Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 15
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 fyrir jólin Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA Gyða Gísladóttir er blómaskreytir og eigandiblómabúðarinnar Burkna í Hafnarfirði. Hún erbúin að reka búðina í tæp 20 ár. Hún er alin upp í kringum blóm en foreldrar hennar stofnuðu Burkna ár- ið 1962. Þá var búðin til húsa í Strandgötu en hún flutti í núverandi húsnæði við Linnetsstíg árið 1969. Búðin hefur því verið til í rúma hálfa öld og segir Gyða að hún eigi marga góða fastakúnna sem hún er þakklát fyrir. Hún lofar líka þorpsstemninguna í miðbæ Hafn- arfjarðar og ekki spillir fyrir að jólaþorpið er handan við hornið. Kemst í grenivímu „Það er mikil stemning fyrir jólin og meira að gera,“ seg- ir hún og bætir við að fólk sem komi í blómabúðir fyrir jólin sækist eftir upplifun. „Vörurnar fást orðið útum allt en fólki finnst gaman að fara í blómabúð. Það er önnur stemning að kaupa greni í blómabúð en á kassa í stórmarkaði,“ segir hún en eitt af því skemmtilega við að fara í blómabúð er ilmurinn sem tekur á móti manni. „Þegar maður er að byrja að vinna með grenið í nóv- ember kemst maður í einhverja vímu. Lokar augunum og er kominn inn í skóg. Grenið á svolítið þennan árstíma,“ segir hún en annað sem tilheyrir aðventunni eru hýas- intur og túlípanar. „Þessir lifandi hlutir, þetta er eitthvað svo dýrmætt um jólin.“ Margir kransar gamlir vinir Mörgum fastakúnnum fylgja sömu kransarnir. Gyða er bæði að laga kransa og vefja uppá nýtt fyrir fólk en margir koma líka með til dæmis kristalsaðventukransana frá Kosta Boda sem margir þekkja og láta skreyta þá fyrir sig. „Þetta eru jafnvel þrjátíu ára kransar sem mað- ur er að lappa uppá. Þetta eru orðnir gamlir kunningjar. Fólk tekur ástfóstri við vissa hluti sem það notar um jól- in. Með árunum fá þessir hlutir stóran sess á jólunum. Fólk segir oft við mig; það má engu breyta því þá verður allt vitlaust.“ Hvaða straumar og stefnur eru ríkjandi í jólaskreyt- ingunum? „Í ár er kopar, gull og svart áberandi. Svo þegar nær dregur jólum, þá verður bara allt rautt, það er bara ein- hvern veginn þannig. Rauði liturinn vinnur alltaf,“ segir hún. Upplifunin stór þáttur Adda Guðrún Gylfa- dóttir, starfsmaður blómabúðarinnar, og Gyða Gísladóttir, eigandi hennar. BLÓMABÚÐIN BURKNI Hún hefur gaman af því hvað fólk notar blóm mikið yf- ir aðventuna en þá er hvíti liturinn áberandi. Úrvalið er líka miklu meira en það var, nú eru til bæði innlend og er- lend blóm, rósir og nellikur. Túlipanarnir koma síðan bæði afskornir og af lauk. Grenið kemur mest frá Danmörku en íslenska furan er líka notuð. „Ég nota hana mikið í skreytingar og með blómum í vasa,“ segir Gyða. Hún segir líka lítil sýprus-tré njóta vinsælda um þess- ar mundir og jólastjarnan sé sívinsælt aðventublóm. „Mér finnst fólk vera meira með náttúruleg efni heldur en hefur verið áður. Mér finnst það mjög skemmtilegt.“ Byrjaði allt með gerviblómum Foreldrar Gyðu, Sigrún Þorleifsdóttir og Gísli Jón Eg- ilsson, stofnuðu Burkna. „Mamma byrjaði á því að búa til gerviblóm niðri í kjallara, falleg blóm úr kreppappír, sem sett voru á vír og dýft í vax,“ segir hún. „Þetta varð mjög vinsælt en það var ekki sama aðgengi að lifandi blómum á þessum tíma. Fólk pantaði allskonar skreytingar hjá henni,“ segir hún en búðin var stofnuð í kjölfar þessara vinsælda. Faðir hennar var sjómaður en var heilsuveill og lést árið 1978. Móðir hennar rak búðina þangað til Gyða keypti árið 1996. „Hún fylgist vel með og getur ekki beðið með að koma hingað fyrir jólin og fá að gera eitthvað.“ Ilmurinn er lokkandi í blómabúðum. Rautt og grænt saman er klassískt um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.