Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 20
Ferðalög og flakk *Á Amazon.com fæst sniðug bók, Film +Travel Europe með undirtitlinum Travel-ing the World Through Your FavoriteMovies Paperback. Í bókinni er að finnaskrif og myndir af yfir 200 stöðum í Evrópuþar sem frægar kvikmyndir hafa verið teknarupp og ýmsan fróðleik um hvernig má kom- ast þangað og hvar hægt er að gista. Allir aðdáendur Sound of Music ættu fyrr eða síðar að fara til Salzburg en í kvikmyndinni var umhverfi borgarinnar gert ódauðlegt. Staðir sem nauð- synlegt er að heimsækja til að lifa sig inn í myndina eru kirkjugarðurinn Petersfriedhof, Leopoldskron-höllin og Benediktusarklaustrið í Nonnberg. HEIMSÓTTU UMHVERFI EFTIRLÆTISKVIKMYNDARINNAR Ferðast inn í kvikmyndirnar KVIKMYNDIR GERAST EKKI BARA Í TÖLVU- OG KVIKMYNDAVERUM HELDUR Í RAUNVERULEGUM BORGUM, SVEITUM OG EYJUM. HÆGT ER AÐ HEIMSÆKJA ÝMSA STAÐI EFTIRLÆTISKVIKMYNDANNA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Kvikmyndin sem beðið er eftir, Star Wars: The Force Awakens, er tekin upp að stórum hluta á Írlandi og er búist við sprengingu í ferðamannaiðnaðinum þar í landi á næsta ári í kjölfar þess. Meðal staða á Írlandi sem notaðir voru í kvikmyndinni eru Skelligs-eyjarnar, sem liggja ekki fjarri Kerry-ströndinni, en þar er meðal annars að finna klaustur frá 6. öld. Aðeins er hægt að ferðast þangað að sumri til. Staður fyrir Star Wars-aðdáendur til að ferðast til, í rómantískari kantinum, er Villa del balbianello við Como-vatn á Ítalíu en það er villa frá 18. öld sem var notuð til að mynda brúðkaup Anakin Skywalker og Padmé Amidala í Episode II: Attack of the Clones árið 2002. Fallegir garðar eru allt um kring og meira að segja er hægt að leigja svæði þarna fyrir eigið brúðkaup. Fyrsta Jurassic Park-myndin var að megninu til tekin upp á Havaí, nánar tiltekið á Kauai-eyjunni. Eins og aðdáendur kvikmyndarinnar vita er náttúrufegurðin þar einstök. Eitt frægasta atriði kvikmyndarinnar When Harry met Sally, þar sem þau Meg Ryan og Billy Crystal fara á kostum á kaffihúsi, á sér stað á Katz’s Deli á Houston Street í New York, veitingastað sem enn þann dag í dag er hægt að heimsækja en myndin er orðin 26 ára gömul. Raunar hefur þessi veitingastaður verið til í heil 125 ár. Hið víðfræga Kellermańs-hótel úr kvikmyndinni Dirty Dancing er í raun og veru til og hver veit nema hægt sé að kynnast huggulegum dansara á svæðinu. Það er í Pembroke í Virginíu og heitir allt öðru nafni; The Mountain Lake Resort. Það fær fjórar stjörnur á Trip Advisor. Woody Allen-aðdáendur verða ekki sviknir af því að heimsækja Hotel de la Reconquista í Oviedo á Norður-Spáni en kvikmyndin Vicky Cristina Barcelona gerðist að stórum hluta þar auk þess sem umhverfið allt í kring kemur fyrir í myndinni. Bók fyrir kvikmyndaferðir á Amazon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.