Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 því tilliti í borginni. Loks má nefna græna hagkerfið sem er að þróast hratt með fyr- irtækjum sem leggja áherslu á umhverf- islausnir, bæði í samstarfi við sjávarútveginn og annan iðnað. Við viljum að þetta atvinnulíf hafi allt vaxtarskilyrði í borginni, þannig að við för- um frá einhæfu atvinnulífi sem horfir á eina til þrjár stoðir yfir í mun meiri fjölbreytni. Þannig bjóðum við upp á samkeppnishæf lífskjör miðað við umheiminn. Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands settu fram áhugaverða skýrslu á dögunum, þar sem sést að framleiðni á hvern einstakling á höfuðborgarsvæðinu er langtum meiri en á landsbyggðinni og bilið er að breikka.“ Erum að ná viðspyrnu – Ertu þá bjartsýnn á að rætast muni úr fjármálum borgarinnar, jafnvel strax á næsta ári? „Ég ætla ekki að tala í árum í því sam- bandi. Það sem ég er að segja er að plagg eins og aðalskipulag er ekki bara skipulag, heldur um leið hagvaxtar- og þróunaráætlun um það hvernig við sjáum borgina okkar. Einkaaðilar eru þegar farnir að fjárfesta í takt við þær áherslur sem þar koma fram. Þetta er ekki bara vöxtur vaxtarins vegna heldur þarf hann að vera sjálfbær. Fjárfesta þarf í takt við umhverfiskröfur, ekki bara nútímans heldur líka framtíðarinnar. Með þessu er ég ekki að segja að hér muni drjúpa smjör af hverju strái á næsta ári. Við verðum í hagræðingaraðgerðum næstu tvö árin en við stefnum í rétta átt með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í vetur. Við erum að ná viðspyrnu.“ – Þegar borgarbúar heyra talað um halla- rekstur hugsa þeir óhjákvæmilega að álögur verði hækkaðar, með beinum eða óbeinum hætti. Er hægt að senda þau skilboð út að það verði ekki gert? „Já, við settum það sem eitt af prinsipp- unum í þeirri hagræðingarvinnu sem fram- undan er að Reykjavík verði áfram hagstæð- asti búsetukosturinn fyrir fjölskyldur og barnafólk. Það mun ekki breytast. Það gleymist oft að eitt af því sem við gerðum á síðasta kjörtímabili var að lækka fast- eignaskatta á íbúðarhúsnæði. Þeir eru hlut- fallslega þeir lægstu á landsvísu, eða 0,2%. Við erum líka með lægri gjaldskrár en önnur sveitarfélög sem undirstrikar vilja okkar til að dreifa byrðinni þannig að hún verði létt- ust fyrir þá sem eiga erfiðast með að láta enda ná saman, það er barnafólk. Sér- staklega þeir sem eru með mörg börn. Þegar kjörin eru annars vegar vega húsnæðismálin líka gríðarlega þungt. Þetta fyrsta ár kjör- tímabilsins hefur mikill tími farið í að vinna með samstarfsaðilum, stúdentum, Búseta og byggingarfélögum, að því að undirbúa hús- næðisáætlunina sem við höfum boðað. Mark- mið hennar er að tryggja að til verði að minnsta kosti 2.500 til 3.000 leigu- og bú- seturéttaríbúðir.“ – Á hvað löngum tíma? „Við sögðum í fyrra að þessi verkefni færu í gang á næstu þremur til fimm árum og sum þeirra eru þegar komin í gang. Við vit- um að þetta tekur tíma en viljum að það gerist sem allra fyrst.“ Í samkeppni við borgarsvæði erlendis – Ertu þeirrar skoðunar að borgin sé sam- keppnisfær við nágrannasveitarfélögin í hús- næðismálum? „Við lítum alls ekki þannig á að við séum í samkeppni innan höfuðborgarsvæðisins. Við erum hins vegar í harðri og mikilli sam- keppni við borgarsvæði erlendis. Við horfum ekki á það hvort ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum búi í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi eða Garðabæ, heldur hvort það sé að fara til útlanda. Í því sambandi er mikilvægt að Reykjavík sé mjög einbeitt í þeirri stefnu að þróa borg. Skammist sín ekki fyrir að vera borg og ætli sér að vera lifandi, kraftmikil og heilbrigð borg í sam- keppni við aðrar borgir. Við eigum bara eitt borgarsvæði á Íslandi og takist okkur ekki að viðhalda því og styrkja tapar þjóðin. Nýj- ar kynslóðir sækja í borgarumhverfi og þann lífsstíl sem þar býðst, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Reykjavík verður að vera Reykjavíkurborg.“ – Viltu jafnvel að sveitarfélögin í kring sameinist? „Þau mættu gjarnan gera það. Alla vega er gríðarlega mikilvægt í málum sem lúta að heildarskipulagi höfuðborgarsvæðisins og sameiginlegum verkefnum, eins og almenn- ingssamgöngum, úrgangsmálum og fleiri málum, að stefna og hugsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sé helst eins og þau væru eitt sveitarfélag vegna þess að við er- um í sameiginlegri samkeppni við önnur borgarsvæði.“ – Er hljómgrunnur fyrir þessu í hinum sveitarfélögunum? „Já. Ég er formaður Sambands sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu og fullyrði að sveitarfélögin hafa líklega aldrei verið í eins nánu sambandi og samvinnu sín á milli og nú. Það endurspeglast í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem var samþykkt í sumar og er í algjörum takti við aðalskipulag Reykjavíkur, aðalskipulag Kópavogs og hinna sveitarfélaganna. Munurinn hvað fram- tíðarstefnuna snertir er ekki meiri en þessi. Þessi framtíðarsýn er mjög kraftmikil og í henni felast mikil tækifæri fyrir allt Ísland. Sveitarfélögin ætla sér að þróa þetta lyk- ilsvæði á landinu á umhverfisvænni hátt en áður, stórauka afkastagetu almennings- samgangna með því að hugsa sérstakar borgarlínur, þar sem við setjum annaðhvort hraðlestar- eða léttlestarkerfi til að létta á umferðinni. Þannig gefum við sveitarfélög- unum öllum færi á að laða til sín fjárfest- ingu, því með öflugum almenningssam- göngum getum við leyft okkur að þétta byggðina meira en áður, án þess að sprengja umferðaræðarnar. Þannig geta nágranna- sveitarfélögina líka laðað að sér hótel, sem verða þá ekki bara miðsvæðis, heldur líka í búsetukjörnum þeirra. dreift þannig fjárfest- ingunni, sem núna streymir fyrst og fremst til Reykjavíkur. Svæðisskipulaginu er ætlað að gera allt svæðið meira spennandi til bú- setu og áhugaverðara fyrir fyrirtæki til að setja sig niður. Og að eru sameiginlegir hagsmunir, almannahagsmunir.“ Flugvellir lykilinnviðir – Flugvallarmálið er gríðarlega umdeilt mál og pólitískt. Fram hefur komið að borgin ætli að stefna ríkinu vegna meintra vanefnda á samningum sem kveða á um lokun neyðar- flugbrautarinnar. Er einhver leið að leysa þetta mál svo allir geti við unað? „Það gleymist stundum í umræðunni að flugvellir eru lykilinnviðir fyrir nútímaborg, eins og við sjáum af þeim tækifærum sem leiða að þeirri gríðarlegu aukningu sem er að verða á flugi gegnum Keflavíkurflugvöll. Þess vegna er það synd hversu lengi málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið í miklum átakafarvegi. Hverju sem um er að kenna. Það hefur vantað að dregnir séu fram sam- eiginlegir hagsmunir og reynt að kristalla hvar séu kostir sem eru þjóðhagslega áhuga- verðir og spennandi fyrir alla sem eiga hags- muna að gæta. Það tókst ekki fyrr en með tillögum Rögnunefndarinnar sem kynntar voru síðastliðið sumar.“ – Þær tillögur voru samt umdeildar. „Ég er hræddur um að þeir sem eru að bíða eftir óumdeildum hugmyndum um stað- setningu flugvallar eða annað sem varðar þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu verði að bíða ansi lengi. Það er ekki rétta spurn- ingin. Spurning sem á að spyrja er miklu frekar: Er tækifæri í þessum tillögum sem við getum ekki látið hjá líða að skoða af fullri alvöru? Ekki bara fyrir hönd Reykja- víkur og höfuðborgarsvæðisins, heldur líka fyrir hönd landsbyggðarinnar, sem hefur eðlilega áhyggjur af samgöngum sínum við höfuðborgarsvæðið, og heildarhagsmuni sam- félagsins. Átökin í kringum Reykjavíkur- flugvöll hafa ekki hjálpað upp á andrúms- loftið hvað þetta varðar. Ég vona ennþá að tillögur Rögnunefndarinnar geti orðið grund- völlur að ákvörðunum um framtíð flugvall- arins. Og þær ákvarðanir mega ekki liggja of langt inni í framtíðinni. Við stöndum frammi fyrir nokkrum spenn- andi lykilvalkostum sem þarf að taka afstöðu til. Tillögur Rögnunefndarinnar um flugvöll í Hvassahrauni eru klárlega slíkur kostur. Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún sé tilbúin til viðræðna á grundvelli þeirra hugmynda. Það fæli í sér að sá kostur yrði fullkannaður og við myndum tryggja rekstr- aröryggi tveggja brauta flugvallar í Vatns- mýri á meðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.