Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Matur og drykkir O kkur langaði að vera með hálfgert míníjólaboð fyrir vini okkar og eiga notalega kvöldstund,“ segir Íris Ágústsdóttir innan- hússarkitekt sem ásamt eiginmanni sínum, matreiðslumann- inum Ægi Friðrikssyni, bauð góðum vinum heim í sannkall- aða hátíðarmáltíð. Á boðstólum var meðal annars síld og rúgbrauð í forrétt, andalæri, girnilegt meðlæti og ekta „ris a l’amande“ í eftirrétt. Þau hjón eru dugleg að bjóða heim þótt þau hafi í næg horn að líta en þau opnuðu nýverið kaffihús á neðri hæð Gerðarsafns sem kallast Garð- skálinn. Ægir er margverðlaunaður matreiðslumeistari og sér að sjálf- sögðu um matreiðsluna en Íris tók þátt í hönnun staðarins. Á boðstólum eru súpur, víðfræg súrdeigsbrauð Ægis, kökur og fleira. En að bjóða heim þreytast þau aldrei á að gera. „Okkur þykir þetta góð leið til að hitta vini okkar því við eigum þrjú börn og það er ekki alltaf hlaupið að því að fá pössun. Hefðbundin kvöld- verðarboð finnst okkur skemmtilegust með forréttum og tilheyrandi og stundum leikum við okkur að ákveðnum þemum eins og indversku. Eitt er víst að það verða alltaf að vera góðir eftirréttir enda gaman að para saman gott rauðvín og ljúffenga eftirrétti,“ segir Íris. Maturinn var ljúffengur eins og við var að búast og síldin kom mörgum á óvart. „Síld er nokkuð sem margir af okkar kynslóð kunna ekki að meta, það er oft eldri kynslóðin sem borðar hana frekar, en það kom skemmtilega á óvart hvað það voru allir hrifnir af henni. Eftirrétturinn var líka hrikalega góður.“ Íris segir það hafa verið þægilegt að mikið af matnum var hægt að undirbúa fyrirfram. „Hrísgrjónarétturinn þarf hvort sem er að vera kald- ur og það er frábært að vera ekki fastur inni í eldhúsinu og geta verið frammi með gestunum.“ Borðið var með svolítið óvenjulegum jólaskreytingum svo sem gulum rós- um sem komu þó sérlega vel út með grænu og hvítu. SÍLD, ANDALÆRI OG MÖNDLUGRAUTUR Síldin vakti mikla lukku Frá vinstri: Ragnheiður Ósk Jens- dóttir, Sólveig Júlíana Guðmunds- dóttir, Ólafur Helgi Kristjánsson, Íris Ágústsdóttir, Ægir Friðriksson og Sigurður Helgason. HJÓNIN ÍRIS ÁGÚSTSDÓTTIR INNANHÚSSARKITEKT OG ÆGIR FRIÐRIKSSON MATREIÐSLUMEISTARI BUÐU VINUM HEIM Í SANNKALLAÐA HÁTÍÐARVEISLU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 1 kg kryddsíld í bitum 200 g púðursykur 100 g dijon-sinnep 100 g grófkorna sinnep 200 g olía 1 msk. dill 1 tsk. fennelfræ, möluð ½ sítróna, börkur og safi Takið síldina úr leginum og þerr- ið. Setjið allt nema olíuna og síldina í hrærivél og þeytið svo allt blandist vel. Hellið þá olíunni saman við í mjórri bunu og hafið vélina í gangi á meðan svo hún blandist vel saman við sinneps- og púðursykursblönd- una. Smakkið til og blandið varlega saman við síldarbitana og látið standa í einn sólarhring áður en síldin er borin fram. Sinnepssíld 1 kg marineruð síld eða útvötnuð söltuð síld 250 ml vatn 250 ml appelsínusafi 250 g sykur 500 g lageredik, 4% 1 laukur, skorinn í sneiðar 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 1 haus fennika, skorin í sneiðar 2 stk. appelsínur, börkurinn 1 msk. fennelfræ 1 tsk. svartur pipar, grófmalaður 3 stk. lárviðarlauf 1 tsk. garam masala Skrælið börkinn af appelsínunni en bara ysta lagið, ekki hvíta hlutann. Skerið í þunna strimla og setjið í pott ásamt öllu nema rauðlauknum. Hitið að suðu og látið sjóða rólega í 15 mínútur, þá er rauðlauknum bætt út í og slökkt undir, pottinum lokað og lögurinn kældur. Þegar lögurinn er orðinn kaldur er honum hellt yfir síldina og síldin látin standa í 3 daga í kæli áður en hún er borin fram en a.m.k. í viku ef notast er við saltaða síld. Berið síldina fram með góðu rúgbrauði, sýrðum rjóma og söxuðum lauk eða vorlauk. Fennel- og appelsínusíld Ris a la mande 100 g grautargrjón 500 g mjólk 2 stk. vanillustangir 200 g hvítt súkkulaði 500 ml rjómi 100 g möndluflögur söxuð frostþurrkuð kirsu- ber og/eða kirsuberjasósa Skerið vanillustangirnar eftir endilöngu og skafið fræin úr. Sjóðið grjónin í mjólkinni ásamt vanillufræjunum. Eldið þar til grauturinn er hæfilega þykkur. Hellið heitum grautnum yfir súkkulaðið og látið standa í skál í 2 mínútur svo súkkulaðið bráðni. Þá er grjónablöndunni blandað saman við út frá miðju og smám saman er henni hellt þannig að hún færist nær skál- arbörmunum, þannig fæst gljá- andi áferð. Hellið rjómanum saman við og kælið blönduna í minnst 2 klst. Áður en grauturinn er borinn fram er blandan sett í hrærivél og þeytt þar til hún fer að þykkna og verður loftkennd. Blandið þá helmingnum af möndlunum saman við og setjið í skál. Skreytið með afganginum af möndlunum og berið fram með kirsuberjum og/eða kirsu- berjasósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.