Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Bækur Jörundur hefur í rauninni svifiðum í andrúmsloftinu frá þvímaður var strákur. Ég heflengi haft mikinn áhuga á þessu tímabili í sögunni, bók- in á sér því forsögu en svo hef ég verið í massífum rannsóknum síð- ustu árin, segir Einar Már Guð- mundsson rithöfundur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að skrifa skáldsögu um Jörgen Jörgensen – Jörund hunda- dagakonung. Nýjasta bók þessa af- kastamikla höfundar, Hundadagar, er nýkomin út. Sannleikur og frelsi „Eftir á að hyggja hafði ég tvö prinsipp; maður verður stundum ekki var við aðferðina við skáld- sögu fyrr en eftir á! Maður skrifar ekki beint eftir formúlu en það var þetta tvennt sem ég sagði við sjálfan mig: sann- leikur sögunnar – frelsi sögunnar. Þetta tvennt blandast saman þann- ig að allir ytri rammar eru réttir en ég hef hugsað mikið um það, og finnst mjög skemmtilegt, að á ís- lensku þýðir orðið saga nánast allt; skáldaga, smásaga, sagnfræði, skil- urðu? Þetta á sér rætur allt aftur til fornsagnanna; hvort voru höf- undar Íslendingasagnanna sagn- fræðingar eða skáld? Í raun og veru hvort tveggja. Mér finnst mjög skemmtilegt og frjótt að hugsa málin þannig í dag.“ Þér hlýtur að þykja Jörundur skemmtilegur karakter. Mér finnst það reyndar blasa við eftir að hafa lesið bókina. „Já, hann er rakið efni í sögu. Það er erfitt að eiga við drenginn, hann heldur út í heim og lendir í öllum þessum ævintýrum; auðvitað hefur maður gaman af honum en finnur líka til með honum af því maður sér hvað hann er breyskur og brothættur.“ Má ekki segja að þú málir hann töluvert öðrum litum en oft hefur verið gert hér í hans gamla kon- ungdæmi? Heldurðu að hann hafi jafnvel aldrei notið sannmælis? „Sko, það má segja að alveg frá því hann kemur fyrst til Íslands hafa menn horft á Jörund sem hvern annan óþokka og valdaræn- ingja. Sýnin á hann mildaðist reyndar í sjálfstæðisbaráttunni og svo fara menn að skoða hann bet- ur; Helgi Briem skrifaði til dæmis doktorsritgerð um hann 1936 og menn fara að velta manninum fyrir sér. Margir muna eftir leikritinu um Jörund; þar kemur fram ein víddin í honum í þeim gamansama sjóarabrag. Það sem ég tel mig vera að gera er að stækka þessa sögu. Einblíni ekki bara á gömlu einföldu sýnina á Ísland og Danmörku, heldur hvernig löndin tvö stóðu í heim- inum og hve þessi saga er mögnuð. Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé með einhverja endanlega, rétta sýn; kannski er ekki til sér- stakur sannleikur þegar sagnalist er annars vegar. Menn horfa á mann eins og Jörund með mismun- andi hætti á hverjum tíma og ef- laust á það við um mig líka. Við lifum ákveðna umbrotatíma og sama má segja um þann tíma sem Jörundur lifði; það voru sannarlega umbrotatímar: nýlendustefnan, landafundirnir; nútíminn er að fæð- ast þarna.“ Byltingar en þó ekki „Það gerir söguna áhugaverða þeg- ar maður skrifar um þessi atvik þannig að þau komi okkur við og geti myndað hliðstæðu við nú- tímann; það er svolítið fyndið að 200 ár séu á milli hrunsins hjá okkur og búsáhaldabyltingarinnar og byltingar Jörundar; hvorug var þó bylting. Margt af því sem Jörundur setti á oddinn gerðist í rauninni seinna; það er eins og hann kveiki ákveðið ljós en við getum auðvitað spurt okkur að því hvort það hefði ekki kviknað án hans. Hann kemur dá- lítið eins og elding inn í líf okkar og sögu. Og það er alveg sama hvaða tímabil í sögunni er skoðað; sagan er alltaf áhugaverð.