyrar KAMMERKÓRINN HYMNODIA VINNUR AÐ SKEMMTILEGU VERKEFNI ÁSAMT SIGURÐI FLOSASYNI SAXÓFÓNLEIKARA, SAMÍSKU SÖNGKONUNNI ULLA PIRTTIJÄRVI OG NORSKA SLAGVERKSLEIKARANUM HARALD SKULLERUD Hluti Hymnodiu syngur í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kalt var innandyra eins og sjá má af klæðnaði söngvaranna! Ljósmyndir/Daníel Starrason Sigurður Flosason blæs í saxófóninn. Samíska söngkonan Ulla Pirttijärvi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.