Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 20
Ferðalög
og flakk *Á Amazon.com fæst sniðug bók, Film +Travel Europe með undirtitlinum Travel-ing the World Through Your FavoriteMovies Paperback. Í bókinni er að finnaskrif og myndir af yfir 200 stöðum í Evrópuþar sem frægar kvikmyndir hafa verið teknarupp og ýmsan fróðleik um hvernig má kom-
ast þangað og hvar hægt er að gista.
Allir aðdáendur Sound of Music ættu fyrr eða síðar að fara til Salzburg en
í kvikmyndinni var umhverfi borgarinnar gert ódauðlegt. Staðir sem nauð-
synlegt er að heimsækja til að lifa sig inn í myndina eru kirkjugarðurinn
Petersfriedhof, Leopoldskron-höllin og Benediktusarklaustrið í Nonnberg.
HEIMSÓTTU UMHVERFI EFTIRLÆTISKVIKMYNDARINNAR
Ferðast inn í
kvikmyndirnar
KVIKMYNDIR GERAST EKKI BARA Í TÖLVU- OG KVIKMYNDAVERUM HELDUR Í
RAUNVERULEGUM BORGUM, SVEITUM OG EYJUM. HÆGT ER AÐ HEIMSÆKJA
ÝMSA STAÐI EFTIRLÆTISKVIKMYNDANNA.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Kvikmyndin sem beðið er eftir, Star Wars: The Force Awakens, er tekin upp að stórum hluta á Írlandi og er búist
við sprengingu í ferðamannaiðnaðinum þar í landi á næsta ári í kjölfar þess. Meðal staða á Írlandi sem notaðir
voru í kvikmyndinni eru Skelligs-eyjarnar, sem liggja ekki fjarri Kerry-ströndinni, en þar er meðal annars að finna
klaustur frá 6. öld. Aðeins er hægt að ferðast þangað að sumri til.
Staður fyrir Star Wars-aðdáendur til að ferðast til, í rómantískari kantinum,
er Villa del balbianello við Como-vatn á Ítalíu en það er villa frá 18. öld
sem var notuð til að mynda brúðkaup Anakin Skywalker og Padmé Amidala
í Episode II: Attack of the Clones árið 2002. Fallegir garðar eru allt um
kring og meira að segja er hægt að leigja svæði þarna fyrir eigið brúðkaup.
Fyrsta Jurassic Park-myndin var að megninu til tekin upp á Havaí, nánar tiltekið á Kauai-eyjunni. Eins og aðdáendur
kvikmyndarinnar vita er náttúrufegurðin þar einstök.
Eitt frægasta atriði kvikmyndarinnar When Harry met Sally, þar sem þau
Meg Ryan og Billy Crystal fara á kostum á kaffihúsi, á sér stað á Katz’s
Deli á Houston Street í New York, veitingastað sem enn þann dag í dag er
hægt að heimsækja en myndin er orðin 26 ára gömul. Raunar hefur þessi
veitingastaður verið til í heil 125 ár.
Hið víðfræga Kellermańs-hótel úr kvikmyndinni Dirty Dancing er í raun og veru til og hver veit nema hægt sé að
kynnast huggulegum dansara á svæðinu. Það er í Pembroke í Virginíu og heitir allt öðru nafni; The Mountain Lake
Resort. Það fær fjórar stjörnur á Trip Advisor.
Woody Allen-aðdáendur verða ekki sviknir af því að heimsækja Hotel de
la Reconquista í Oviedo á Norður-Spáni en kvikmyndin Vicky Cristina
Barcelona gerðist að stórum hluta þar auk þess sem umhverfið allt í kring
kemur fyrir í myndinni.
Bók fyrir kvikmyndaferðir á Amazon