Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 43
Bréfritari var í hópi þeirra sem fengið höfðu ein- kunnina 0 með tveimur aukastöfum, 0,00, og var ekki með kröfur um að fá fleiri aukastafi. Hann hét sjálf- um sér því, að taka sig á og nýta sér góðvilja kenn- arans til fulls. Annir við uppátæki, sem nú eru gleymd, urðu til þess að það dróst til síðustu stundar að hefja alvöruátak í þýskum stíl. En þó vannst verk- ið léttar en fyrra skiptið og bjartar vonir vöknuðu. Veruleikinn Viku seinna mætti kennarinn með úrlausnina. Hann var glaðbeittur og sagðist þakklátur að nemendur hans hefðu mætt til leiks með breyttu hugarfari og höfðu augljóslega hlustað á og tekið mark á áskor- unum hans. Það lofaði góðu. Svo las hann upp einkunn hvers og eins. Bréfritari var framarlega í stafrófinu og kennarinn horfði næst- um hlýlega til hans og sagði: Það er augljóst að þér hafið tekið yður á, enda stefnið þér með þessu áfram- haldi ótrauður í 0,00. Aðdragandinn annars vegar og dómurinn hins vegar stönguðust nokkuð á og jók það áfallið. Nemendum í núllinu hafði fækkað nokkuð. Það var huggun harmi gegn að bréfritari sat ekki einn eftir á þeim stað og hið sameiginlega skipbrot þjappaði hópnum saman. Einn núllarinn spurði hvernig á því stæði að þeir, sem höfðu síðast fengið núll og nú voru sagðir hafa tekið verulegum framförum, væru enn með núll. Kennarinn gladdist við þessa spurningu og hafði augljóslega fengið hana áður á löngum starfsferli. Hann sagði, að þetta væru ekki þau undur eins og virtust við fyrstu sýn. Reglan væri sú, að 20 villur í stíl þýddu að nemandi fengi núll. Nemandi, sem í seinasta stíl hefði haft t.d. 50 villur hefði þá fengið 0,00. Nú væri sami nemandi kannski aðeins með 28 villur. Hann hefði því augljóslega tekið miklum fram- förum en væri eftir sem áður áfram með 0,00. Fram- farir nemanda, sem fengið hafði 0,00 í október og aft- ur nú í nóvember, kynnu þannig að hafa verið mun meiri en t.d. nemanda sem síðast hefði fengið 3,44 en nú 3,88. Þess vegna mætti augljóst vera að nýja núllið væri um margt mun huggunarríkara en gamla núllið. Í frímínútum báru núllarar sig saman og bölvuðu ruglinu í þessu gewesen-fóli. Þeir höfðu jú allir haft væntingar um að fá betri einkunn en síðast og það væri vonlaust að útskýra áframhaldandi 0,00 fyrir heimavígstöðvunum af nokkru viti. Það væru ekki til nein góðkynja og illkynja núll nema í hausnum á karl- inum við kennarapúltið. Þeir voru reiðir. Þeir höfðu haft væntingar og væntingar geta ráðið úrslitum. Þær voru ekki viðmiðunin fyrir einkunnir í 4 D, en þær voru á hinn bóginn nánast eina viðmiðunin fyrir einkunnir Parísarráðstefnunnar. Væntingar rekast á vegg Það er þess vegna sem þessi 40.000 manna ráðstefna er svo víða að sjá einkunnina 0,000. Síðustu misserin hafa væntingar vegna þessarar ráðstefnu vaxið dag frá degi. Stjórnmálamenn, með einlæga sannfæringu í málinu, hafa reynt að tala ráðstefnuna upp í þeirri von að tækist það vel þá kæmust menn einfaldlega ekki hjá því að taka afgerandi ákvarðanir og þær helst bindandi. Þrýstingurinn yrði svo mikill. Pólitíski rétttrúnaðurinn hefur einnig vitað hvað til síns friðar heyrir. Reykvískur borgarstjóri hefur ekki verið einn um sjónarspil og