Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 28
afgangar af New York-kjötbollum
mozzarella ostur,
basil/rucola salat
gott brauð, t.d. baguette
1 tómatur
Skerið ostinn í 1 cm sneiðar. Hitið kjöt-
bollurnar í örbylgjuofni ásamt sósunni og
ostinum. Ristið brauðið eða bakið í ofni,
leggið þunnar tómatsneiðar á brauðið,
setjið 2 bollur sem er búið að hita ofan á
og þar næst rucola salat eða basil. Njótið.
New York-
kjötloka
Matur
og drykkir
Morgunblaðið/Ásdís
*Óskar Finnsson mælir með að eiga alltafbaguette-brauð í frysti því auðvelt er að geraafganga miklu meira spennandi með heitubrauði. Til dæmis er hægt að nota baguettetil að gera girnilegar samlokur með fisk- eðakjötafgöngum og góðri hvítlaukssósu. Af-gangspasta er betra með baguette, annað-
hvort með smjöri eða hvítlaukssmjöri. Og
heitt brauð er snilld með súpum líka.
Alltaf gott að eiga baguette í frysti
K
jötbollur í góðri tómatasósu
eru alltaf vinsælar hjá bæði
börnum og fullorðnum. Það
þarf ekki að taka langan
tíma að matbúa girnilegar bollur
sem bragð er að en á mbl.is sýnir
Óskar okkur á fimm mínútum
hvernig það er gert. Óskar notar í
bollurnar hvítlauk, chili og lauk svo
eitthvað sé nefnt. Hann steikir boll-
urnar fyrst á pönnu og klárar svo
að elda þær inni í ofni með parmes-
anosti yfir. Fyrir upptekið nútíma-
fólk er tilvalið að gera tvöfalda upp-
skrift af bollum og eiga nóg afgangs
fyrir aðra máltíð. Hver vill ekki bíta
í gómsæta kjötbollusamloku eða
kjötbollugratín á köldu vetrarkvöldi
áður en borðin fara að svigna undan
jólakræsingum og smákökum?
Morgunblaðið/Ásdís
BRAGÐMIKLAR KJÖTBOLLUR NÝTTAR Í NÝJA RÉTTI
New York-kjöt-
bollur bara betri
daginn eftir
ÓSKAR FINNSSON ELDAÐI Í VIKUNNI BRAGÐMIKLAR
NEW YORK-BOLLUR MEÐ PARMESAN OG MÁ SJÁ ÞAÐ Á
MBL.IS Í ÞÆTTINUM KORTER Í KVÖLDMAT. HÉR KÖNNUM
VIÐ HVAÐ MÁ GERA VIÐ AFGANGANA
Í TVEIMUR LJÚFFENGUM RÉTTUM,
ANNARS VEGAR NEW YORK-KJÖT-
LOKU OG HINS VEGAR
NEW YORK-GRATÍNI.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Óskar Finnsson sýnir Íslendingum
hvernig matreiða má góðan kvöldmat
á stuttum tíma.
Morgunblaðið/Ásdís
New York-kjöt-
bollurnar eru
girnilegar á að líta.
afgangar af New York-kjötboll-
um
ostur, má nota mozzarella eða
það sem finnst í ísskáp
létt salat
baguette-brauð
Setjið bollurnar ásamt sósunni í eld-
fast mót og setjið fullt af osti ofan á.
Bakið í ofni í 12-14 mín. í heitum ofni.
Berið fram með salati og baguette.
New York-
gratín