Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
Ég heyrði litla stúlku, fimm ára gamla,syngja þetta ljóð Jónasar Hallgrímssonarfyrir ömmu sína án þess að reka nokkurn
tíma í vörðurnar.
Ég heyrði líka samtal þeirra að söngnum lokn-
um. „Finnst þér þetta ekki fallegt, amma? Þetta
er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fótbrotnaði í
Kaupmannahöfn þegar hann datt í stiga og þetta
er kveðja heim til Íslands.“
Ég spurði ömmuna hvort hún vissi hver hefði
kennt barninu ljóðið og nestað það með þessum
fróðleik. „Hún lærði þetta í leikskólanum, hún
lærði þetta í Hagaborg.“
Það er ekkert sjálfgefið að leikskólinn búi
börnum uppeldi á þennan hátt. Aðrar aðferðir til
fræðslu og afþreyingar geta verið auðveldari en
sú að ganga með fimm ára börn inn í smiðju höf-
uðskálda Íslands.
Litla stúlkan söng ömmu sinni ljóðið á degi ís-
lenskrar tungu. Sumir leikskólar hafa notað
þennan dag, sem um árabil hefur verið haldinn
hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar, 16. nóvember, til sérstaks menningarátaks
og er það vel. Stundum munu einhverjir skólar
hafa haft samráð sín í milli um verkefni og hef ég
grun um að svo kunni að hafa verið að þessu
sinni.
Ræð ég það af því að ég sá myndband, sem
tekið var um þetta leyti, þar sem stúlka úr öðrum
leikskóla rappaði Íslandskveðju Jónasar og gerði
það vel! Hvað sem því líður þá hefur leikskólinn
Hagaborg með framgöngu sinni, að mínum dómi,
skipað sér í flokk öndvegismenntastofnana og
leikskólakennararnir þar minnt okkur á það með
verkum sínum hve mikilvægu hlutverki þeir
gegna.
Leikskólinn og ljóðin
* Litla stúlkan söng ömmusinni ljóðið á degi ís-lenskrar tungu. Sumir leik-
skólar hafa notað þennan dag,
sem um árabil hefur verið
haldinn hátíðlegur á fæðing-
ardegi Jónasar Hallgrímssonar,
16. nóvember, til sérstaks
menningarátaks og er það vel.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Grein sem Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
ritaði í vikunni í Fréttablaðið hefur
vakið mikla athygli en í henni segir
hann fjársvelti Landspítalans svart-
an blett á íslenskri menningu. Verði
fjárlagafrumvarpinu ekki breytt
ætlar hann að safna 100.000 undir-
skriftum undir plagg sem hvetur
landsmenn til að kjósa aldrei aftur
ríkisstjórnarflokkana.
Rithöfundurinn
Sindri Freysson
skrifar á Facebook
um greinina: „Veit
ekki hvor okkar er
orðinn brjálaðri
eða óbrjálaðri með árunum en nið-
urstaðan er óbreytt sú að öfugt við
það sem áður var hef ég ítrekað
seinustu misseri staðið mig að því
að vera sömu skoðunar og Kári
Stefánsson í ýmsum málaflokkum.
Þessi höggþunga grein er fyrirtaks
dæmi um það.“
Hugmyndasmið-
urinn og auglýs-
ingamógúllinn
Örn Úlfar Sæv-
arsson birtir á
Facebook skjáskot
úr Íslendingabók en þar dregur
hann fram þá skemmtilegu stað-
reynd að árið 2008 fæddist íslensk
stúlka á aðfangadag og ber hún
nafnið Helga Nótt. Rithöfundurinn
Gerður Kristný bendir þá á að í
skáldsögu hennar Eitruð epli sem
kom út árið 1998 heiti söguper-
sónan einmitt Helga Nótt og hafi
fæðst á jólanótt.
Veðrið sem gekk yfir landið í
byrjun vikunnar er eitt það versta
sem Íslendingar hafa upplifað lengi
og töluvert eignatjón varð víða um
land. Á samfélagsmiðlunum létu
einhverjir þau orð falla að veðrið
hefði ekki verið tilþrifamikið. Elín
Björk Jónasdóttir veðurfræð-
ingur skrifaði á
Twitter: „28 m/s í
meðalvind í efri
byggðum, skip
sukku í Reykjavík-
urhöfn og ég er
spurð hvort #veðrið hafi nokkuð
komið í borgina #viltublóð?“
AF NETINU
Hafdís Huld Þrastardóttir spilar lög af
nýrri barnaplötu sinni á jólamark-
aðnum við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk
nú um helgina, sunnudaginn 13. des-
ember en nýja platan heitir Barnavís-
ur.
Á plötunni eru þekkt barnalög, sem
flest leikskólabörn þekkja, en Hafdís
Huld vann tónlistina með eiginmanni
sínum, Alisdair Wright. Þá syngur
hópur barna með þeim á plötunni lög
eins og Lonníetturnar, Dansi dansi
dúkkan mín og Það búa litlir dvergar.
Þetta er í annað sinn sem þau hjónin
vinna saman að plötu en árið 2012 kom
út platan Vögguvísur. Barnavísur er
framhald af þeirri plötu sem fékk góð-
ar viðtökur. Auk Hafdísar verður Sig-
rún Eldjárn með upplestur fyrir börn-
in og hljómsveitin Wesen spilar.
Hafdís Huld vann nýju barnaplötuna með eiginmanni
sínum Alisdair Wright.
Morgunblaðið/Ómar
Lög af nýju barnaplötunni
í Heiðmörk
Vettvangur
Í byrjun árs greindi mbl.is frá því að á Bus
hosteli í Skógarhlíð væri hægt að virða fyrir
sér síðasta McDonald’s-hamborgarann sem
seldur var á Íslandi en hann keypti Hjörtur
Smárason 31. október 2009.
Eftir að hafa sjálfur geymt borgarann í
plastpoka úti í bílskúr í þrjú ár bauð Hjörtur
Þjóðminjasafni Íslands hann til vörslu og var
hann þar í eitt ár uns safnið vildi ekki hafa
hann lengur.
Fór það svo að hamborgarinn endaði í gler-
kúpli á farfuglaheimilinu og vekur athygli
gesta og gangandi fyrir það hve „vel“ hann
lítur út þar sem mörgum þykir hreinlega eins
og hann sé nýeldaður enda ekki myglublett
að sjá á brauðinu.
Breska vefútgáfa tískutímaritsins Marie
Claire fjallaði um hinn víðfræga hamborgara
í gær og vekur athygli á því að nú er svo kom-
ið að þeir sem vilja fylgjast með því hvernig
hamborgarinn eldist í beinni útsendingu geta
fylgst með lifandi streymi á netinu í gegnum
heimasíðu Bus hostels, nánar tiltekið bus-
hostelreykjavik.com/last-mcdonalds-in-ice-
land.
Hamborgarinn í beinni
McDonald’s-hamborgarinn á Bus hosteli er nú
kominn í beina útsendingu.