sýndarlæti sem enga raunverulega þýðingu hafa. Fjölmargir svipaðir menn hafa verið á fleygiferð með látalæti í aðdrag- anda þessarar ólukkulegu ráðstefnu. Loftslagsmál hafa seinustu árin bæst í hóp skraddarasaumaðra mála sem leyfilegt er að nota án nokkurra raka og enn síður sanngirni til að stilla andstæðingi upp í óbærilega stöðu. Þeir eru opinberlega kallaðir afneit- unarsinnar og vísindamenn úr þeirra röðum fá ekki greinar sínar birtar, þótt óaðfinnanlegar séu að upp- byggingu og nálgun, af því að hún er að einhverju leyti á skjön við hina einu sönnu viðurkenndu niður- stöðu. Slíkum höfundum er óðara skipað á bekk með þeim sem telja jörðina flata, þótt þeir hafi ekki gefið nokkurt tilefni til slíks skætings. Þessi árátta er því miður vaxandi í þjóðfélagsumræðu. Ekki ein á ferð Hver kannast ekki við „alþjóðasamfélagið“ sem er sagt vera á þessari skoðun eða hinni og eigi eða muni grípa til sinna ráða, þótt enginn viti hvar það komi fram. Og skammt undan er „fjölmenningarþjóð- félagið“. Þeir, sem leyfa sér að spyrja, jafnvel aðeins sjálfa sig, hvort það sé óhætt eða hollt fyrir lítið eða meðalstórt þjóðfélag að taka hömlulaust og óskipu- lega á móti útlendingum, eru sagðir haldnir for- dæmalausum fordómum eða séu þrúgaðir innra hatri. Hrópendurnir, handhafar stimplanna, skilja ekki sjálfir orðið „fordóma“. Beiðni um opna umræðu er sérstök ósk um að ákvörðun verði ekki reist á for- dómum. En beiðnin um umræðuna eina kallar iðulega á ónot og öskur. Beiðnin ein er sögð sýna að málshefjandi sé haldinn uppbelgdu þjóðernisofstæki (og þá eru menn snarlega komnir með lögheimili í næstu götu við Hit- lershjónin, ef ekki nær). Vel meint en skaðlegt Rétttrúnaðarofsinn er að koma þjóðunum í mikinn vanda. Þótt flóttamannastraumurinn um landamæra- lausa Evrópu virtist stefna í að verða óviðráðanlegur þá mátti hvorugt ræða, ónýt landamæri eða straum fólks. Annað stangaðist á við ESB-rétttrúnað og þar voru ofstækisfullir „efasemdamenn“ sagðir vera á ferð, sem varla hafa málfrelsi, og þetta með straum- inn var augljóslega berstrípaður „rasismi“. Nútíma- leiðtogarnir eru svo litlir karlar og kerlingar um þessar mundir að enginn í slíkri stöðu andæfir þess- ari grímuklæddu atlögu að málfrelsinu. Þvert á móti. Sumir þeirra ýta undir hana. Og þeir sömu eru sennilega óviljugir mjög að tryggja að „Parísarráðstefnan“ fái 0,00 í einkunn og gæti verið mjög langt upp í núllið, eins og hjá fúx- inum í D-bekknum forðum. Flöktandi forseti Undanfarin misseri hefur Obama forseti oft verið spurður um hryðjuverkavána, enda tilefnin ærin. Forsetinn hefur útskýrt að hans „hernaðarplan“, sem er ein best varðveitta leyniaðgerð sögunnar, virki. Hryðjuverkamennirnir séu á hröðum flótta. En í framhaldinu hefur Obama gjarnan bent á að það sé hlýnun jarðar og viðbrögðin við henni sem sé hin raunverulega vá. Og forsetinn er ekki einn um það að fullyrða að hlýnunin sé ein helsta undirrót hryðju- verka. Og hann gleymdi sjaldan að nefna ráðstefnuna í París í þessu samhengi. Forsetinn og hver framá- maðurinn af öðrum, jafnvel Karl Bretaprins, hafa ítrekað opinberlega að París „sé síðasta tækifærið“. Sé það rétt að París hafi verið síðasta tækifærið og það hafi verið notað eins og