“ Séra Jón Steingrímsson eld- klerkur er líka áberandi í bókinni. Það er óhætt að segja að það sé líka skemmtilegur náungi … „Þegar þú ert með þá tvo, Jör- und og Jón, og Finn Magnússon að auki, er hægt að búa til ákveðnar tengingar. Það er það sem kveikir áhuga minn, eins og þú spurðir um í upphafi. Maður hefur heyrt sögur um þessa menn, hvern í sínu lagi, en þegar maður hugsar þetta í samhengi kemur í ljós að Jörgen er þriggja ára þegar Skaftáreldar hefjast og ekki líða nema tæp þrjá- tíu þar þangað til hann kemur hingað. Þetta er stuttur tími í sög- unni en ofboðslega mikið að gerast þarna á milli; franska byltingin og Napólónsstyrjaldirnar, nýlendu- stefnan, öll þessi verslun og við- skipti og styrjaldir. Og það er al- veg makalaust hvernig þetta tengist í gegnum einn mann eins og Sir Joseph Banks sem er bæði í því að „uppgötva“ Ástralíu með James Cook og kemur svo hingað og hittir séra Jón Steingrímsson. Sir Josep Banks sér eymdina og fátæktina á Íslandi en líka þá mót- sögn að fátæklingarnir eiga bækur og kunna tungumál; þarna verður til hugmyndin um okkur. Við pöss- um inn í hugmynd nýlendutímans um göfugu villimennina og svo er vissulega áhugavert að pæla í því hvernig sú hugmynd lifir áfram, til dæmis í ferðaþjónustunni. Við höldum áfram að leika þessa göf- ugu villimenn! Það er áhugavert að sjá hvernig sagan endurtekur sig. Þetta er eitthvað sem kemur af sjálfu sér, Jón Espólín talaði um það 400 manna þorp sem Reykjavík var sem einskonar Sódómu og sú hug- mynd lifir nánast enn. Þú veist hvernig menn tala um 101 Reyka- vík og lattelepjandi lopapeysu- trefla! Þetta er ákveðið mynstur og mér fannst skemmtilegt hvernig sagnfræðin og skáldskapurinn mætast þarna.“ Við lestur bókarinnar finnst mér koma sterklega fram að þú hafir haft mjög gaman af verkefninu. „Ég er alltaf einhvern veginn í mínum sögum að miðla gleði og harmi. Eitt sterkasta elementið í slíkum skrifum er þessi gleði; frá- sagnargleðin, gleðin við að segja söguna. Maður væri ekkert að þessu ef það væri ekki skemmti- legt. Mér finnst það líka hafa mikinn tilgang að miðla þessari sagna- skemmtun til okkar allra af því að sagan skiptir svo miklu máli; heim- urinn er alltaf á einhverjum kross- götum og þess vegna þurfum við að þekkja fortíðina. Mér hefur allt- af fundist það hlutverk skáldsög- unnar að miðla tímanum, anda tím- ans, því hann má ekki gleymast.“ „Auðvitað hefur maður gaman af Jörundi en finnur líka til með honum af því maður sér hvað hann er breyskur og brothætt- ur,“ segir Einar Már Guðmundsson. orgunblaðið/Eggert HUNDADAGAR Erum alltaf stödd í einhverri sögu EINAR MÁR GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR GERIR JÖRGEN JÖRGENSEN; JÖRUND HUNDADAGAKONUNG, AÐ YRKISEFNI Í NÝRRI SKÁLDSÖGU SEM HANN KALLAR HUNDADAGA. MARGIR FLEIRI KOMA VIÐ SÖGU, MEÐAL ANNARS FINNUR MAGNÚSSON OG SÉRA JÓN STEINGRÍMSSON ELDKLERKUR, SEM VARLA GETUR TALIST SÍÐUR ÁHUGAVERÐUR NÁUNGI EN SJÁLFUR KÓNGURINN Í SÖGU EINARS MÁS. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.