Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 19
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Anna Sif Mogensen er 17 ára menntaskólamær sem er í ung- liðadeild björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík. Björg- unarsveitir taka almennt við ný- liðum við 18 ára aldur en margar björgunarsveitir eru með starf fyrir áhugasama ungliða sem eru allt niður í 15 ára. „Við mætum einu sinni í viku og erum að læra hvað við myndum gera í alvöru björgunarsveit, hvernig á að nota snjóflóðaýlu og við lærum fyrstu hjálp. Svo flokkum við dósir,“ segir hún en þau eru fimmtán í hennar hópi. „Það eru fleiri strákar en líka nokkrar stelpur sem eru mjög skemmti- legar,“ segir hún. Tók ákvörðun í stormi Anna Sif þekkti engan þegar hún gekk til liðs við sveitina í haust. Hún segir félagsskapinn mjög skemmtilegan en þau hafa meðal annars farið í útilegu í Húsafelli þar sem farið var yfir mörg mik- ilvæg atriði en líka margt skemmtilegt gert, til dæmis hraðkeppni í að tjalda. Anna Sif segist hafa ákveðið að ganga í björgunarsveit þeg- ar stormur geisaði í febrúar síðastliðnum. „Í storminum í febrúar voru svo margir björg- unarsveitarmenn alls staðar og mig langaði bara að fara út og vera með, að vesenast í óveðri,“ segir hún og bætir við að sér þyki það spennandi. Langar að hjálpa fólki Anna Sif hyggst skrá sig í ný- liðasveit á næsta ári þegar hún hefur lokið þjálfun í ungliða- deildinni. „Ég myndi hvetja krakka sem hafa áhuga á úti- vist til að fara í björg- unarsveit,“ segir hún. „Það er mjög gaman í björgunarsveit- inni, alla vega unglingadeild- inni og ég er spennt að halda áfram,“ segir Anna Sif. Hún segist ákveðin í að halda áfram í björgunarsveit í framtíðinni. „Þetta er mjög góður fé- lagsskapur og mig langar líka að hjálpa fólki,“ segir Anna Sif, sem ætlar í læknisfræði að loknu stúdentsprófi. UNGLIÐAR Í BJÖRGUNARSVEIT Útivist og góður félagsskapur Morgunblaðið/Ásdís Anna Sif Mogensen er ákveðin í að starfa í björgunarsveit í framtíðinni. Henni finnst spennandi að vera úti í óveðri og langar einnig að hjálpa fólki. Hversu oft lendir fólk ekki í því að tuskan sé farin að lykta ískyggilega illa? Þá er betra að henda henni hið snarasta í þvott því borðtuska getur breyst í bakteríu- bombu! Þvoum hana við a.m.k. 60°C eða leggjum í klór og skiptum oft um borð- tusku og viskastykki. Eldhúspappír hentar oft í stað tusku. Borðtuska getur orðið bakteríubomba* Svefn er sú gullkeðja sembindur saman heilsu okkarog líkama. Thomas Dekker Ef einstaklingur er meðvitundarlaus skaltu fyrst horfa og hlusta hvort viðkomandi andi eðlilega. Ef þú finnur ekki andardrátt skaltu hefja strax endurlífgun með hjarta- hnoði og hringja í neyðarlínuna. Leggðu þykkhönd ann- arrar handar á miðjan brjóstkassann og hina ofan á þá fyrri og læstu fingrunum saman. Þrýstu kröftuglega beint niður á miðjan brjóstkassann, á ekki minni hraða en 100 hnoð á mínútu og skal halda því áfram þar til hjálp berst. Kynntu þér handtökin betur á skyndihjalp.is. Endurlífgun með hjartahnoði Getty Images/iStockphoto Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Prófaðu ALTA frá Oticon Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Að heyra vel er okkur öllum mikilvægt og ekki síst yfir hátíðarnar þegar fjölskylda, vinir og ættingjar hittast til að eiga góða stund saman. ALTA heyrnartækin gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA eru fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon, búin þráðlausri tækni og algjörlega sjálfvirk. - án skuldbindinga Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.