Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015
Heilsa og hreyfing
Ó
löf Snæhólm Bald-
ursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi hjá Slysa-
varnafélaginu
Landsbjörg, segir að um fjögur
þúsund manns séu á útkallslistum í
94 björgunarsveitum um allt land.
Ásókn í Reykjavík
Mikilvægt er að fá nýtt fólk til
starfa í björgunarsveitum landsins
en það getur ver-
ið erfitt í litlum
bæjum á lands-
byggðinni að
sögn Ólafar. „Á
höfuðborg-
arsvæðinu eru
mjög margir ný-
liðar og mikil
ásókn í að kom-
ast í þjálfun en
úti á landi er
sums staðar búið að virkja alla sem
hægt er að virkja. Þetta eru oft
litlar sveitir þar sem búið er að
grípa alla sem hægt er að grípa í
þorpinu,“ segir hún en aldrei hefur
þó vantað sjálfboðaliða til starfa.
Þjálfun nýliða tekur í kringum
tvö ár. „Flestar sveitirnar hefja ný-
liðaþjálfun að hausti og það tekur
svona tvo vetur. Það er frekar stíft
prógramm en fólk er alltaf að gera
þetta með vinnu og skóla, þannig
að þetta er um kvöld og helgar,“
segir hún.
Ekki bara fyrir útivistarfólk
Ólöf segir að störfin innan björg-
unarsveitar séu mjög mörg og mis-
munandi og ekki þurfa allir að hafa
krafta í kögglum eða brennandi
áhuga á útivist til að taka þátt í
starfinu. „Það er hægt að nýta svo
margt. Flestir eru hrifnir af útivist
og ferðalögum en samt alls ekki
allir. Þetta er ein stór keðja. Það
er kannski einn sem sígur ofan í
sprunguna á jöklinum og bjargar
en hann getur ekkert gert nema
einhver hafi aflað fjár fyrir lín-
unum eða jeppanum sem flutti
hann þangað. Það þarf að halda
bókhald, það þarf að viðhalda tækj-
um og þrífa þau, það þarf að halda
utan um unglingastarfið og stjórna
aðgerðum. Það þarf að sjá um flug-
eldasöluna. Það er mjög breiður
þekkingarbrunnur sem við þurfum
og sem við höfum enda eru björg-
unarsveitirnar þverskurður af þjóð-
inni. Þetta er allt frá nemum og
upp í prófessora og doktora.“
Útrás fyrir „action“-þörf
Fólk fær mikið út úr starfinu með
björgunarsveitum að sögn Ólafar.
„Það fær félagsskapinn. Margt fólk
fær útrás fyrir útivistarþörf og „ac-
tion“-þörf. Svo fær fólk út úr því að
láta gott af sér leiða, það skiptir
líka máli. Svo hefur fólk þarna að-
gang að tækjum og tólum sem það
hefur ekki annars. Það geta ekki
allir keypt sér fimmtán milljóna
króna jeppa eða bát. Þarna fær
fólk tækifæri,“ segir hún.
800-900 manns í útkalli
Óveðrið sem gekk yfir fyrir
skemmstu sýndi þjóðinni hversu
mikilvægt starf er unnið innan
björgunarsveita en um 800-900
manns voru að störfum þegar það
gekk yfir. „Þetta var eitt af stærri
útköllum miðað við fjöldann sem
tók þátt. Þetta gekk rosalega vel
og ekki síst vegna þess að almenn-
ingur gerði þetta vel. Vanalega
þegar það er svona vont veður fer
mikil vinna í að sinna bílum sem
hafa fokið út af, bílum sem eru
fastir í snjó, ferðamönnum sem
þora ekki að keyra af því að veðrið
er svo brjálað. Núna var ekkert af
þessu, það voru bara allir heima.
Búið að loka og fólk tók mark á
þessu og búið að að vara ferða-
mennina við. Það hjálpuðust allir
að og þetta tókst rosalega vel.
Þetta minnkaði álagið á björgunar-
sveitum og öðrum viðbragðsaðilum,
en þær höfðu líka nóg með annað,“
segir Ólöf og bendir á að nú fer
brátt í hönd aðalfjáröflun björg-
unarsveita landsins, flugeldasalan,
en um 85% af tekjum þeirra komi
frá flugeldasölu.
RÍFLEGA 1% ÞJÓÐARINNAR Í BJÖRGUNARSVEIT
Þverskurður
af þjóðinni
Störf björgunarsveitarmanns geta verið margvísleg. Sumir síga niður í jökla á meðan aðrir eru í bókhaldi, skipulagningu,
fjáröflun eða viðhaldi á tækjabúnaði. Þörf er á fólki með víðtæka reynslu á ýmsum sviðum.
Ljósmynd/Birgir Örn Sigurðsson
Í STRJÁLBYGGÐU OG VEÐRASÖMU LANDI MEÐ ENGAN
HER ÞARF ÖFLUGAR BJÖRGUNARSVEITIR UM LAND ALLT. Í
KRINGUM FJÖGUR ÞÚSUND MANNS ERU TILBÚNIR VIÐ
SÍMANN EF KALLIÐ KEMUR. UM 85% AF TEKJUM BJÖRG-
UNARSVEITA ER AFLAÐ MEÐ FLUGELDASÖLU.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir
Landlæknir mælir með að eldra fólk stundi miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti 30
mínútur daglega, en hreyfingunni má skipta niður í tvö til þrjú tímabil yfir daginn. Góð dæmi
um miðlungserfiða hreyfingu eru röskleg ganga, sund eða golf. Ýmis heimilisverk geta hentað
sem góð hreyfing, t.d. skúringar og þrif. Garðvinna hentar líka vel og hafa margir ánægju af.
Eldra fólk og hreyfing
VANTAR ÞIG
AUKAPENING?
Dreifingardeild Moggans leitar að dugmiklu fólki
13 ára og eldri, til að bera út blöð í þínu hverfi.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag og byrjaðu
launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi