Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 57
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Og svo tjöllum
við okkur í rallið
– Bókin um Thor
bbbbm
Eftir Guðmund
Andra Thorsson. JPV
útgáfa.
Og svo tjöllum við
okkur í rallið – Bókin um Thor er framúrskar-
andi vel lukkað og hjartnæmt verk. Bókin er
fallega hugsuð, og einstaklega fallega skrif-
uð … Á einum stað lýsir hann verki sínu á
þennan hátt: „En ég er bara hér að horfa á
myndir úr bunkunum hans pabba til að reyna
að fá hann til að dvelja svolítið lengur hjá mér í
einhverri rökkurvídd, nú þegar hann er hægt
og rólega að hverfa mér inn í ljósið“ (76). Og
smám saman verður til úr því mynda- og
sagnabrotasafni furðulega heil, hrífandi og
einlæg mynd sonar af föður sem var framsæk-
inn og leitandi rithöfundur sem lifði óvenju-
legu lífi og varð, þegar á leið, eins konar hold-
gervingur íslenskrar menningar … Þetta er
tvímælalaust ein af athyglisverðustu og bestu
bókum ársins.
Einar Falur Ingólfsson
Nautið bbbmn
Eftir Stefán Mána. Sögur,
útgáfa 2015.
Það er alltaf átakanlegt að
lesa um ógæfu fólks. Stefáni
Mána tekst vel að lýsa
skuggahliðunum og þegar
kemur að ruglinu er hann í
essinu sínu. Honum fer líka vel að spila angur-
væra tónlist, þegar hún á við, og úr verður
hrollvekjandi saga full af viðbjóði en um leið
vonleysi, þó að sumir láti sig dreyma um betra
líf … Nautið er ágætis afþreying, fljótlesin
spennusaga. Hvort sem það er tilviljun eða
ekki má sjá samsvörun milli atburða í sögunni
og mála sem hafa verið ofarlega í umræðunni í
samfélaginu undanfarna mánuði. Þessi sam-
svörun styrkir mikilvægi frásagnarinnar, gerir
hana trúverðugri og er þörf áminning.
Steinþór Guðbjartsson
Dagar handan við
dægrin bbbbn
Eftir Sölva Sveinsson.
Sögufélag Skagfirðinga,
2015.
Dagar handan við dægrin
er ekki ævisaga. Höfund-
urinn er ekki upptekinn af
sjálfum sér heldur samferðamönnum sínum á
æskuárunum, menningu, lífs- og staðháttum
þorpsins sem er að breytast og vaxa … Sölvi
Sveinsson hefur einstakt vald á íslensku máli
og nýtir sér fjölbreytileika þess hvort heldur
er í mannlýsingum eða til að krydda skemmti-
legar sögur af strákapörum æskuáranna. Þeg-
ar saman fara leiftrandi frásagnargleði, kímni
og ritfærni verður útkoman góð bók –
skemmtileg og oft fyndin. Bók sem á ekki að-
eins erindi til innfæddra Króksara heldur til
allra sem hafa gaman af þjóðlegum fróðleik –
sögu og menningu þjóðar.
Óli Björn Kárason
Koparborgin bbbbb
Eftir Ragnhildi Hólmgeirs-
dóttur. Björt bókaútgáfa.
Sumar barnabækur eru
skrifaðar jafnt fyrir börn sem
fullorðna, svo vel skrifaðar og
innihaldsríkar að þótt þær
séu ætlaðar börnum eða ung-
mennum geta fullorðnir líka notið þess að lesa
þær. Ekki man ég eftir mörgum slíkum bókum
íslenskum, en þær eru vissulega til – til að
mynda Koparborgin … Fléttan í bókinni er
ævintýraleg og snúin en þótt illu öflin séu
vissulega ill eiga þau sér uppruna í mann-
legum tilfinningum – hroka og drottnunargirni
og, ekki síst, ótta. Ástæða er til að leggja nafn
Ragnhildar Hólmgeirsdóttur á minnið – þetta
er framúrskarandi bók og einkar vel skrifuð.
Besta unglingabók ársins, svo mikið er víst.
Árni Matthíasson
Úr umsögnumjafnframt annað og meira, eða hvað?„Rauði þráður sögunnar og það sem fær
mest pláss tengist glæpnum og leitinni að
þeim sem framdi hann, en meðfram eru
sagðar fleiri sögur. Þetta er líka saga konu
og saga um það los og þá ringulreið sem ríkt
hefur í samtímanum. Fólk upplifir ýmislegt í
kringum sig tengt þeim stóru sviptingum
sem hafa orðið í samfélaginu. Fjölmiðlun
hefur til dæmis tekið miklum umskiptum í
þessu þjóðfélagsróti: hún er orðin töluvert
mikil sálusorgun, finnst mér, með miklu
fleiri viðtölum á þeim nótum.“
Þykir þér það góð eða slæmt breyting?
„Ég geri ráð fyrir því að það sé eins kon-
ar áfallahjálp fyrir þjóð sem hefur lent í
hremmingum. Fólk getur samsamað sig
slíkri umfjöllun.“
Mest gaman að glæpasögu
Líður þér vel á glæpasagnahillunni?