gert var, hvernig er þá hægt að halda öðru fram en að ráðstefnan sú sé hreinasta fíaskó og geri stefnuna í Kaupmannahöfn að sigurstund? Án ábyrgðar Fylgir því virkilega ekki nokkur ábyrgð að tala svona eins og þessir leiðtogar hafa gert? Frakklandsforseti tilkynnti í aðdraganda ráðstefnunnar í París að allt ylti á því að ráðstefnan yrði bindandi. Allt. Yrði slík binding ekki samþykkt stæðu líkur til þess að allt væri tapað. Það vissu flestir á þeirri stundu að nær óhugsandi væri að ráðstefnan yrði bindandi að alþjóðalögum. Nú í lok ráðstefnunnar er munurinn sá að nú vita það ekki flestir heldur allir. Bandaríkjaforseti kennir meirihluta repúblikana á þingi um það að honum hefur ekki orðið neitt ágengt í sínum stærstu málum. En á fyrstu tveimur árum sín- um sem forseti var hann með meirihluta í báðum þingdeildum! Hann og flokkur hans voru þá allsráð- andi í Bandaríkjunum. Hvað gerði hann þá í loftslags- málunum? (Eða í skotvopnamálum?) Ekki nokkurn skapaðan hlut. Af hverju ekki? Meinar hann ekki það sem hann segir? Jú, það er langlíklegast að hann geri það. Vandinn er sá, að áhugi almennings á loftslags- málum er mjög lítill í Bandaríkjunum. Í skoðanakönnunum um mikilvægustu mál lenda þau iðulega mjög aftarlega á meri. Og þótt forsetinn hefði meirihluta í báðum þingdeildum á fyrri helm- ingi fyrsta kjörtímabils og hann hefði meirihluta í öldungadeidinni í sex ár af átta í sinni forsetatíð, þá hafði hann ekki stuðning nærri allra demókrata á þingi í þessum málum. Einmitt þeim málum sem hann segir nú að séu og hafi verið sín mikilvægustu mál, ásamt breytingum á heilbrigðiskerfinu. Mikið talað, lítt hlustað Gallup birti skýrslu nýlega og þar segir: „Hlýnun loftslags“ hefur almennt mælst lægst á meðal Banda- ríkjamanna þegar þeir eru spurðir hver séu helstu áhyggjuefni þeirra í umhverfismálum í hvert sinn sem Gallup hefur spurt á liðnum árum. Í síðustu viku voru Kandamenn spurðir í annarri könnun og þá töldu 13% þeirra loftslagsbreytingar á meðal þeirra þriggja þátta sem þeir hefðu mestar áhyggjur af. Sameinuðu þjóðirnar standa nú fyrir gríðarmikilli netkönnun til að upplýsa um þau atriði sem fólk setur sem forgangsefni sín í lífinu. Könnunin kallast „My World“. Þar er fólki gefinn kostur á að flokka 16 mál- efni sem þeim sé mest umhugað um. Þegar hefur náðst til 8,5 milljóna manna og fjölgar þeim sem taka þátt ört, mest þó frá fátækari hluta heims. Menntun, heilsa og atvinna og góð stjórnsýsla eru langefst á blaði í þessari heimskönnun. Aðgerðir í loftslagsmálum eru aftast í röðinni af 16 málefnum. Raunar langaftast. En valdamesti þjóðarleiðtogi veraldar segir framtíð mannkyns ekki velta á því, hvort hryðjuverkamönn- um gengi betur eða verr. Og þeir séu jú á undanhaldi og komnir á flótta. Það eru því miður ekki nein merki þess. Nema þá það, að vitað er að hryðjuverkamenn- irnir hafa smyglað sér inn í hóp milljóna flóttamanna sem eru á flandri um landamæralausa Evrópu. Ógætilegar yfirlýsingar stjórnmálamanna, sem póli- tískur rétttrúnaður virðist hafa náð heljartökum á, hafa gert sitt til þess að gera allt það mál óviðráð- anlegt. Það kann, því miður, að hafa hörmulegar af- leiðingar. 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.