„Mér finnst voðalega gaman að vinna sem
freelance blaðamaður; blaðamennskan er
mjög fjölbreytt og í því starfi kvikna margar
hugmyndir. Maður er með puttann á púls-
inum og ég held ég gæti ekki hætt að skrifa
enda á maður eiginlega aldrei afturkvæmt úr
blaðamennsku.
En það sem sem mér finnst mest gaman
að gera núna er að skrifa glæpasögur. Ég á
handrit að bókum um annað efni og auðvitað
gæti ég lagst í einhverjar tilvistarspurn-
ingar; lífsgátan hefur ekki verið ráðin ennþá,
en ég held ég geymi það. Fólk speglar sig í
samtímasögum og flestir hafa gaman af
hæfilegum ráðgátum.
Það að búa til glæp og leysa svo gátuna
en passa samt að sem flestir séu grun-
samlegir áður en það uppgötvast er mjög
skemmtilegt viðfangsefni. Það er eins og að
búa til krossgátu og vita ekki hvernig maður
á að leysa hana.“
Er það snúnara en annað?
„Já, mér finnst það meiri áskorun. Allir
hugsa líklega um hinar sígildu tilvistarspurn-
ingar og þær þarf að setja vel fram en þetta
er meiri rökleg áskorun; glæpasagan gerir
bæði kröfu um að textanum sé komið vel til
skila og að lesandinn hafi áhuga á að leysa
málið með manni; vilji velta vöngum yfir
því.“Morgunblaðið/Golli
„Ég held ég gæti ekki hætt að
skrifa enda á maður eiginlega aldr-
ei afturkvæmt úr blaðamennsku,“
segir Guðrún Guðlaugsdóttir
Rithöfundur hefur lengi blundað í tónlist-armanninum Pálma Gunnarssyni.Hann er þekktur fyrir bassaleik og
söng en ryðst nú fram á ritvöllinn með fjör-
uga samtímasögu.
„Ég hef haft gaman af því, síðan ég var
smápjakkur á Vopnafirði, að búa til ævintýri
og skrifaði sum af þeim niður. Mín kynslóð
var bókhneigð; við höfðum hvorki netið né
kvikmyndir; lúxusinn kom í gegnum útvarpið
og svo las maður,“ segir hann.
Pálmi virkjaði fyrst fyrir alvöru áhuga sinn
á því að skrifa þegar hann fór í Kvikmynda-
skóla Íslands 1995. „Ég lét þá gamlan draum
rætast um að prófa handritaskrif og boltinn
fór af stað. Ég hef gaman af að spreyta mig á
þessu; skrifaði bók tengda veiðinni og í nokk-
uð mörg ár hef ég verið með fasta pistla í Við-
skiptablaðinu, en þetta er fyrsta skáldsagan,“
segir hann um Hark.
Bókina má að einhverju leyta telja sam-
félagsrýni. „Ég get tekið undir það,“ segir
Pálmi. „Maður hefur upplifað ýmislegt síðustu
áratugi en ætli ég verði ekki að segja að síð-
asta sveifla í þjóðfélagsmálum – tíminn fyrir
hrunið – sé með því vitlausasta. Um þann
tíma fjalla ég, án þess þó að verkið sé há-
pólitískt í sjálfu sér. Ég er í raun að fjalla um
þrennt: Þessa ákveðnu manngerð sem lætur
ekkert stöðva sig, um samfélagið, sem tekur
mið af því sem ég og þú höfum upplifað síð-
ustu ár, og í þriðja lagi hve hégómleg við get-
um verið; sem mér finnst í sjálfu sér ekki sér-
stakur löstur. Það er enginn undanskilinn því
að þurfa að beygja sig að einhverju leyti fyrir
hégómanum af og til!“
Pálmi segist hafa mjög gaman af því að
skrifa. „Ég ætla að halda því áfram. Hef verið
býsna duglegur að skjótast afsíðis og hripa
niður hugmyndir í tölvuna þegar ég hef tíma.
Skrifa mikið af handritum, bæði að kvikmynd-
um og sjónvarpsverkum, aðallega til þess að
æfa mig. Svo bíður maður bara eftir hringing-
unni, eins og einn vinur minn sagði í gamla
daga! Án gríns; fyrir mig eru þessi skrif part-
ur af því að vera til. Þetta er mjög gaman en
fyrst og fremst mikil áskorun á sjálfan mig.“
Ekki er ólíklegt að lesendur þykist þekkja
einhverjar persóna bókarinnar, „en sagan er
samt algjör uppspuni frá rótum. Persónurnar
eru skáldskapur en sagan tengist vissulega
upplifunum, sem er eðlilegt. Ég er vel kunn-
ugur ýmsu sem kemur fram í bókinni og hef
verið í sumum þessum fjörugu partíum.“
skapti@mbl.is
HARK
Mikil
áskorun
TÓNLISTARMAÐURINN KUNNI,
PÁLMI GUNNARSSON, HEFUR SENT
FRÁ SÉR FYRSTU SKÁLDSÖGUNA.
„Ég hef haft gaman af því að búa til ævintýri síðan ég var pjakkur á Vopnafirði,“ segir Pálmi Gunnarsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson